Kæran setti lífið úr skorðum Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. september 2014 09:00 Jón Óttar segist hafa orðið þess strax áskynja að sérstakur saksóknari hleraði símtöl verjenda við skjólstæðinga, en slíkt er óheimilt samkvæmt sakamálalögum. fréttablaðið/pjetur Sérstakur saksóknari kærði Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumann hjá embættinu, og meðeiganda hans í félaginu Pars Per Pars til ríkissaksóknara árið 2012. Kæruefnið laut að brotum á þagnarskyldu í starfi þegar þeir létu skiptastjóra Milestone hafa rannsóknargögn um Milestone. Ríkissaksóknari taldi málið ekki nægjanlegt til sakfellis og lét það niður falla í febrúar í fyrra. Jón Óttar segir að eftir á að hyggja hafi það verið mistök að starfa hjá sérstökum saksóknara á sama tíma og þeir störfuðu fyrir skiptastjóra Milestone. Hins vegar sýni gögn málsins að kæra sérstaks saksóknara hafi verið byggð á vísvitandi rangfærslum. Jón Óttar segir það vera eina hræðilegustu tilfinningu sem hann hafi upplifað þegar hann áttaði sig á því að fyrrverandi vinnufélagar hans til margra ára hafi vitað að hann væri saklaus en samt reynt að koma honum í fangelsi.Kæran til ríkissaksóknara Eftir að hafa unnið í fullu starfi hjá sérstökum saksóknara um nokkurt skeið fór Jón Óttar í 50 prósenta starf hjá embættinu í nóvember 2011. Á móti starfaði hann í hálfu starfi í verktakavinnu á einkamarkaði í desember 2011 sem sjálfstætt starfandi rannsakari undir merkjum Pars Per Pars. Hann segir að þetta fyrirkomulag hafi verið með fullri vitund og samþykki sérstaks saksóknara. Í desember 2011 vann Jón Óttar fyrir Milestone og segir þá vinnu hafa verið með vitneskju og samþykki Hólmsteins Gauta Sigurðssonar, saksóknara hjá sérstökum saksóknara, sem var næsti yfirmaður hans. Þar liggi meðal annars fyrir tölvupóstar þar sem saksóknarinn heimili afhendingu gagna til skiptastjóra Milestone og biðji skiptastjórann um að vera í sambandi við Jón Óttar varðandi afhendingu gagnanna. Frá áramótum 2011/2012 var hann alfarið sjálfstætt starfandi verktaki, meðal annars fyrir sérstakan saksóknara. Jón Óttar segir að verktakasamningur um vinnu hans fyrir sérstakan saksóknara hafi hins vegar ekki verið gerður fyrr en u.þ.b. þremur mánuðum síðar, í mars 2012, en þá hafi starfinu fyrir Milestone verið lokið. Við undirritun samningsins hafi hann átt að telja upp vinnu sem hann vann fyrir aðra en sérstakan saksóknara. Jón Óttar segist bara hafa greint frá því að hann ynni fyrir Glitni, enda hafi það verið eini aðilinn sem hann vann fyrir á þeim tíma. Það hafi Ólafur Þór Hauksson vitað um og lýst því í samningnum að hann væri samþykkur. Jón Óttar segir að Ólafur Þór hafi beðið sig um að dagsetja samninginn aftur í tímann, til 2. janúar 2012, til að leysa „ákveðin“ vandamál sem embættið hafi staðið frammi fyrir og hafi Jón Óttar orðið við því. „Vandamálið var það að við höfðum í nokkra mánuði unnið fyrir sérstakan saksóknara í refsimálum, meðal annars yfirheyrt sakborninga, án þess að nokkuð væri til á pappír um þessa vinnu okkar. Eftir að verjendur komust að þessu og kvörtuðu meðal annars til ríkissaksóknara út af gagnaflæði frá sérstökum til skiptastjóra virðast menn innan embættisins hafa orðið hræddir og allt fór í baklás,“ segir hann. Nokkrum vikum síðar var Jón Óttar kærður til ríkissaksóknara og segir hann að Ólafur Þór hafi lagt fram fyrrnefndan verktakasamning sem sönnur fyrir því að Jón Óttar hefði haldið frá honum vitneskju um vinnu sína fyrir skiptastjóra Milestone ehf. sem kvartanir verjenda höfðu meðal annars beinst að. Jón Óttar segir að í yfirheyrslu í júlí 2012 hafi hann fengið að vita að Ólafur Þór segði nú að samningurinn hefði í raun verið gerður þann 2. janúar 2012, en ekkert hefði verið minnst á vinnuna fyrir Milestone. Jón Óttar segist hafa bent Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara á það að þar færi Ólafur með rangt mál. Samningurinn væri gerður löngu eftir janúar sem sæist á því að þar væri samkomulag um vinnu hans fyrir Glitni sem byrjaði ekki fyrr en vikum síðar. Í yfirheyrslum hafi Ólafur Þór viðurkennt að hafa dagsett skjalið aftur í tímann. Þá segir Jón Óttar að tölvupóstur sem Hólmsteinn Gauti Sigurðsson saksóknari sendi skiptastjóra Milestone sýni að það hafi verið Hólmsteinn Gauti sem átti frumkvæðið að því að gögn voru send frá sérstökum saksóknara til Milestone. Voru það mistök að vinna fyrir Milestone og sérstakan saksóknara á sama tíma? „Eftir á að hyggja var þetta óeðlilegt, eins og margt sem fram fór innan vébanda embættisins. Það sem gerði þetta að verkum var þessi hugmyndafræði innan embættisins, þetta eru alltaf við á móti hinum,“ segir hann og bætir því við að andrúmsloftið hafi verið þannig að litið hafi verið svo á að lögreglan og slitastjórnirnar hefðu verið saman í liði gegn gömlu bankamönnunum.Setti líf okkar á hliðina Jón Óttar segir að kæran gegn sér hafi sett líf sitt verulega úr skorðum og orðið til þess að hann varð gagnrýnni á verklag sérstaks saksóknara. „Þessi kæra til ríkissaksóknara gersamlega setti líf mitt á hliðina. Hún hafði gríðarleg áhrif á fjölskylduna og alla í kringum mig og ég var atvinnulaus mánuðum saman. Þetta hafði rosaleg áhrif á mann að vera kærður og þegar fyrrverandi vinnufélagar manns til margra ára eins og Hólmsteinn Gauti sökuðu mann um verknað sem margra ára fangelsi lá við, með því að fara af stað með ásakanir sem þeir vissu að voru ekki réttar, halda eftir gögnum sem sönnuðu sakleysi mitt að lokum, og hafa til þessa dags ekki sýnt þann manndóm að biðjast afsökunar,“ segir Jón Óttar. „Ég vildi að ég gæti sagt að augu mín hefðu opnast á meðan ég starfaði hjá sérstökum. En ég var fastur eins og aðrir í þessu brenglaða hugarfari,“ segir Jón Óttar. Hann segist þó hafa misst nokkuð trúna á sérstakan saksóknara um vorið 2011. „Það var ákveðið atriði sem olli því að ég fór að missa trúna. Á vormánuðum 2011 er ákveðið að halda seminar þar sem öllum rannsökurum hjá embættinu er smalað saman upp í lögregluskóla, þar sem á að stilla saman strengi þannig að menn séu sammála um það hvað teljist til umboðssvika. Það var vegna þess að yfirmenn hjá sérstökum, eins og Sigurður Tómas Magnússon, fóru að skynja það þegar þeir gengu á milli vinnuhópanna að það var mjög misjafn skilningur á því hvað markaðsmisnotkun er og hvað umboðssvik eru og hvernig samspil þessara brota er í raun og veru. Og þetta er 2011, þarna erum við búin að rannsaka í tvö ár og eigum þá fyrst að fara að stilla saman strengi varðandi hvað umboðssvik eru. Og þarna verður maður að spyrja sig; ef löggan veit ekki hvað umboðssvik eru 2011 hvernig áttu bankamenn árið 2008 þá að vita það?“Hleraði símtöl verjenda Jón Óttar segist hafa orðið þess strax áskynja að sérstakur saksóknari hleraði símtöl verjenda við skjólstæðinga, en slíkt er óheimilt samkvæmt sakamálalögum. Hann segist hafa nokkrum sinnum orðið vitni að því þegar símtöl lögmanna hafi verið spiluð í hátalara á borði svo saksóknarar og aðrir gætu heyrt hvað mönnum fór á milli, er lögmennirnir ráðlögðu sakborningum og fóru yfir vörn þeirra. „Stemmingin í kringum þetta var eins og hjá krökkum í sælgætisbúð; nú vissu menn betur hvernig verjendur sakborninga myndu stilla vörninni upp,“ segir Jón Óttar. Hann hafi sagt Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara frá þessu árið 2012 í greinargerð sem hann skilaði til hennar vegna rannsóknar á þagnarskyldubrotunum. „Það er í greinargerðinni okkar nákvæm lýsing á þessu, að það er verið að hlusta á símtöl lögmanna. Samt segist hún ekki hafa haft vitneskju um þetta fyrr en í fyrra og þá hafi öll málin verið fyrnd. Árið 2012 voru málin ekkert fyrnd. Hún hefði alveg getað rannsakað þetta,“ segir Jón Óttar. „Það er líka það sem kom manni svolítið á óvart hvað kerfið ver sig. Það lokast allt og það passar upp á að svona spyrjist ekki út. Ríkissaksóknari gerði ekki neitt. Ég hefði haldið, miðað við hvernig þeir töluðu við mig um það sem sérstakur hafði gert, að þeir myndu rannsaka sérstakan saksóknara,“ segir hann. Jón Óttar starfar núna sem sjálfstæður ráðgjafi, meðal annars fyrir Samherja. Að öðru leyti harðneitar hann því að hafa nokkurn tíma þegið laun frá mönnum sem hafi haft réttarstöðu sakborninga hjá embætti sérstaks saksóknara. „Ég hef verið sakaður á opinberum vettvangi um að þiggja greiðslur fyrir að upplýsa um brot í starfsemi sérstaks saksóknara og því neita ég alfarið. Ég hef aldrei fengið greitt fyrir að upplýsa um það sem miður fór. Aldrei,“ segir hann, spurður um málið. Hann hafi hins vegar verið ósáttur, eftir að hann lét ríkissaksóknara vita að símtöl lögmanna og sakborninga væru hleruð, við að ekkert væri gert í því. „Í fyrrahaust þegar ég sá að ekkert var að fara að gerast lét ég verjendur sakborninga vita um hlustanir sem fengust með ólögmætum hætti að mínu mati. Þar sem samstarf sérstaks saksóknara og dómara var gríðarlega náið og hlutirnir voru gerðir í gegnum síma. Í eitt skipti fór ég ásamt einum lögreglumanni og náði í úrskurð heim til dómara. Þegar það var gert opinbert varð allt vitlaust. Þá fór varnarmekanisminn í gang aftur. Menn fóru að dreifa sögum um það að ég væri að ljúga af því að ég fengi borgað fyrir þetta og ég væri bara á launum hjá þessum fyrrverandi bankamönnum, Hreiðari Má, Sigurði og fleirum,“ segir Jón Óttar. Hann segir að það hafi verið mikið samráð milli sérstaks saksóknara og Fjármálaeftirlitsins annars vegar og sérstaks saksóknara og slitastjórna og skiptastjóra hins vegar. Samstarfið hafi gengið svo langt að starfsmenn sérstaks saksóknara hafi leiðbeint starfsmönnum FME um það hvernig kærur frá FME til sérstaks saksóknara ættu að líta út. „Og það var samstarf milli dómara og sérstaks frá upphafi sem er mjög óheppilegt af því að sakborningarnir hafa engan fulltrúa í þessum samskiptum. Það er enginn lögmaður sakborninga sem er vitni að samskiptum dómara og sérstaks. Þetta er svo rosalega mikið í gegnum síma,“ segir hann. Hann segir að eitt sinn hafi hann farið og sótt heimild til hlerunar til dómara. Þegar dómarinn veitti heimildina hafi hann sagt: „Náið svo þessum andskotum.“ Ertu bitur eftir þessa atburðarás? „Já, ég get ekkert neitað því. Ég neita því ekkert að ég er bitur út í marga aðila inni í kerfinu eftir þessa atburðarás, hvernig þeir tóku á þessu,“ segir Jón Óttar og bætir því við að hann telji að annað væri ómögulegt. Hann segist hins vegar gera sér betur grein fyrir því að núverandi starfsmenn kerfisins séu ekki vont fólk. Heldur sömu fórnarlömb ákveðins brenglaðs hugarfars gagnvart rannsókn opinberra mála og hann var sjálfur þegar hann starfaði innan kerfisins. „Þess vegna er ég líka að benda á þetta. Af því að þetta verður ekkert lagað nema við förum yfir þetta á hlutlausan, rólegan og yfirvegaðan hátt. Við bara skoðum þetta kerfi okkar. Eins og þetta sem búið er að benda á að í yfir 99 prósentum tilvika heimila dómarar hlustun eftir að löggan biður um það,“ segir Jón Óttar. Það sé ótrúlegt að í svo mörgum tilfellum sé fallist á beiðni lögreglunnar. Finnst þér fleiri þvingunarúrræðum en hlerunum hafa verið misbeitt? „Hlustanirnar voru það sem maður varð mest var við. Þær eru gríðarlega íþyngjandi fyrir þá sem lenda í því. Rannsakarar komast þannig á snoðir um dýpstu leyndarmál einstaklinga. Handtökurnar voru framkvæmdar án aðkomu dómara.“ Hann segir að á þeim tíma sem hann var starfsmaður embættisins hafi hann hvorki gagnrýnt gæsluvarðhaldsúrskurði né símhleranir. „Ég get ekki sagt að ég hafi séð þetta í sama ljósi og ég geri nú,“ segir hann. Það sé hans mat í dag að þvingunarúrræðum hafi verið beitt í of ríkum mæli, en það hafi ekki verið hans mat þá. Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari, og aðrir saksóknarar hjá embættinu horfa kannski núna sömu augum og þú á það núna? „Þeir hafa ekki verið kærðir sjálfir, þannig að þeir horfa allt öðrum augum á þetta. Þeir hafa ekki lent í því að vera í fréttunum á kvöldin marga daga i röð. Þeir hafa ekki lent í því að fara í Hagkaup í Garðabæ um miðnætti af því að maður veigraði sér við að hitta annað fólk. Það er það sem vekur mig. Þegar ég lendi sjálfur í þessu og fæ á mig kerfið af öllu afli,“ segir hann.Sannarlega framin brot Jón Óttar segist vonast til þess að hægt verði að gera hrunið upp með aðeins afslappaðri hætti. „Að þeir fari í fangelsi sem eiga að fara í fangelsi. Sannarlega voru framin brot þarna. Ég er alls ekki að segja að þetta hafi allt verið búið til af sérstökum saksóknara. Ekki til í dæminu. Það eru klárlega mörg brot þarna og menn eiga að fara í fangelsi. En við eigum að gera þá kröfu að embætti sérstaks saksóknara fylgi lögum í landinu og rannsaki þetta rétt á rólegan og yfirvegaðan hátt,“ segir hann. En kannski sé til of mikils mælst að ætlast til þess, vegna þess andrúmslofts sem ríkti þegar rannsóknin átti sér stað. „Það voru allir öskrandi á blóð og að það yrðu einhverjir settir í fangelsi. Ég held að sú pólitíska pressa, fjölmiðlafár og múgæsing sem var í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, það gerðist bara aftur. Þrýstingurinn breytti okkur öllum sem vorum að vinna í þessu,“ segir hann. Það var allt of mikill þrýstingur á starfsmenn sérstaks saksóknara um að ná fram árangri í rannsóknum og sakfellingum. Ertu með öðrum orðum að segja að stofnun sérstaks saksóknara hafi verið mistök? „Ég held eftir á að hyggja, að þá hefði átt að taka þennan pening sem fór í að stofna sérstakan saksóknara og styrkja hina venjulegu lögreglu í landinu. Flestar löggurnar sem voru að vinna hjá sérstökum voru að vinna hjá lögreglunni í Reykjavík eða öðrum lögregluembættum sem segir manni bara að þessar sömu löggur hefðu alveg getað unnið þessi mál á sínum gömlu stöðum,“ segir hann. Til dæmis hefði mátt efla efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra eða fjármunabrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Sérstakur saksóknari kærði Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumann hjá embættinu, og meðeiganda hans í félaginu Pars Per Pars til ríkissaksóknara árið 2012. Kæruefnið laut að brotum á þagnarskyldu í starfi þegar þeir létu skiptastjóra Milestone hafa rannsóknargögn um Milestone. Ríkissaksóknari taldi málið ekki nægjanlegt til sakfellis og lét það niður falla í febrúar í fyrra. Jón Óttar segir að eftir á að hyggja hafi það verið mistök að starfa hjá sérstökum saksóknara á sama tíma og þeir störfuðu fyrir skiptastjóra Milestone. Hins vegar sýni gögn málsins að kæra sérstaks saksóknara hafi verið byggð á vísvitandi rangfærslum. Jón Óttar segir það vera eina hræðilegustu tilfinningu sem hann hafi upplifað þegar hann áttaði sig á því að fyrrverandi vinnufélagar hans til margra ára hafi vitað að hann væri saklaus en samt reynt að koma honum í fangelsi.Kæran til ríkissaksóknara Eftir að hafa unnið í fullu starfi hjá sérstökum saksóknara um nokkurt skeið fór Jón Óttar í 50 prósenta starf hjá embættinu í nóvember 2011. Á móti starfaði hann í hálfu starfi í verktakavinnu á einkamarkaði í desember 2011 sem sjálfstætt starfandi rannsakari undir merkjum Pars Per Pars. Hann segir að þetta fyrirkomulag hafi verið með fullri vitund og samþykki sérstaks saksóknara. Í desember 2011 vann Jón Óttar fyrir Milestone og segir þá vinnu hafa verið með vitneskju og samþykki Hólmsteins Gauta Sigurðssonar, saksóknara hjá sérstökum saksóknara, sem var næsti yfirmaður hans. Þar liggi meðal annars fyrir tölvupóstar þar sem saksóknarinn heimili afhendingu gagna til skiptastjóra Milestone og biðji skiptastjórann um að vera í sambandi við Jón Óttar varðandi afhendingu gagnanna. Frá áramótum 2011/2012 var hann alfarið sjálfstætt starfandi verktaki, meðal annars fyrir sérstakan saksóknara. Jón Óttar segir að verktakasamningur um vinnu hans fyrir sérstakan saksóknara hafi hins vegar ekki verið gerður fyrr en u.þ.b. þremur mánuðum síðar, í mars 2012, en þá hafi starfinu fyrir Milestone verið lokið. Við undirritun samningsins hafi hann átt að telja upp vinnu sem hann vann fyrir aðra en sérstakan saksóknara. Jón Óttar segist bara hafa greint frá því að hann ynni fyrir Glitni, enda hafi það verið eini aðilinn sem hann vann fyrir á þeim tíma. Það hafi Ólafur Þór Hauksson vitað um og lýst því í samningnum að hann væri samþykkur. Jón Óttar segir að Ólafur Þór hafi beðið sig um að dagsetja samninginn aftur í tímann, til 2. janúar 2012, til að leysa „ákveðin“ vandamál sem embættið hafi staðið frammi fyrir og hafi Jón Óttar orðið við því. „Vandamálið var það að við höfðum í nokkra mánuði unnið fyrir sérstakan saksóknara í refsimálum, meðal annars yfirheyrt sakborninga, án þess að nokkuð væri til á pappír um þessa vinnu okkar. Eftir að verjendur komust að þessu og kvörtuðu meðal annars til ríkissaksóknara út af gagnaflæði frá sérstökum til skiptastjóra virðast menn innan embættisins hafa orðið hræddir og allt fór í baklás,“ segir hann. Nokkrum vikum síðar var Jón Óttar kærður til ríkissaksóknara og segir hann að Ólafur Þór hafi lagt fram fyrrnefndan verktakasamning sem sönnur fyrir því að Jón Óttar hefði haldið frá honum vitneskju um vinnu sína fyrir skiptastjóra Milestone ehf. sem kvartanir verjenda höfðu meðal annars beinst að. Jón Óttar segir að í yfirheyrslu í júlí 2012 hafi hann fengið að vita að Ólafur Þór segði nú að samningurinn hefði í raun verið gerður þann 2. janúar 2012, en ekkert hefði verið minnst á vinnuna fyrir Milestone. Jón Óttar segist hafa bent Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara á það að þar færi Ólafur með rangt mál. Samningurinn væri gerður löngu eftir janúar sem sæist á því að þar væri samkomulag um vinnu hans fyrir Glitni sem byrjaði ekki fyrr en vikum síðar. Í yfirheyrslum hafi Ólafur Þór viðurkennt að hafa dagsett skjalið aftur í tímann. Þá segir Jón Óttar að tölvupóstur sem Hólmsteinn Gauti Sigurðsson saksóknari sendi skiptastjóra Milestone sýni að það hafi verið Hólmsteinn Gauti sem átti frumkvæðið að því að gögn voru send frá sérstökum saksóknara til Milestone. Voru það mistök að vinna fyrir Milestone og sérstakan saksóknara á sama tíma? „Eftir á að hyggja var þetta óeðlilegt, eins og margt sem fram fór innan vébanda embættisins. Það sem gerði þetta að verkum var þessi hugmyndafræði innan embættisins, þetta eru alltaf við á móti hinum,“ segir hann og bætir því við að andrúmsloftið hafi verið þannig að litið hafi verið svo á að lögreglan og slitastjórnirnar hefðu verið saman í liði gegn gömlu bankamönnunum.Setti líf okkar á hliðina Jón Óttar segir að kæran gegn sér hafi sett líf sitt verulega úr skorðum og orðið til þess að hann varð gagnrýnni á verklag sérstaks saksóknara. „Þessi kæra til ríkissaksóknara gersamlega setti líf mitt á hliðina. Hún hafði gríðarleg áhrif á fjölskylduna og alla í kringum mig og ég var atvinnulaus mánuðum saman. Þetta hafði rosaleg áhrif á mann að vera kærður og þegar fyrrverandi vinnufélagar manns til margra ára eins og Hólmsteinn Gauti sökuðu mann um verknað sem margra ára fangelsi lá við, með því að fara af stað með ásakanir sem þeir vissu að voru ekki réttar, halda eftir gögnum sem sönnuðu sakleysi mitt að lokum, og hafa til þessa dags ekki sýnt þann manndóm að biðjast afsökunar,“ segir Jón Óttar. „Ég vildi að ég gæti sagt að augu mín hefðu opnast á meðan ég starfaði hjá sérstökum. En ég var fastur eins og aðrir í þessu brenglaða hugarfari,“ segir Jón Óttar. Hann segist þó hafa misst nokkuð trúna á sérstakan saksóknara um vorið 2011. „Það var ákveðið atriði sem olli því að ég fór að missa trúna. Á vormánuðum 2011 er ákveðið að halda seminar þar sem öllum rannsökurum hjá embættinu er smalað saman upp í lögregluskóla, þar sem á að stilla saman strengi þannig að menn séu sammála um það hvað teljist til umboðssvika. Það var vegna þess að yfirmenn hjá sérstökum, eins og Sigurður Tómas Magnússon, fóru að skynja það þegar þeir gengu á milli vinnuhópanna að það var mjög misjafn skilningur á því hvað markaðsmisnotkun er og hvað umboðssvik eru og hvernig samspil þessara brota er í raun og veru. Og þetta er 2011, þarna erum við búin að rannsaka í tvö ár og eigum þá fyrst að fara að stilla saman strengi varðandi hvað umboðssvik eru. Og þarna verður maður að spyrja sig; ef löggan veit ekki hvað umboðssvik eru 2011 hvernig áttu bankamenn árið 2008 þá að vita það?“Hleraði símtöl verjenda Jón Óttar segist hafa orðið þess strax áskynja að sérstakur saksóknari hleraði símtöl verjenda við skjólstæðinga, en slíkt er óheimilt samkvæmt sakamálalögum. Hann segist hafa nokkrum sinnum orðið vitni að því þegar símtöl lögmanna hafi verið spiluð í hátalara á borði svo saksóknarar og aðrir gætu heyrt hvað mönnum fór á milli, er lögmennirnir ráðlögðu sakborningum og fóru yfir vörn þeirra. „Stemmingin í kringum þetta var eins og hjá krökkum í sælgætisbúð; nú vissu menn betur hvernig verjendur sakborninga myndu stilla vörninni upp,“ segir Jón Óttar. Hann hafi sagt Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara frá þessu árið 2012 í greinargerð sem hann skilaði til hennar vegna rannsóknar á þagnarskyldubrotunum. „Það er í greinargerðinni okkar nákvæm lýsing á þessu, að það er verið að hlusta á símtöl lögmanna. Samt segist hún ekki hafa haft vitneskju um þetta fyrr en í fyrra og þá hafi öll málin verið fyrnd. Árið 2012 voru málin ekkert fyrnd. Hún hefði alveg getað rannsakað þetta,“ segir Jón Óttar. „Það er líka það sem kom manni svolítið á óvart hvað kerfið ver sig. Það lokast allt og það passar upp á að svona spyrjist ekki út. Ríkissaksóknari gerði ekki neitt. Ég hefði haldið, miðað við hvernig þeir töluðu við mig um það sem sérstakur hafði gert, að þeir myndu rannsaka sérstakan saksóknara,“ segir hann. Jón Óttar starfar núna sem sjálfstæður ráðgjafi, meðal annars fyrir Samherja. Að öðru leyti harðneitar hann því að hafa nokkurn tíma þegið laun frá mönnum sem hafi haft réttarstöðu sakborninga hjá embætti sérstaks saksóknara. „Ég hef verið sakaður á opinberum vettvangi um að þiggja greiðslur fyrir að upplýsa um brot í starfsemi sérstaks saksóknara og því neita ég alfarið. Ég hef aldrei fengið greitt fyrir að upplýsa um það sem miður fór. Aldrei,“ segir hann, spurður um málið. Hann hafi hins vegar verið ósáttur, eftir að hann lét ríkissaksóknara vita að símtöl lögmanna og sakborninga væru hleruð, við að ekkert væri gert í því. „Í fyrrahaust þegar ég sá að ekkert var að fara að gerast lét ég verjendur sakborninga vita um hlustanir sem fengust með ólögmætum hætti að mínu mati. Þar sem samstarf sérstaks saksóknara og dómara var gríðarlega náið og hlutirnir voru gerðir í gegnum síma. Í eitt skipti fór ég ásamt einum lögreglumanni og náði í úrskurð heim til dómara. Þegar það var gert opinbert varð allt vitlaust. Þá fór varnarmekanisminn í gang aftur. Menn fóru að dreifa sögum um það að ég væri að ljúga af því að ég fengi borgað fyrir þetta og ég væri bara á launum hjá þessum fyrrverandi bankamönnum, Hreiðari Má, Sigurði og fleirum,“ segir Jón Óttar. Hann segir að það hafi verið mikið samráð milli sérstaks saksóknara og Fjármálaeftirlitsins annars vegar og sérstaks saksóknara og slitastjórna og skiptastjóra hins vegar. Samstarfið hafi gengið svo langt að starfsmenn sérstaks saksóknara hafi leiðbeint starfsmönnum FME um það hvernig kærur frá FME til sérstaks saksóknara ættu að líta út. „Og það var samstarf milli dómara og sérstaks frá upphafi sem er mjög óheppilegt af því að sakborningarnir hafa engan fulltrúa í þessum samskiptum. Það er enginn lögmaður sakborninga sem er vitni að samskiptum dómara og sérstaks. Þetta er svo rosalega mikið í gegnum síma,“ segir hann. Hann segir að eitt sinn hafi hann farið og sótt heimild til hlerunar til dómara. Þegar dómarinn veitti heimildina hafi hann sagt: „Náið svo þessum andskotum.“ Ertu bitur eftir þessa atburðarás? „Já, ég get ekkert neitað því. Ég neita því ekkert að ég er bitur út í marga aðila inni í kerfinu eftir þessa atburðarás, hvernig þeir tóku á þessu,“ segir Jón Óttar og bætir því við að hann telji að annað væri ómögulegt. Hann segist hins vegar gera sér betur grein fyrir því að núverandi starfsmenn kerfisins séu ekki vont fólk. Heldur sömu fórnarlömb ákveðins brenglaðs hugarfars gagnvart rannsókn opinberra mála og hann var sjálfur þegar hann starfaði innan kerfisins. „Þess vegna er ég líka að benda á þetta. Af því að þetta verður ekkert lagað nema við förum yfir þetta á hlutlausan, rólegan og yfirvegaðan hátt. Við bara skoðum þetta kerfi okkar. Eins og þetta sem búið er að benda á að í yfir 99 prósentum tilvika heimila dómarar hlustun eftir að löggan biður um það,“ segir Jón Óttar. Það sé ótrúlegt að í svo mörgum tilfellum sé fallist á beiðni lögreglunnar. Finnst þér fleiri þvingunarúrræðum en hlerunum hafa verið misbeitt? „Hlustanirnar voru það sem maður varð mest var við. Þær eru gríðarlega íþyngjandi fyrir þá sem lenda í því. Rannsakarar komast þannig á snoðir um dýpstu leyndarmál einstaklinga. Handtökurnar voru framkvæmdar án aðkomu dómara.“ Hann segir að á þeim tíma sem hann var starfsmaður embættisins hafi hann hvorki gagnrýnt gæsluvarðhaldsúrskurði né símhleranir. „Ég get ekki sagt að ég hafi séð þetta í sama ljósi og ég geri nú,“ segir hann. Það sé hans mat í dag að þvingunarúrræðum hafi verið beitt í of ríkum mæli, en það hafi ekki verið hans mat þá. Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari, og aðrir saksóknarar hjá embættinu horfa kannski núna sömu augum og þú á það núna? „Þeir hafa ekki verið kærðir sjálfir, þannig að þeir horfa allt öðrum augum á þetta. Þeir hafa ekki lent í því að vera í fréttunum á kvöldin marga daga i röð. Þeir hafa ekki lent í því að fara í Hagkaup í Garðabæ um miðnætti af því að maður veigraði sér við að hitta annað fólk. Það er það sem vekur mig. Þegar ég lendi sjálfur í þessu og fæ á mig kerfið af öllu afli,“ segir hann.Sannarlega framin brot Jón Óttar segist vonast til þess að hægt verði að gera hrunið upp með aðeins afslappaðri hætti. „Að þeir fari í fangelsi sem eiga að fara í fangelsi. Sannarlega voru framin brot þarna. Ég er alls ekki að segja að þetta hafi allt verið búið til af sérstökum saksóknara. Ekki til í dæminu. Það eru klárlega mörg brot þarna og menn eiga að fara í fangelsi. En við eigum að gera þá kröfu að embætti sérstaks saksóknara fylgi lögum í landinu og rannsaki þetta rétt á rólegan og yfirvegaðan hátt,“ segir hann. En kannski sé til of mikils mælst að ætlast til þess, vegna þess andrúmslofts sem ríkti þegar rannsóknin átti sér stað. „Það voru allir öskrandi á blóð og að það yrðu einhverjir settir í fangelsi. Ég held að sú pólitíska pressa, fjölmiðlafár og múgæsing sem var í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, það gerðist bara aftur. Þrýstingurinn breytti okkur öllum sem vorum að vinna í þessu,“ segir hann. Það var allt of mikill þrýstingur á starfsmenn sérstaks saksóknara um að ná fram árangri í rannsóknum og sakfellingum. Ertu með öðrum orðum að segja að stofnun sérstaks saksóknara hafi verið mistök? „Ég held eftir á að hyggja, að þá hefði átt að taka þennan pening sem fór í að stofna sérstakan saksóknara og styrkja hina venjulegu lögreglu í landinu. Flestar löggurnar sem voru að vinna hjá sérstökum voru að vinna hjá lögreglunni í Reykjavík eða öðrum lögregluembættum sem segir manni bara að þessar sömu löggur hefðu alveg getað unnið þessi mál á sínum gömlu stöðum,“ segir hann. Til dæmis hefði mátt efla efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra eða fjármunabrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira