Hera og Jed spila á Iceland Airwaves Viktoría Hermannsdóttir skrifar 8. október 2014 12:00 Þau Jed og Hera kynntust fyrir tveimur árum og hafa verið að semja saman og spila síðan þá. „Við hlökkum mikið til að koma til Íslands, þetta verður í fyrsta skipti sem Jed kemur og ég hef ekki komið heim í þrjú ár. Við erum mjög spennt,“ segir söngkonan Hera Hjartardóttir. Hera kemur til landsins í byrjun nóvember en hún er búsett á Nýja-Sjálandi. Með henni í för verður vinur hennar og samstarfsmaður, Jed Parsons. Þau Jed ætla að spila á Airwaves og í kjölfarið fara í tónleikaferðalag um landið. Þau Hera og Jed kynntust fyrir rúmum tveimur árum og hafa unnið mikið saman síðan þá. „Hann var trommari í rokkhljómsveit sem ég var að túra með. Þeir spiluðu undir hjá mér og svo líka sem eigið band, House of Mountain. Við höfðum smá tíma baksviðs fyrir tónleika eitt kvöldið og þá sömdum við Jed lag saman. Það var lagið Issues sem hefur notið mikilla vinsælda hérna úti,“ segir Hera. Þau Jed gerðu myndband við lagið sem var síðan meðal annars notað til þess að auglýsa Christchurch, bæinn sem hún býr í á Nýja-Sjálandi. „Okkar stíll smellpassaði saman og við sömdum fleiri og fleiri lög. Stundum voru það mín lög sem hann bætti harmóníum við og svo öfugt. Síðan þá höfum við túrað mikið saman og gefið út live-plötu, Live at York Street, sem var eitt besta stúdíó hér í Nýja-Sjálandi en því var lokað. Við höfum síðan haldið marga skemmtilega tónleika hér,“ segir hún. Þau hafa líka spilað utan Nýja-Sjálands en í fyrra ferðuðust þau til Maníla á Filippseyjum og úr varð heimildarmynd sem sýnd er um borð í flugvélum Air New Zealand. Íslandsför þeirra verður einnig tekin upp. „Það kemur kvikmyndatökumaður frá LA sem ætlar að taka upp Airwaves og ætlar svo að fylgja okkur eftir á túrnum,“ segir Hera spennt fyrir heimkomunni. Airwaves Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Sjá meira
„Við hlökkum mikið til að koma til Íslands, þetta verður í fyrsta skipti sem Jed kemur og ég hef ekki komið heim í þrjú ár. Við erum mjög spennt,“ segir söngkonan Hera Hjartardóttir. Hera kemur til landsins í byrjun nóvember en hún er búsett á Nýja-Sjálandi. Með henni í för verður vinur hennar og samstarfsmaður, Jed Parsons. Þau Jed ætla að spila á Airwaves og í kjölfarið fara í tónleikaferðalag um landið. Þau Hera og Jed kynntust fyrir rúmum tveimur árum og hafa unnið mikið saman síðan þá. „Hann var trommari í rokkhljómsveit sem ég var að túra með. Þeir spiluðu undir hjá mér og svo líka sem eigið band, House of Mountain. Við höfðum smá tíma baksviðs fyrir tónleika eitt kvöldið og þá sömdum við Jed lag saman. Það var lagið Issues sem hefur notið mikilla vinsælda hérna úti,“ segir Hera. Þau Jed gerðu myndband við lagið sem var síðan meðal annars notað til þess að auglýsa Christchurch, bæinn sem hún býr í á Nýja-Sjálandi. „Okkar stíll smellpassaði saman og við sömdum fleiri og fleiri lög. Stundum voru það mín lög sem hann bætti harmóníum við og svo öfugt. Síðan þá höfum við túrað mikið saman og gefið út live-plötu, Live at York Street, sem var eitt besta stúdíó hér í Nýja-Sjálandi en því var lokað. Við höfum síðan haldið marga skemmtilega tónleika hér,“ segir hún. Þau hafa líka spilað utan Nýja-Sjálands en í fyrra ferðuðust þau til Maníla á Filippseyjum og úr varð heimildarmynd sem sýnd er um borð í flugvélum Air New Zealand. Íslandsför þeirra verður einnig tekin upp. „Það kemur kvikmyndatökumaður frá LA sem ætlar að taka upp Airwaves og ætlar svo að fylgja okkur eftir á túrnum,“ segir Hera spennt fyrir heimkomunni.
Airwaves Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Sjá meira