Sprenging í tónleikahaldi Íslendinga í útlöndum Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. nóvember 2014 07:00 Sigtryggur Baldursson segir að búið sé að bjóða sextán íslenskum tónlistarmönnum að taka þátt í Eurosonic-hátíðinni 2015. fréttablaðið/Andri Marínó Stærsta breytingin á tekjumódelum tónlistarmanna síðustu árin er það að með minnkandi diskasölu er meiri áhersla á tónleikahald, segir Sigtryggur Baldursson hjá Útón, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Sigtryggur segir að þetta sé hluti af þeirri ástæðu að sprenging hefur orðið í tónleikahaldi íslenskra tónlistarmanna á erlendri grundu. „Menn þurfa bara að komast út að spila,“ segir hann. Íslenskir tónlistarmenn hafi tekið þátt í þeirri þróun eins og aðrir. Sigtryggur tók þátt í umræðufundi um fjármál í íslenskri tónlist á vegum VÍB, eignastýringaþjónustu Íslandsbanka, í gær. Hann segir í samtali við Fréttablaðið að íslenskir tónlistarmenn taki sífellt meiri þátt í tónleikahaldi erlendis. En víða í öðrum löndum hafi menn einnig orðið varir við hið sama. „Aukningin hefur kannski verið sérstaklega áberandi hérna af því að þetta er svo lítill markaður og þetta er ákveðin vinna sem er að skila sér,“ segir hann. Hann segir að margir aðilar hafi komið að tengslamyndunarvinnu og markaðssetningarvinnu sem sé farin að skila sér. Iceland Airwaves er gott dæmi. Útón líka og svo geirinn sjálfur,“ segir Sigtryggur. Til dæmis um aukinn áhuga á íslenskri tónlist bendir Sigtryggur á að Ísland sé fókusland á Eurosonic-hátíðinni 2015. Hún verður haldin í Hollandi. „Það voru yfir 70 íslenskir listamenn sem sóttu um fyrir fyrsta september og það er nú þegar búið að bjóða sextán íslenskum listamönnum þarna inn,“ segir Sigtryggur. Sigtryggur segir að það sem skorti hér á Íslandi einna helst séu innviðir til þess að hægt sé að reka tónlistariðnaðinn út frá viðskiptalegum forsendum héðan frá Íslandi. Þetta þurfi að gera með því að bæta viðskiptastjórn tónlistarmannanna. Útón sé í mjög virku sambandi við Maríu Rut Reynisdóttur, sem er meðal annars umboðsmaður Ásgeirs Trausta tónlistarmanns. Henni hafi gengið vel í viðskiptastjórninni. „Ólafur Arnalds er dæmi um „self-management“ sem er að virka vel,“ segir Sigtryggur. Þá bendir hann á að Sykurmolarnir hafi stjórnað sínum eigin málum fyrir 25 árum og það hafi gengið vel. Sigtryggur var einmitt sjálfur trommuleikari í Sykurmolunum „En við vorum að vinna með mjög góðu fólki í Englandi,“ segir Sigtryggur. Tónlistarmennirnir þurfi alltaf að vinna með sterkum viðskiptaaðilum. Sigtryggur segir að Útón hafi unnið markvisst að því að efla viðskiptastjórn, meðal annars með fræðslufundum hér á landi. Airwaves Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Stærsta breytingin á tekjumódelum tónlistarmanna síðustu árin er það að með minnkandi diskasölu er meiri áhersla á tónleikahald, segir Sigtryggur Baldursson hjá Útón, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Sigtryggur segir að þetta sé hluti af þeirri ástæðu að sprenging hefur orðið í tónleikahaldi íslenskra tónlistarmanna á erlendri grundu. „Menn þurfa bara að komast út að spila,“ segir hann. Íslenskir tónlistarmenn hafi tekið þátt í þeirri þróun eins og aðrir. Sigtryggur tók þátt í umræðufundi um fjármál í íslenskri tónlist á vegum VÍB, eignastýringaþjónustu Íslandsbanka, í gær. Hann segir í samtali við Fréttablaðið að íslenskir tónlistarmenn taki sífellt meiri þátt í tónleikahaldi erlendis. En víða í öðrum löndum hafi menn einnig orðið varir við hið sama. „Aukningin hefur kannski verið sérstaklega áberandi hérna af því að þetta er svo lítill markaður og þetta er ákveðin vinna sem er að skila sér,“ segir hann. Hann segir að margir aðilar hafi komið að tengslamyndunarvinnu og markaðssetningarvinnu sem sé farin að skila sér. Iceland Airwaves er gott dæmi. Útón líka og svo geirinn sjálfur,“ segir Sigtryggur. Til dæmis um aukinn áhuga á íslenskri tónlist bendir Sigtryggur á að Ísland sé fókusland á Eurosonic-hátíðinni 2015. Hún verður haldin í Hollandi. „Það voru yfir 70 íslenskir listamenn sem sóttu um fyrir fyrsta september og það er nú þegar búið að bjóða sextán íslenskum listamönnum þarna inn,“ segir Sigtryggur. Sigtryggur segir að það sem skorti hér á Íslandi einna helst séu innviðir til þess að hægt sé að reka tónlistariðnaðinn út frá viðskiptalegum forsendum héðan frá Íslandi. Þetta þurfi að gera með því að bæta viðskiptastjórn tónlistarmannanna. Útón sé í mjög virku sambandi við Maríu Rut Reynisdóttur, sem er meðal annars umboðsmaður Ásgeirs Trausta tónlistarmanns. Henni hafi gengið vel í viðskiptastjórninni. „Ólafur Arnalds er dæmi um „self-management“ sem er að virka vel,“ segir Sigtryggur. Þá bendir hann á að Sykurmolarnir hafi stjórnað sínum eigin málum fyrir 25 árum og það hafi gengið vel. Sigtryggur var einmitt sjálfur trommuleikari í Sykurmolunum „En við vorum að vinna með mjög góðu fólki í Englandi,“ segir Sigtryggur. Tónlistarmennirnir þurfi alltaf að vinna með sterkum viðskiptaaðilum. Sigtryggur segir að Útón hafi unnið markvisst að því að efla viðskiptastjórn, meðal annars með fræðslufundum hér á landi.
Airwaves Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira