Melódrama Verdis var miklu merkilegri harmsaga Illugi Jökulsson skrifar 2. nóvember 2014 11:00 Kristinn Sigmundsson syngur hlutverk Filippusar kóngs sem lét fangelsa ódáminn son sinn. Enginn er ég óperuunnandi, en þætti mér Verdi bærilegur myndi ég að sjálfsögðu hópast í Hörpu að horfa og hlýða á rómaða sýningu sem þar er enn í gangi á Don Carlo eftir hinn ítalska tónsnilling. Og þó myndi ég ekki aðeins vilja njóta tónlistarinnar, sem efunarlaust er tilkomumikil, heldur líka virða fyrir mér meðferð mannkynssögunnar í þessu stykki – en hún er með þeim hætti að maður hlýtur að furða sig á að tónskáldið skyldi yfirleitt vilja nota sögulega atburði til að semja drama sitt upp úr. Af hverju bjó hann ekki bara til sitt eigið efni? spyr maður, því svo víðsfjarri er heimur óperunnar þeim raunveruleika sem lesa má um í sögubókum. En þar var raunar ekki við Verdi að sakast, ef einhver er sökin, því hann byggði óperu sína á ljóðaleik þýska skáldsins Schillers, Don Karlos, svo það var Þjóðverjinn en ekki Ítalinn sem í raun limlesti söguna og gerði úr raunverulegum mannlegum flækjum og harmleik heldur yfirborðskennt melódrama. Eða er það ekki? Ég hef náttúrlega hvorki lesið leikrit Schillers né óperu Verdis. En þannig virðist það vera þegar maður les söguþráðinn á Wikipediu, melódrama í allri sinni dýrð.Filippus kóngurInnræktun Habsborgara Hinn fagrungi og glæsti krónprins Spánar, Don Carlo, á að giftast ástinni sinni, henni Elísabetu dóttur Frakkakóngs, en á síðustu stundu ákveður Filippus kóngur sjálfur að kvænast stúlkunni til að reka þannig smiðshöggið á friðarsamninga við Frakka eftir langt stríð. Bæði Don Carlo og Elísabet ráða sér vart fyrir sorg, en reyna að sætta sig við orðinn hlut, ekki síst með hjálp trúarinnar. Um síðir kemur til uppgjörs feðganna og snýst aðallega um stjórn Filippusar á Niðurlöndum, sem Spánarkóngar réðu um þær mundir. Don Carlo vill frelsa Niðurlendinga undan kúgun og sverðalögum spænsku krúnunnar, og alþýðan á Spáni elskar hann líka, svo Filippus lætur að lokum varpa syni sínum í fangelsi, og Rannsóknarréttur kirkjunnar kemur til skjalanna að kveða niður ástina, hugsjónir hins snotra prins, frelsisþrá fólksins, vonir um frið, allt í senn. Svona er útgáfa Schillers og Verdis. En raunveruleikinn var allur annar. Og reyndar mun dramatískari fyrir minn smekk. Í fyrsta lagi. Um það leyti sem Carlos krónprins var sviptur heitkonu sinni Elísabetu prinsessu frá París líktist hann lítið því reffilega og myndarlega karlmenni sem Jóhann Friðgeir Valdimarsson túlkar á sviði Hörpu. Hann var 14 ára gamall, rindilslegur, bæklaður á fæti með herðakistil, veiklulegur allur og fölleitur og með ferlegan neðri kjálka sem skyggði á allt andlit hans að öðru leyti. Svo ofvaxinn og úrsérgenginn var kjálkinn að Carlos átti erfitt með mál – og hefði bara af þeirri ástæðu ekki getað sungið hina tilkomumiklu dúetta Verdis með Elísabetu. Þessi mikli kjálki var reyndar ættareinkenni fjölskyldunnar sem Carlos tilheyrði en það var Habsborgaraættin sem um tíma var grasserandi um allar hirðir Evrópu og réði ekki síst málum í Austurríki og á Spáni.Carlos krónprinsHabsborgararnir voru stórmerkileg ætt, og ekki síst vegna ótrúlegrar „innræktunar“ sem ættin stundaði. Til þess að halda sem mestum völdum innan fjölskyldunnar voru náin skyldmenni oftar en ekki látin giftast, og Carlos prins var frábært dæmi um það. Móðuramma hans og föðurafi voru systkini. Móðurafi hans og föðuramma voru líka systkini. Tvær af langömmum hans voru systur. Hann átti aðeins fjóra langömmur og langafa en ekki átta eins og aðrir, og foreldrar hans (Filippus kóngur og María kóngsdóttir frá Portúgal) voru jafn skyld og ef þau hefðu verið hálfsystkini. Ekki nóg með þetta, Carlos átti bara sex langalangafa og –ömmur en ekki sextán, eins og tíðast er.Vondur maður reis af sænginni Svona innræktun er alsiða í ræktun dýra, þegar menn leitast við að þróa einhverja sérstaka eiginleika eða hæfileika hjá vissri dýrategund. Gallinn við innræktun Habsborgaranna var sá að þetta góða fólk hafði enga sérstaka hæfileika. Þeir voru að minnsta kosti fljótir að hverfa þegar gallar innræktunarinnar urðu æ ljósari. Það er ekki tilviljun að í aldanna rás hefur þróast með manninum djúp andúð á of nánu samneyti skyldmenna, og það voru ekki fyrirskipanir frá siðprúðum guðum sem voru að baki banni við sifjaspellum. Reynslan kenndi forfeðrum okkar og formæðrum einfaldlega að slíkt endaði með ósköpum, og sú vitneskja smeygði sér inn í gen okkar og varð að skömm á of nánum kynnum. Nema hvað í tilfelli Habsborgaranna varð hvötin til að halda völdum í ættinni yfirsterkari vitneskjunni um hvernig innræktun hlyti að enda. Og því fór sem fór og Habsborgarakjálkinn varð til en hann var svo ógnarstór í sumum ættliðum að til dæmis Karl V., afi Carlosar prins, gat ekki tuggið matinn sinn sjálfur og sat aldrei til borðs með öðru fólki. Sú var ekki raunin um Carlos prins þótt kjálkastór væri, en í honum var innræktunin þó augljós og samt ennþá greinilegri í andlegri lægð hans en heldur óhefðbundnu útlitinu. Carlos sýndi ekki merki um neina hæfileika, né heldur virtist hann hafa áhuga á neinu, nema þá helst því að verða herforingi, en öllum bar saman um að til þess hefði hann hvorki líkamsburði né herstjórnarhæfileika. Ekki bætti úr skák fyrir Carlos að þegar hann var 16 ára datt hann niður stiga og stórslasaðist á höfði. Höfuðið blés út og var Carlosi ekki hugað líf um langa hríð. Ekkert virtist geta geta kveikt í honum líf að nýju, ekki einu sinni þegar 100 ára gömul bein af gömlum munki voru lögð í sóttarsæng hans og klæðisbútur sá sem beinin höfðu verið vafin í lagður á enni hans. Að lokum gerði ítalskur læknir gat á höfuðkúpu hans og sjatnaði þá bólgan, svo hann fékk aftur nokkurn veginn eðlilegt útlit sitt, en hafði hins vegar greinilega orðið fyrir umtalsverðum heilaskaða. Því sá Don Carlos sem hafði hrapað niður stigann heldur tregur og daufur en þó vænsta skinn að flestu leyti, hann reis nú aftur af sænginni sem vondur maður. Það voru hans sorglegu örlög. Ekki er pláss til að telja hér upp öll illvirki Carlosar prins næstu árin. Hann gerðist óútreiknanlegur í skapi og illskeyttur, flæktist um götur með hópi óprúttinna félaga úr strætinu og veittist að karlmönnum en leitaði á konur; þetta er maðurinn sem Jóhann Friðgeir leikur og syngur í Hörpu! Einu sinni tók hann upp á því að panta sér ógnarstór stígvél svo hann gæti falið þar skammbyssur sem hann vildi nota til að ógna fólki með, en þegar Filippus faðir hans skipaði skósmiðnum að minnka stígvélin svo ekki væri pláss fyrir skotvopnin þá lét Carlos þokkapilta sína góma skósmiðinn og svo neyddu þeir hann til að éta stígvélin.ElísabetÞannig liðu nokkur ár, Carlos varð sífellt villtari og grimmari. Hann vildi fá að stýra her Spánar í Niðurlöndum, en faðir hans treysti honum ekki til þess, og þá mun Carlos hafa komið sér í eitthvert samband við niðurlenska uppreisnarmenn, en hann hafði þó enga samúð með málstað þeirra eða kröfum um frelsi – hann vildi bara skaprauna föður sínum og eyðileggja fyrir honum. Að lokum hóf Carlos ráðabrugg um að ráða kónginn pabba sinn af dögum, og þá var Filippusi nóg boðið. Hann mætti sjálfur á staðinn til að stýra handtöku sonar síns, og Carlos var lokaður inni í einu herbergi í höllinni og múrað fyrir glugga svo ekki væri hætta á að hann henti sér út – en hann marghótaði að svipta sig lífi. Þá var andlegt ástand Carlosar orðið afar bágborið og hann dó loksins 23 ára eftir hálfs árs fangavist. Ekki vinsæll meðal alþýðunnar Skömmu eftir að Carlos dó, þá andaðist líka Elísabet fyrrum heitkona hans en síðar stjúpmóðir. Vegna þess hve skammt var á milli þeirra urðu með tímanum til sögur um að andlát þeirra tengdust og líklega hefði Filippus látið drepa þau bæði, af því hann hefði komist að eldheitri ást sem ríkt hefði millum þeirra. En sú ást var engin, og Elísabet dó bara af völdum mistaka lækna sinna sem klúðruðu lítilsháttar flensu. Þannig var nú það. Engum var þessi sorglegi innræktaði vesalingur harmdauði, nema hinum subbulegustu af kumpánum hans, það er til dæmis bull úr Schiller og Verdi að hann hafi verið vinsæll með alþýðu manna. En Verdi kaus sem sé að klastra saman úr þessari raunverulegu harmsögu heldur fyrirsjáanlegt melódrama – nema víst með ansi tilkomumikilli músík! Flækjusaga Menning Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Enginn er ég óperuunnandi, en þætti mér Verdi bærilegur myndi ég að sjálfsögðu hópast í Hörpu að horfa og hlýða á rómaða sýningu sem þar er enn í gangi á Don Carlo eftir hinn ítalska tónsnilling. Og þó myndi ég ekki aðeins vilja njóta tónlistarinnar, sem efunarlaust er tilkomumikil, heldur líka virða fyrir mér meðferð mannkynssögunnar í þessu stykki – en hún er með þeim hætti að maður hlýtur að furða sig á að tónskáldið skyldi yfirleitt vilja nota sögulega atburði til að semja drama sitt upp úr. Af hverju bjó hann ekki bara til sitt eigið efni? spyr maður, því svo víðsfjarri er heimur óperunnar þeim raunveruleika sem lesa má um í sögubókum. En þar var raunar ekki við Verdi að sakast, ef einhver er sökin, því hann byggði óperu sína á ljóðaleik þýska skáldsins Schillers, Don Karlos, svo það var Þjóðverjinn en ekki Ítalinn sem í raun limlesti söguna og gerði úr raunverulegum mannlegum flækjum og harmleik heldur yfirborðskennt melódrama. Eða er það ekki? Ég hef náttúrlega hvorki lesið leikrit Schillers né óperu Verdis. En þannig virðist það vera þegar maður les söguþráðinn á Wikipediu, melódrama í allri sinni dýrð.Filippus kóngurInnræktun Habsborgara Hinn fagrungi og glæsti krónprins Spánar, Don Carlo, á að giftast ástinni sinni, henni Elísabetu dóttur Frakkakóngs, en á síðustu stundu ákveður Filippus kóngur sjálfur að kvænast stúlkunni til að reka þannig smiðshöggið á friðarsamninga við Frakka eftir langt stríð. Bæði Don Carlo og Elísabet ráða sér vart fyrir sorg, en reyna að sætta sig við orðinn hlut, ekki síst með hjálp trúarinnar. Um síðir kemur til uppgjörs feðganna og snýst aðallega um stjórn Filippusar á Niðurlöndum, sem Spánarkóngar réðu um þær mundir. Don Carlo vill frelsa Niðurlendinga undan kúgun og sverðalögum spænsku krúnunnar, og alþýðan á Spáni elskar hann líka, svo Filippus lætur að lokum varpa syni sínum í fangelsi, og Rannsóknarréttur kirkjunnar kemur til skjalanna að kveða niður ástina, hugsjónir hins snotra prins, frelsisþrá fólksins, vonir um frið, allt í senn. Svona er útgáfa Schillers og Verdis. En raunveruleikinn var allur annar. Og reyndar mun dramatískari fyrir minn smekk. Í fyrsta lagi. Um það leyti sem Carlos krónprins var sviptur heitkonu sinni Elísabetu prinsessu frá París líktist hann lítið því reffilega og myndarlega karlmenni sem Jóhann Friðgeir Valdimarsson túlkar á sviði Hörpu. Hann var 14 ára gamall, rindilslegur, bæklaður á fæti með herðakistil, veiklulegur allur og fölleitur og með ferlegan neðri kjálka sem skyggði á allt andlit hans að öðru leyti. Svo ofvaxinn og úrsérgenginn var kjálkinn að Carlos átti erfitt með mál – og hefði bara af þeirri ástæðu ekki getað sungið hina tilkomumiklu dúetta Verdis með Elísabetu. Þessi mikli kjálki var reyndar ættareinkenni fjölskyldunnar sem Carlos tilheyrði en það var Habsborgaraættin sem um tíma var grasserandi um allar hirðir Evrópu og réði ekki síst málum í Austurríki og á Spáni.Carlos krónprinsHabsborgararnir voru stórmerkileg ætt, og ekki síst vegna ótrúlegrar „innræktunar“ sem ættin stundaði. Til þess að halda sem mestum völdum innan fjölskyldunnar voru náin skyldmenni oftar en ekki látin giftast, og Carlos prins var frábært dæmi um það. Móðuramma hans og föðurafi voru systkini. Móðurafi hans og föðuramma voru líka systkini. Tvær af langömmum hans voru systur. Hann átti aðeins fjóra langömmur og langafa en ekki átta eins og aðrir, og foreldrar hans (Filippus kóngur og María kóngsdóttir frá Portúgal) voru jafn skyld og ef þau hefðu verið hálfsystkini. Ekki nóg með þetta, Carlos átti bara sex langalangafa og –ömmur en ekki sextán, eins og tíðast er.Vondur maður reis af sænginni Svona innræktun er alsiða í ræktun dýra, þegar menn leitast við að þróa einhverja sérstaka eiginleika eða hæfileika hjá vissri dýrategund. Gallinn við innræktun Habsborgaranna var sá að þetta góða fólk hafði enga sérstaka hæfileika. Þeir voru að minnsta kosti fljótir að hverfa þegar gallar innræktunarinnar urðu æ ljósari. Það er ekki tilviljun að í aldanna rás hefur þróast með manninum djúp andúð á of nánu samneyti skyldmenna, og það voru ekki fyrirskipanir frá siðprúðum guðum sem voru að baki banni við sifjaspellum. Reynslan kenndi forfeðrum okkar og formæðrum einfaldlega að slíkt endaði með ósköpum, og sú vitneskja smeygði sér inn í gen okkar og varð að skömm á of nánum kynnum. Nema hvað í tilfelli Habsborgaranna varð hvötin til að halda völdum í ættinni yfirsterkari vitneskjunni um hvernig innræktun hlyti að enda. Og því fór sem fór og Habsborgarakjálkinn varð til en hann var svo ógnarstór í sumum ættliðum að til dæmis Karl V., afi Carlosar prins, gat ekki tuggið matinn sinn sjálfur og sat aldrei til borðs með öðru fólki. Sú var ekki raunin um Carlos prins þótt kjálkastór væri, en í honum var innræktunin þó augljós og samt ennþá greinilegri í andlegri lægð hans en heldur óhefðbundnu útlitinu. Carlos sýndi ekki merki um neina hæfileika, né heldur virtist hann hafa áhuga á neinu, nema þá helst því að verða herforingi, en öllum bar saman um að til þess hefði hann hvorki líkamsburði né herstjórnarhæfileika. Ekki bætti úr skák fyrir Carlos að þegar hann var 16 ára datt hann niður stiga og stórslasaðist á höfði. Höfuðið blés út og var Carlosi ekki hugað líf um langa hríð. Ekkert virtist geta geta kveikt í honum líf að nýju, ekki einu sinni þegar 100 ára gömul bein af gömlum munki voru lögð í sóttarsæng hans og klæðisbútur sá sem beinin höfðu verið vafin í lagður á enni hans. Að lokum gerði ítalskur læknir gat á höfuðkúpu hans og sjatnaði þá bólgan, svo hann fékk aftur nokkurn veginn eðlilegt útlit sitt, en hafði hins vegar greinilega orðið fyrir umtalsverðum heilaskaða. Því sá Don Carlos sem hafði hrapað niður stigann heldur tregur og daufur en þó vænsta skinn að flestu leyti, hann reis nú aftur af sænginni sem vondur maður. Það voru hans sorglegu örlög. Ekki er pláss til að telja hér upp öll illvirki Carlosar prins næstu árin. Hann gerðist óútreiknanlegur í skapi og illskeyttur, flæktist um götur með hópi óprúttinna félaga úr strætinu og veittist að karlmönnum en leitaði á konur; þetta er maðurinn sem Jóhann Friðgeir leikur og syngur í Hörpu! Einu sinni tók hann upp á því að panta sér ógnarstór stígvél svo hann gæti falið þar skammbyssur sem hann vildi nota til að ógna fólki með, en þegar Filippus faðir hans skipaði skósmiðnum að minnka stígvélin svo ekki væri pláss fyrir skotvopnin þá lét Carlos þokkapilta sína góma skósmiðinn og svo neyddu þeir hann til að éta stígvélin.ElísabetÞannig liðu nokkur ár, Carlos varð sífellt villtari og grimmari. Hann vildi fá að stýra her Spánar í Niðurlöndum, en faðir hans treysti honum ekki til þess, og þá mun Carlos hafa komið sér í eitthvert samband við niðurlenska uppreisnarmenn, en hann hafði þó enga samúð með málstað þeirra eða kröfum um frelsi – hann vildi bara skaprauna föður sínum og eyðileggja fyrir honum. Að lokum hóf Carlos ráðabrugg um að ráða kónginn pabba sinn af dögum, og þá var Filippusi nóg boðið. Hann mætti sjálfur á staðinn til að stýra handtöku sonar síns, og Carlos var lokaður inni í einu herbergi í höllinni og múrað fyrir glugga svo ekki væri hætta á að hann henti sér út – en hann marghótaði að svipta sig lífi. Þá var andlegt ástand Carlosar orðið afar bágborið og hann dó loksins 23 ára eftir hálfs árs fangavist. Ekki vinsæll meðal alþýðunnar Skömmu eftir að Carlos dó, þá andaðist líka Elísabet fyrrum heitkona hans en síðar stjúpmóðir. Vegna þess hve skammt var á milli þeirra urðu með tímanum til sögur um að andlát þeirra tengdust og líklega hefði Filippus látið drepa þau bæði, af því hann hefði komist að eldheitri ást sem ríkt hefði millum þeirra. En sú ást var engin, og Elísabet dó bara af völdum mistaka lækna sinna sem klúðruðu lítilsháttar flensu. Þannig var nú það. Engum var þessi sorglegi innræktaði vesalingur harmdauði, nema hinum subbulegustu af kumpánum hans, það er til dæmis bull úr Schiller og Verdi að hann hafi verið vinsæll með alþýðu manna. En Verdi kaus sem sé að klastra saman úr þessari raunverulegu harmsögu heldur fyrirsjáanlegt melódrama – nema víst með ansi tilkomumikilli músík!
Flækjusaga Menning Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira