Koss og knús eru ekki gjafir! Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 24. október 2014 00:00 Þegar ég var lítil man ég hvað ég varð alltaf pirruð þegar ég spurði móður mína hvað ég ætti að gefa henni í jóla- og afmælisgjafir. „Bara koss og faðmlag, elskan mín,“ sagði hún iðulega. Þegar ég heimtaði að fá að gefa henni eitthvað „alvöru“ í gjöf bað hún mig ávallt um eitthvað frá hjartanu, eitthvað sem ég bjó til sjálf. Á hverju ári bjó ég eitthvað til og bölvaði því að eiga ekki fullt, fullt af peningum til að geta keypt allan heiminn handa henni. Í staðinn fékk hún hina ýmsu muni sem föndraðir voru í skólanum. Og stundum fylgdi ljóð með eða flennistórt plagg sem á stóð: Besta mamma í heimi. Og það var alveg sama hve rammskakkir þessir munir voru og illa límdir, ónákvæmt saumaðir og skrítnir. Alltaf var hún himinlifandi með það sem hún fékk. Mér fannst það óskiljanlegt. Mér fannst svo glatað að geta ekki gefið henni skínandi nýjan bíl, utanlandsferðir og fallega kjóla á hverju ári. Dóttir mín er byrjuð að spyrja mig hvað ég vilji í afmælis- og jólagjafir. Án umhugsunar svara ég: „Koss og knús.“ Og henni finnst það svo yfirgengilega hallærislegt! „Mamma! Það eru ekki gjafir!“ hreytir hún í mig. Þá bið ég hana bara um mynd. Eða perlaðan platta. Eða heimagert hálsmen. Með semingi samþykkir hún það þó hún vilji mest af öllu gefa mér úlpu. Af hverju veit ég ekki. Ég fæ reglulega gjafir. Myndir af Elsu úr Frozen, myndir af mér, „gimsteina“ sem hún finnur á götunni. Hjartað í mér tekur kipp í hvert sinn sem ég fæ svona gjöf. Nú skil ég loksins af hverju móðir mín bað alltaf um þessar „pirrandi“ gjafir. Því þær eru ómetanlegar. Mér finnst þessar gjafir svo langt frá því að vera glataðar lengur. Mér finnst þær bestar. Nú vona ég bara að einn daginn segi dóttir mín, án þess að hika þegar börnin hennar spyrja hvað hún vilji í gjöf: „Koss og knús er nóg fyrir mig.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Baráttumaður fyrir friði – til minningar um Uri Avnery Einar Steinn Valgarðsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Þegar ég var lítil man ég hvað ég varð alltaf pirruð þegar ég spurði móður mína hvað ég ætti að gefa henni í jóla- og afmælisgjafir. „Bara koss og faðmlag, elskan mín,“ sagði hún iðulega. Þegar ég heimtaði að fá að gefa henni eitthvað „alvöru“ í gjöf bað hún mig ávallt um eitthvað frá hjartanu, eitthvað sem ég bjó til sjálf. Á hverju ári bjó ég eitthvað til og bölvaði því að eiga ekki fullt, fullt af peningum til að geta keypt allan heiminn handa henni. Í staðinn fékk hún hina ýmsu muni sem föndraðir voru í skólanum. Og stundum fylgdi ljóð með eða flennistórt plagg sem á stóð: Besta mamma í heimi. Og það var alveg sama hve rammskakkir þessir munir voru og illa límdir, ónákvæmt saumaðir og skrítnir. Alltaf var hún himinlifandi með það sem hún fékk. Mér fannst það óskiljanlegt. Mér fannst svo glatað að geta ekki gefið henni skínandi nýjan bíl, utanlandsferðir og fallega kjóla á hverju ári. Dóttir mín er byrjuð að spyrja mig hvað ég vilji í afmælis- og jólagjafir. Án umhugsunar svara ég: „Koss og knús.“ Og henni finnst það svo yfirgengilega hallærislegt! „Mamma! Það eru ekki gjafir!“ hreytir hún í mig. Þá bið ég hana bara um mynd. Eða perlaðan platta. Eða heimagert hálsmen. Með semingi samþykkir hún það þó hún vilji mest af öllu gefa mér úlpu. Af hverju veit ég ekki. Ég fæ reglulega gjafir. Myndir af Elsu úr Frozen, myndir af mér, „gimsteina“ sem hún finnur á götunni. Hjartað í mér tekur kipp í hvert sinn sem ég fæ svona gjöf. Nú skil ég loksins af hverju móðir mín bað alltaf um þessar „pirrandi“ gjafir. Því þær eru ómetanlegar. Mér finnst þessar gjafir svo langt frá því að vera glataðar lengur. Mér finnst þær bestar. Nú vona ég bara að einn daginn segi dóttir mín, án þess að hika þegar börnin hennar spyrja hvað hún vilji í gjöf: „Koss og knús er nóg fyrir mig.“
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun