Engin gögn um að Omos sé faðir barns Evelyn Joseph Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. desember 2014 08:30 Lögmaðurinn Stefán Karl Kristjánsson lagði engin gögn fram í Héraðsdómi Reykjavíkur sem sýna að Omos sé faðir barnsins. fréttablaðið/vilhelm lEngin gögn voru lögð fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur um að hælisleitandinn Tony Omos væri faðir barns Evelyn Joseph sem fæddist hér á landi, líkt og hann sagði sjálfur að hann kynni að vera. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær Útlendingastofnun og íslenska ríkið af kröfu Tony Omos. Hann hafði krafist þess að felld yrði úr gildi ákvörðun Útlendingastofnunar um að neita því að taka til meðferðar hælisumsókn hans. Jafnframt yrði felldur úr gildi úrskurður innanríkisráðuneytisins, þar sem ákvörðunin er staðfest. Að óbreyttu þýðir niðurstaðan að Tony Omos mun ekki fá hæli á Íslandi. Stefán Karl Kristjánsson, verjandi hans, útilokar þó ekki að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Omos kom hingað til lands í október árið 2011 og framvísaði kanadísku vegabréfi annars manns. Síðar sótti hann um hæli hér en á grundvelli svokallaðrar Dyflinnarreglugerðar var ákveðið að taka ekki þá umsókn til efnislegrar meðferðar. Í máli sínu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur byggði verjandi Omos meðal annars á því að hann hafi haft sérstök tengsl við landið í skilningi ákvæðis í 46. greinar Útlendingalaga. Í dómnum segir að ekki verði séð að við meðferð málsins hjá Útlendingastofnun og síðan innanríkisráðuneytinu hafi Omos byggt á sömu rökum. Kom það og fram hjá honum sjálfum í umsókn hans um hælisvist við komuna til landsins og viðtali hjá Útlendingastofnun í apríl 2012 að slíkum tengslum væri ekki til að dreifa. Í dómnum kemur jafnframt fram að í bréfi til innanríkisráðuneytisins frá 15. október 2013, hafi Omos tekið fram að staða hans á landinu hefði gjörbreyst á þeim tveimur árum sem meðferð málsins hefði þá tekið. Hann ætti í sambandi við íslenska konu en áður hefði hann verið í sambandi aðra konu, sem hefði stöðu hælisleitanda og ætti von á barni. Væri hann hugsanlega faðir barnsins og vildi fá að vera viðstaddur fæðingu þess. „Konan kom fyrir dóminn og sagði stefnanda vera föður barns hennar sem hefði fæðst 3. febrúar 2014. Engin gögn liggja þó fyrir í málinu er staðfesta faðerni barnsins,“ segir í niðurstöðu dómsins. Lekamálið Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Sjá meira
lEngin gögn voru lögð fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur um að hælisleitandinn Tony Omos væri faðir barns Evelyn Joseph sem fæddist hér á landi, líkt og hann sagði sjálfur að hann kynni að vera. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær Útlendingastofnun og íslenska ríkið af kröfu Tony Omos. Hann hafði krafist þess að felld yrði úr gildi ákvörðun Útlendingastofnunar um að neita því að taka til meðferðar hælisumsókn hans. Jafnframt yrði felldur úr gildi úrskurður innanríkisráðuneytisins, þar sem ákvörðunin er staðfest. Að óbreyttu þýðir niðurstaðan að Tony Omos mun ekki fá hæli á Íslandi. Stefán Karl Kristjánsson, verjandi hans, útilokar þó ekki að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Omos kom hingað til lands í október árið 2011 og framvísaði kanadísku vegabréfi annars manns. Síðar sótti hann um hæli hér en á grundvelli svokallaðrar Dyflinnarreglugerðar var ákveðið að taka ekki þá umsókn til efnislegrar meðferðar. Í máli sínu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur byggði verjandi Omos meðal annars á því að hann hafi haft sérstök tengsl við landið í skilningi ákvæðis í 46. greinar Útlendingalaga. Í dómnum segir að ekki verði séð að við meðferð málsins hjá Útlendingastofnun og síðan innanríkisráðuneytinu hafi Omos byggt á sömu rökum. Kom það og fram hjá honum sjálfum í umsókn hans um hælisvist við komuna til landsins og viðtali hjá Útlendingastofnun í apríl 2012 að slíkum tengslum væri ekki til að dreifa. Í dómnum kemur jafnframt fram að í bréfi til innanríkisráðuneytisins frá 15. október 2013, hafi Omos tekið fram að staða hans á landinu hefði gjörbreyst á þeim tveimur árum sem meðferð málsins hefði þá tekið. Hann ætti í sambandi við íslenska konu en áður hefði hann verið í sambandi aðra konu, sem hefði stöðu hælisleitanda og ætti von á barni. Væri hann hugsanlega faðir barnsins og vildi fá að vera viðstaddur fæðingu þess. „Konan kom fyrir dóminn og sagði stefnanda vera föður barns hennar sem hefði fæðst 3. febrúar 2014. Engin gögn liggja þó fyrir í málinu er staðfesta faðerni barnsins,“ segir í niðurstöðu dómsins.
Lekamálið Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Sjá meira