Heiður og stuðningur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. september 2014 13:30 Davíð Antonsson, Jökull Júlíusson, Rubin Pollock og Daníel Ægir Kristjánsson í hljómsveitinni Kaleo með verðlaunagrip eftir Ingu Elínu. Mynd/Mosfellingur/RaggiÓla „Við erum hreyknir af þessari útnefningu. Í henni felst mikill heiður og stuðningur sem okkur er mikilvægur í okkar heimabæ. Bærinn útvegaði okkur líka æfingaaðstöðu þegar við vorum að byrja og það kom sér mjög vel,“ segir Davíð Antonsson, einn fjórmenninganna í hljómsveitinni Kaleo en hún telst í heild sinni bæjarlistamaður Mosfellsbæjar þetta árið. Með Davíð eru þeir Jökull Júlíusson, Daníel Ægir Kristjánsson og Rubin Pollock í sveitinni. Kaleo skaust upp á stjörnuhimininn árið 2013. Hún hefur tekið þátt í Músíktilraunum, spilað á risatónleikum Rásar 2 á Menningarnótt, komið fram á Airwaves ásamt því að spila á tónleikum í Mosfellsbæ og víða um land. Hún kom einnig, sá og sigraði á Hlustendaverðlaununum 2014 sem fram fóru í Háskólabíói. Þar vann hún til þrennra verðlauna. Loks hefur fyrsta plata sveitarinnar selst í yfir 5.000 eintökum og er því komin í gull. „Við erum í smá fríi þessa dagana en eftir það förum við beint til London og spilum þar mjög athyglisvert gigg fyrir Bob Gruvin, frægan rokkljósmyndara. Sá tók meðal annars fræga mynd af Led Zeppelin við einkaþotuna og bjó með John Lennon á tímabili í New York. Hann ætlar að mynda okkur líka,“ segir Davíð kampakátur. „Það er ýmislegt í gangi, ekki kannski rétti tíminn til að sleppa frá sér einhverjum fréttum í smáatriðum en það er margt í bígerð hjá okkur. Við erum til dæmis að vinna að nýrri plötu en hún kemur ekki út fyrr en á næsta ári.“ Airwaves Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
„Við erum hreyknir af þessari útnefningu. Í henni felst mikill heiður og stuðningur sem okkur er mikilvægur í okkar heimabæ. Bærinn útvegaði okkur líka æfingaaðstöðu þegar við vorum að byrja og það kom sér mjög vel,“ segir Davíð Antonsson, einn fjórmenninganna í hljómsveitinni Kaleo en hún telst í heild sinni bæjarlistamaður Mosfellsbæjar þetta árið. Með Davíð eru þeir Jökull Júlíusson, Daníel Ægir Kristjánsson og Rubin Pollock í sveitinni. Kaleo skaust upp á stjörnuhimininn árið 2013. Hún hefur tekið þátt í Músíktilraunum, spilað á risatónleikum Rásar 2 á Menningarnótt, komið fram á Airwaves ásamt því að spila á tónleikum í Mosfellsbæ og víða um land. Hún kom einnig, sá og sigraði á Hlustendaverðlaununum 2014 sem fram fóru í Háskólabíói. Þar vann hún til þrennra verðlauna. Loks hefur fyrsta plata sveitarinnar selst í yfir 5.000 eintökum og er því komin í gull. „Við erum í smá fríi þessa dagana en eftir það förum við beint til London og spilum þar mjög athyglisvert gigg fyrir Bob Gruvin, frægan rokkljósmyndara. Sá tók meðal annars fræga mynd af Led Zeppelin við einkaþotuna og bjó með John Lennon á tímabili í New York. Hann ætlar að mynda okkur líka,“ segir Davíð kampakátur. „Það er ýmislegt í gangi, ekki kannski rétti tíminn til að sleppa frá sér einhverjum fréttum í smáatriðum en það er margt í bígerð hjá okkur. Við erum til dæmis að vinna að nýrri plötu en hún kemur ekki út fyrr en á næsta ári.“
Airwaves Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning