Innlent

Tillaga um alþjóðaflug frá Ísafirði og Eyjum

Ingvar Haraldsson skrifar
Ísafjarðarflugvöllur gæti þjónustað vísindamenn á Austur-Grænlandi að sögn þingmanna.
Ísafjarðarflugvöllur gæti þjónustað vísindamenn á Austur-Grænlandi að sögn þingmanna. Fréttablaðið/GVA
Þingmenn nær allra flokka á Alþingi hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að á flugvöllunum á Ísafirði og í Vestmanneyjum verði nægjanleg aðstaða til að hægt verði að sinna millilandaflugi minni flugvéla.

Þingmennirnir segja að millilandaflug geti eflt atvinnulíf og ferðaþjónustu í byggðarlögunum tveimur. Til dæmis gæti Ísafjarðarflugvöllur þjónustað fragtflug og vísindamenn sem starfa á austurströnd Grænlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×