Þegar ég fríkaði út í ljósabekk Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 7. nóvember 2014 10:00 Ég fór í ljós í gær. Í fyrsta sinn í mörg, mörg, mörg ár. Er ég lét marinera mig í unaðslegum flúorperunum rifjaðist upp fyrir mér fyrsta skiptið sem ég fór í ljós. Það var fermingarárið mitt 1996. Þá lét móðir mín undan þrýstingi og keypti handa mér fimm tíma ljósakort. Það var nefnilega mjög mikilvægt að fara í nokkra ljósatíma fyrir fermingu. Gríðarlegt stöðutákn í Breiðholtinu. Ég gleymi aldrei fyrsta tímanum. Ég fór með systur minni. Var að deyja úr spenningi. Var að verða að konu, að mér fannst. Ég klæddi mig samviskusamlega úr og lagðist upp í ælubrúnan ljósabekkinn. Svo þurfti ég að teygja mig í efri partinn af honum og loka honum svo ég yrði nú örugglega tönuð í drasl í skjannahvíta fermingarkyrtlinum. Þá fríkaði ég út. Slík óhljóð bárust úr bekknum að ég hélt að nú myndi ég deyja. Bekkurinn myndi kremja úr mér allt líf og síðan springa. Glerbrot út um allt. Innyfli mín klesst upp um alla veggi. Ég öskraði og gólaði úr mér líftóruna þar til systir mín kom og lyfti lokinu af ljósabekknum. Fullvissaði mig um að allt væri í lagi. Ég grenjaði allan tímann en nota bene – ég kláraði tímann. Bara með lokið uppi. Og lét systur mína síðan sverja þess eið að hún myndi ekki segja nokkrum manni frá þessu. Ég var svo skelkuð þegar ég kom heim en ég skyldi hundur heita ef ég myndi ekki nýta þessa fimm tíma sem móðir mín gaf mér eftir mörg gelgjuköstin. Ég skyldi fara í þessa ljósatíma. Ég vissi ekki nákvæmlega af hverju það var svona mikilvægt en það skyldi ég gera. Svo skyldi ég fara í strípur daginn eftir fermingu. Þrílitar. Gylltar, ljósar og rauðar. Í minningunni var mikil pressa að vera unglingur og „þurfa“ að eiga hitt og þetta. Í dag væri ég ótrúlega sátt við ef mitt stærsta vandamál væri að þegja yfir því að ég hefði orðið hrædd í ljósabekk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir Skoðun
Ég fór í ljós í gær. Í fyrsta sinn í mörg, mörg, mörg ár. Er ég lét marinera mig í unaðslegum flúorperunum rifjaðist upp fyrir mér fyrsta skiptið sem ég fór í ljós. Það var fermingarárið mitt 1996. Þá lét móðir mín undan þrýstingi og keypti handa mér fimm tíma ljósakort. Það var nefnilega mjög mikilvægt að fara í nokkra ljósatíma fyrir fermingu. Gríðarlegt stöðutákn í Breiðholtinu. Ég gleymi aldrei fyrsta tímanum. Ég fór með systur minni. Var að deyja úr spenningi. Var að verða að konu, að mér fannst. Ég klæddi mig samviskusamlega úr og lagðist upp í ælubrúnan ljósabekkinn. Svo þurfti ég að teygja mig í efri partinn af honum og loka honum svo ég yrði nú örugglega tönuð í drasl í skjannahvíta fermingarkyrtlinum. Þá fríkaði ég út. Slík óhljóð bárust úr bekknum að ég hélt að nú myndi ég deyja. Bekkurinn myndi kremja úr mér allt líf og síðan springa. Glerbrot út um allt. Innyfli mín klesst upp um alla veggi. Ég öskraði og gólaði úr mér líftóruna þar til systir mín kom og lyfti lokinu af ljósabekknum. Fullvissaði mig um að allt væri í lagi. Ég grenjaði allan tímann en nota bene – ég kláraði tímann. Bara með lokið uppi. Og lét systur mína síðan sverja þess eið að hún myndi ekki segja nokkrum manni frá þessu. Ég var svo skelkuð þegar ég kom heim en ég skyldi hundur heita ef ég myndi ekki nýta þessa fimm tíma sem móðir mín gaf mér eftir mörg gelgjuköstin. Ég skyldi fara í þessa ljósatíma. Ég vissi ekki nákvæmlega af hverju það var svona mikilvægt en það skyldi ég gera. Svo skyldi ég fara í strípur daginn eftir fermingu. Þrílitar. Gylltar, ljósar og rauðar. Í minningunni var mikil pressa að vera unglingur og „þurfa“ að eiga hitt og þetta. Í dag væri ég ótrúlega sátt við ef mitt stærsta vandamál væri að þegja yfir því að ég hefði orðið hrædd í ljósabekk.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun