Bræður spila saman á Airwaves Þórður Ingi Jónsson skrifar 16. október 2014 12:30 Unnar segir þá bræður vera hreinskilnari en gengur og gerist. Fréttablaðið/Daníel „Bræður geta verið hreinskilnari hver við annan,“ segir tónlistarmaðurinn Unnar Gísli Sigurmundsson, betur þekktur sem Júníus Meyvant. Hann kemur fram á Iceland Airwaves-hátíðinni ásamt tveimur bræðrum sínum, þeim Guðmundi Óskari og Ólafi Rúnari. Fjórði bróðirinn, Einar, verður ekki með í þetta sinn því hann er staddur í Vestmannaeyjum þar sem bræðurnir ólust upp. Júníus sló í gegn í sumar með laginu Color Decay en Unnar segir tónlistina vera sér í blóð borna . „Það spila allir á hljóðfæri í fjölskyldunni. Mamma og pabbi eru líka tónlistarfólk þannig að það er enginn skilinn eftir.“ En mun hann einhvern tímann fá mömmu og pabba til að troða upp með sér? „Við gætum endurflutt eitthvað eftir Mamas & the Papas, eða The Manson Family,“ segir hann og hlær. Að sögn Unnars munu æfingar með bræðrunum tveimur hefjast fyrir alvöru í vikunni. Í hljómsveitinni eru einnig þeir Kristófer Rodriguez Svönuson og Árni Magnússon. Guðmundur spilar á gítar og hljóðgervla en Ólafur spilar á píanó og hljóðgervla. Júníus Meyvant treður upp alls sex sinnum á Airwaves, fjórum sinnum með hljómsveitinni en tvisvar verður Unnar einn á báti, bæði „on“ og „off-venue“. Unnar vinnur nú að fyrstu plötu sinni sem kemur út á næsta ári. „Þið munuð heyra einhver lög fyrir jól og í kringum Airwaves. Síðan kemur út plata í framhaldi af því,“ segir Unnar, sem er þegar búinn að semja allt efnið á plötunni. Airwaves Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Sjá meira
„Bræður geta verið hreinskilnari hver við annan,“ segir tónlistarmaðurinn Unnar Gísli Sigurmundsson, betur þekktur sem Júníus Meyvant. Hann kemur fram á Iceland Airwaves-hátíðinni ásamt tveimur bræðrum sínum, þeim Guðmundi Óskari og Ólafi Rúnari. Fjórði bróðirinn, Einar, verður ekki með í þetta sinn því hann er staddur í Vestmannaeyjum þar sem bræðurnir ólust upp. Júníus sló í gegn í sumar með laginu Color Decay en Unnar segir tónlistina vera sér í blóð borna . „Það spila allir á hljóðfæri í fjölskyldunni. Mamma og pabbi eru líka tónlistarfólk þannig að það er enginn skilinn eftir.“ En mun hann einhvern tímann fá mömmu og pabba til að troða upp með sér? „Við gætum endurflutt eitthvað eftir Mamas & the Papas, eða The Manson Family,“ segir hann og hlær. Að sögn Unnars munu æfingar með bræðrunum tveimur hefjast fyrir alvöru í vikunni. Í hljómsveitinni eru einnig þeir Kristófer Rodriguez Svönuson og Árni Magnússon. Guðmundur spilar á gítar og hljóðgervla en Ólafur spilar á píanó og hljóðgervla. Júníus Meyvant treður upp alls sex sinnum á Airwaves, fjórum sinnum með hljómsveitinni en tvisvar verður Unnar einn á báti, bæði „on“ og „off-venue“. Unnar vinnur nú að fyrstu plötu sinni sem kemur út á næsta ári. „Þið munuð heyra einhver lög fyrir jól og í kringum Airwaves. Síðan kemur út plata í framhaldi af því,“ segir Unnar, sem er þegar búinn að semja allt efnið á plötunni.
Airwaves Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Sjá meira