Engin leið að komast á hjólastól út í Viðey Viktoría Hermannsdóttir skrifar 7. nóvember 2014 07:00 Guðjón og Arnar komast ekki í Viðey því aðgengi fyrir hjólastóla er slæmt. Fréttablaðið/GVA „Þetta er gott dæmi um útilokun okkar úr samfélaginu,“ segir Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins. Afar erfitt er að komast til Viðeyjar í hjólastólum. Þeir sem eru í þyngri hjólastólum komast ekki út í eyna. „Reykjavíkurborg stendur fyrir alls konar viðburðum þarna sem okkur í hjólastól er útilokað að sækja. Höfuðborgin er að útiloka hjólastólanotendur frá heimsókn á þennan sögufræga stað og það er skítt,“ segir Guðjón. Arnar Helgi Lárusson, formaður SEM samtakanna, og Guðjón segja aðstöðuna til skammar. „Það fór ægilega í taugarnar á mér þegar Yoko Ono bauð öllum nema okkur hjólastólafólki út í Viðey þegar hún tendraði friðarsúluna. Það var engin leið fyrir okkur sem erum í hjólastólum að komast þangað,“ segir Guðjón. „Aðgengið er alls ekki nógu gott en við höfum hjálpað þeim sem hægt er að hjálpa í hjólastólum út í eyju,“ segir Guðlaugur Ottesen Karlsson ferjumaður hjá Eldingu. Þótt vilji sé til að bæta aðstöðuna sé það dýrt. „Við förum ekki í að breyta bátunum okkar fyrir mörg hundruð þúsund fyrr en það er búið að breyta aðstæðum á bryggjunni og í eyjunni sjálfri.“ Guðjón segist margoft hafa bent á ódýrari og auðveldari lausnir. „Til dæmis væri hægt að setja hvíldarpall í stigann niður á bryggjuna og minnka hallann. Síðan gera ferjuna aðgengilegri með rampi. Það má örugglega leysa margt í Viðey með römpum í stað stiga.“ Að sögn Gísla Gíslasonar hafnarstjóra er ekki von á því að aðstaðan í Viðey verði bætt í nánustu framtíð. Leiðir til þess séu of kostnaðarsamar og erfiðar. „Það er fjárhagslega óraunhæft eins og sakir standa. Aðstaðan í lendingunni út í Viðey er mjög erfið og hreyfihamlaðir þurfa á aðstoð að halda til þess að komast í land. Það eru ekki aðstæður í Viðey til þess að setja upp fastan búnað sem þýddi að rafmagnshjólastólar gætu ekki farið frá borði aðstoðarlaust,“ segir hafnarstjórinn. Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Sjá meira
„Þetta er gott dæmi um útilokun okkar úr samfélaginu,“ segir Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins. Afar erfitt er að komast til Viðeyjar í hjólastólum. Þeir sem eru í þyngri hjólastólum komast ekki út í eyna. „Reykjavíkurborg stendur fyrir alls konar viðburðum þarna sem okkur í hjólastól er útilokað að sækja. Höfuðborgin er að útiloka hjólastólanotendur frá heimsókn á þennan sögufræga stað og það er skítt,“ segir Guðjón. Arnar Helgi Lárusson, formaður SEM samtakanna, og Guðjón segja aðstöðuna til skammar. „Það fór ægilega í taugarnar á mér þegar Yoko Ono bauð öllum nema okkur hjólastólafólki út í Viðey þegar hún tendraði friðarsúluna. Það var engin leið fyrir okkur sem erum í hjólastólum að komast þangað,“ segir Guðjón. „Aðgengið er alls ekki nógu gott en við höfum hjálpað þeim sem hægt er að hjálpa í hjólastólum út í eyju,“ segir Guðlaugur Ottesen Karlsson ferjumaður hjá Eldingu. Þótt vilji sé til að bæta aðstöðuna sé það dýrt. „Við förum ekki í að breyta bátunum okkar fyrir mörg hundruð þúsund fyrr en það er búið að breyta aðstæðum á bryggjunni og í eyjunni sjálfri.“ Guðjón segist margoft hafa bent á ódýrari og auðveldari lausnir. „Til dæmis væri hægt að setja hvíldarpall í stigann niður á bryggjuna og minnka hallann. Síðan gera ferjuna aðgengilegri með rampi. Það má örugglega leysa margt í Viðey með römpum í stað stiga.“ Að sögn Gísla Gíslasonar hafnarstjóra er ekki von á því að aðstaðan í Viðey verði bætt í nánustu framtíð. Leiðir til þess séu of kostnaðarsamar og erfiðar. „Það er fjárhagslega óraunhæft eins og sakir standa. Aðstaðan í lendingunni út í Viðey er mjög erfið og hreyfihamlaðir þurfa á aðstoð að halda til þess að komast í land. Það eru ekki aðstæður í Viðey til þess að setja upp fastan búnað sem þýddi að rafmagnshjólastólar gætu ekki farið frá borði aðstoðarlaust,“ segir hafnarstjórinn.
Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Sjá meira