Sprenging í tónleikahaldi Íslendinga í útlöndum Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. nóvember 2014 07:00 Sigtryggur Baldursson segir að búið sé að bjóða sextán íslenskum tónlistarmönnum að taka þátt í Eurosonic-hátíðinni 2015. fréttablaðið/Andri Marínó Stærsta breytingin á tekjumódelum tónlistarmanna síðustu árin er það að með minnkandi diskasölu er meiri áhersla á tónleikahald, segir Sigtryggur Baldursson hjá Útón, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Sigtryggur segir að þetta sé hluti af þeirri ástæðu að sprenging hefur orðið í tónleikahaldi íslenskra tónlistarmanna á erlendri grundu. „Menn þurfa bara að komast út að spila,“ segir hann. Íslenskir tónlistarmenn hafi tekið þátt í þeirri þróun eins og aðrir. Sigtryggur tók þátt í umræðufundi um fjármál í íslenskri tónlist á vegum VÍB, eignastýringaþjónustu Íslandsbanka, í gær. Hann segir í samtali við Fréttablaðið að íslenskir tónlistarmenn taki sífellt meiri þátt í tónleikahaldi erlendis. En víða í öðrum löndum hafi menn einnig orðið varir við hið sama. „Aukningin hefur kannski verið sérstaklega áberandi hérna af því að þetta er svo lítill markaður og þetta er ákveðin vinna sem er að skila sér,“ segir hann. Hann segir að margir aðilar hafi komið að tengslamyndunarvinnu og markaðssetningarvinnu sem sé farin að skila sér. Iceland Airwaves er gott dæmi. Útón líka og svo geirinn sjálfur,“ segir Sigtryggur. Til dæmis um aukinn áhuga á íslenskri tónlist bendir Sigtryggur á að Ísland sé fókusland á Eurosonic-hátíðinni 2015. Hún verður haldin í Hollandi. „Það voru yfir 70 íslenskir listamenn sem sóttu um fyrir fyrsta september og það er nú þegar búið að bjóða sextán íslenskum listamönnum þarna inn,“ segir Sigtryggur. Sigtryggur segir að það sem skorti hér á Íslandi einna helst séu innviðir til þess að hægt sé að reka tónlistariðnaðinn út frá viðskiptalegum forsendum héðan frá Íslandi. Þetta þurfi að gera með því að bæta viðskiptastjórn tónlistarmannanna. Útón sé í mjög virku sambandi við Maríu Rut Reynisdóttur, sem er meðal annars umboðsmaður Ásgeirs Trausta tónlistarmanns. Henni hafi gengið vel í viðskiptastjórninni. „Ólafur Arnalds er dæmi um „self-management“ sem er að virka vel,“ segir Sigtryggur. Þá bendir hann á að Sykurmolarnir hafi stjórnað sínum eigin málum fyrir 25 árum og það hafi gengið vel. Sigtryggur var einmitt sjálfur trommuleikari í Sykurmolunum „En við vorum að vinna með mjög góðu fólki í Englandi,“ segir Sigtryggur. Tónlistarmennirnir þurfi alltaf að vinna með sterkum viðskiptaaðilum. Sigtryggur segir að Útón hafi unnið markvisst að því að efla viðskiptastjórn, meðal annars með fræðslufundum hér á landi. Airwaves Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Stærsta breytingin á tekjumódelum tónlistarmanna síðustu árin er það að með minnkandi diskasölu er meiri áhersla á tónleikahald, segir Sigtryggur Baldursson hjá Útón, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Sigtryggur segir að þetta sé hluti af þeirri ástæðu að sprenging hefur orðið í tónleikahaldi íslenskra tónlistarmanna á erlendri grundu. „Menn þurfa bara að komast út að spila,“ segir hann. Íslenskir tónlistarmenn hafi tekið þátt í þeirri þróun eins og aðrir. Sigtryggur tók þátt í umræðufundi um fjármál í íslenskri tónlist á vegum VÍB, eignastýringaþjónustu Íslandsbanka, í gær. Hann segir í samtali við Fréttablaðið að íslenskir tónlistarmenn taki sífellt meiri þátt í tónleikahaldi erlendis. En víða í öðrum löndum hafi menn einnig orðið varir við hið sama. „Aukningin hefur kannski verið sérstaklega áberandi hérna af því að þetta er svo lítill markaður og þetta er ákveðin vinna sem er að skila sér,“ segir hann. Hann segir að margir aðilar hafi komið að tengslamyndunarvinnu og markaðssetningarvinnu sem sé farin að skila sér. Iceland Airwaves er gott dæmi. Útón líka og svo geirinn sjálfur,“ segir Sigtryggur. Til dæmis um aukinn áhuga á íslenskri tónlist bendir Sigtryggur á að Ísland sé fókusland á Eurosonic-hátíðinni 2015. Hún verður haldin í Hollandi. „Það voru yfir 70 íslenskir listamenn sem sóttu um fyrir fyrsta september og það er nú þegar búið að bjóða sextán íslenskum listamönnum þarna inn,“ segir Sigtryggur. Sigtryggur segir að það sem skorti hér á Íslandi einna helst séu innviðir til þess að hægt sé að reka tónlistariðnaðinn út frá viðskiptalegum forsendum héðan frá Íslandi. Þetta þurfi að gera með því að bæta viðskiptastjórn tónlistarmannanna. Útón sé í mjög virku sambandi við Maríu Rut Reynisdóttur, sem er meðal annars umboðsmaður Ásgeirs Trausta tónlistarmanns. Henni hafi gengið vel í viðskiptastjórninni. „Ólafur Arnalds er dæmi um „self-management“ sem er að virka vel,“ segir Sigtryggur. Þá bendir hann á að Sykurmolarnir hafi stjórnað sínum eigin málum fyrir 25 árum og það hafi gengið vel. Sigtryggur var einmitt sjálfur trommuleikari í Sykurmolunum „En við vorum að vinna með mjög góðu fólki í Englandi,“ segir Sigtryggur. Tónlistarmennirnir þurfi alltaf að vinna með sterkum viðskiptaaðilum. Sigtryggur segir að Útón hafi unnið markvisst að því að efla viðskiptastjórn, meðal annars með fræðslufundum hér á landi.
Airwaves Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira