Engin leið að komast á hjólastól út í Viðey Viktoría Hermannsdóttir skrifar 7. nóvember 2014 07:00 Guðjón og Arnar komast ekki í Viðey því aðgengi fyrir hjólastóla er slæmt. Fréttablaðið/GVA „Þetta er gott dæmi um útilokun okkar úr samfélaginu,“ segir Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins. Afar erfitt er að komast til Viðeyjar í hjólastólum. Þeir sem eru í þyngri hjólastólum komast ekki út í eyna. „Reykjavíkurborg stendur fyrir alls konar viðburðum þarna sem okkur í hjólastól er útilokað að sækja. Höfuðborgin er að útiloka hjólastólanotendur frá heimsókn á þennan sögufræga stað og það er skítt,“ segir Guðjón. Arnar Helgi Lárusson, formaður SEM samtakanna, og Guðjón segja aðstöðuna til skammar. „Það fór ægilega í taugarnar á mér þegar Yoko Ono bauð öllum nema okkur hjólastólafólki út í Viðey þegar hún tendraði friðarsúluna. Það var engin leið fyrir okkur sem erum í hjólastólum að komast þangað,“ segir Guðjón. „Aðgengið er alls ekki nógu gott en við höfum hjálpað þeim sem hægt er að hjálpa í hjólastólum út í eyju,“ segir Guðlaugur Ottesen Karlsson ferjumaður hjá Eldingu. Þótt vilji sé til að bæta aðstöðuna sé það dýrt. „Við förum ekki í að breyta bátunum okkar fyrir mörg hundruð þúsund fyrr en það er búið að breyta aðstæðum á bryggjunni og í eyjunni sjálfri.“ Guðjón segist margoft hafa bent á ódýrari og auðveldari lausnir. „Til dæmis væri hægt að setja hvíldarpall í stigann niður á bryggjuna og minnka hallann. Síðan gera ferjuna aðgengilegri með rampi. Það má örugglega leysa margt í Viðey með römpum í stað stiga.“ Að sögn Gísla Gíslasonar hafnarstjóra er ekki von á því að aðstaðan í Viðey verði bætt í nánustu framtíð. Leiðir til þess séu of kostnaðarsamar og erfiðar. „Það er fjárhagslega óraunhæft eins og sakir standa. Aðstaðan í lendingunni út í Viðey er mjög erfið og hreyfihamlaðir þurfa á aðstoð að halda til þess að komast í land. Það eru ekki aðstæður í Viðey til þess að setja upp fastan búnað sem þýddi að rafmagnshjólastólar gætu ekki farið frá borði aðstoðarlaust,“ segir hafnarstjórinn. Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Sjá meira
„Þetta er gott dæmi um útilokun okkar úr samfélaginu,“ segir Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins. Afar erfitt er að komast til Viðeyjar í hjólastólum. Þeir sem eru í þyngri hjólastólum komast ekki út í eyna. „Reykjavíkurborg stendur fyrir alls konar viðburðum þarna sem okkur í hjólastól er útilokað að sækja. Höfuðborgin er að útiloka hjólastólanotendur frá heimsókn á þennan sögufræga stað og það er skítt,“ segir Guðjón. Arnar Helgi Lárusson, formaður SEM samtakanna, og Guðjón segja aðstöðuna til skammar. „Það fór ægilega í taugarnar á mér þegar Yoko Ono bauð öllum nema okkur hjólastólafólki út í Viðey þegar hún tendraði friðarsúluna. Það var engin leið fyrir okkur sem erum í hjólastólum að komast þangað,“ segir Guðjón. „Aðgengið er alls ekki nógu gott en við höfum hjálpað þeim sem hægt er að hjálpa í hjólastólum út í eyju,“ segir Guðlaugur Ottesen Karlsson ferjumaður hjá Eldingu. Þótt vilji sé til að bæta aðstöðuna sé það dýrt. „Við förum ekki í að breyta bátunum okkar fyrir mörg hundruð þúsund fyrr en það er búið að breyta aðstæðum á bryggjunni og í eyjunni sjálfri.“ Guðjón segist margoft hafa bent á ódýrari og auðveldari lausnir. „Til dæmis væri hægt að setja hvíldarpall í stigann niður á bryggjuna og minnka hallann. Síðan gera ferjuna aðgengilegri með rampi. Það má örugglega leysa margt í Viðey með römpum í stað stiga.“ Að sögn Gísla Gíslasonar hafnarstjóra er ekki von á því að aðstaðan í Viðey verði bætt í nánustu framtíð. Leiðir til þess séu of kostnaðarsamar og erfiðar. „Það er fjárhagslega óraunhæft eins og sakir standa. Aðstaðan í lendingunni út í Viðey er mjög erfið og hreyfihamlaðir þurfa á aðstoð að halda til þess að komast í land. Það eru ekki aðstæður í Viðey til þess að setja upp fastan búnað sem þýddi að rafmagnshjólastólar gætu ekki farið frá borði aðstoðarlaust,“ segir hafnarstjórinn.
Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Sjá meira