Gögn sýna fram á rangar staðhæfingar Gísla Freys Bjarki Ármannsson og Jón Hákon Halldórsson skrifa 12. nóvember 2014 07:00 Gísli Freyr Valdórsson játaði að hafa lekið minnisblaðinu í lekamálinu í gær. Vísir/GVA Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, játaði sök í lekamálinu í gær. Gísli Freyr gengst við því að hafa látið fjölmiðlum í té upplýsingar um hælisleitandann Tony Omos í nóvember í fyrra. Gísli Freyr hefur hingað til haldið fram sakleysi í málinu. Hanna Birna greindi frá játningu Gísla Freys í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kynnti sækjandi ný gögn fyrir verjanda Gísla Freys í fyrradag, saksóknari telur þau sanna að Gísli Freyr hafi átt við hið umrædda minnisblað. Áður hafði Gísli Freyr haldið því fram að hann hafi einungis opnað skjalið og vistað en ekki átt við það. Aðspurður staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson sækjandi í málinu þetta.Stefán Karl Kristjánsson.Kom lögmanni Omos í opna skjöldu Tíðindin komu Stefáni Karli Kristjánssyni, lögmanni Omos, í opna skjöldu þegar Fréttablaðið leitaði viðbragða hjá honum í gær. „Eina sem ég get sagt er að ég er að heyra þetta á sama tíma og þið og eina sem ég hef gert er að láta Tony vita. Hvaða þýðingu þetta hefur verður bara að koma í ljós síðar. Það skýrist síðar,“ sagði Stefán Karl í samtali við Fréttablaðið. Á þessari stundu er alls óvíst hvaða áhrif játning Gísla hefur á pólitíska stöðu Hönnu Birnu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, svaraði ekki skilaboðum Fréttablaðsins í gær.Ragnheiður Ríkharðsdóttir.Ragnheiður Ríkharðsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir að þingflokksfundur verði haldinn í dag og hún geri ráð fyrir því að málið verði rætt á honum. „Ég hef ekki heyrt í ráðherra, við höfum bara fengið tilkynningu eins og aðrir. Þetta kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti þannig að maður er bara frekar áttavilltur í augnablikinu,“ sagði Ragnheiður þegar Fréttablaðið náði tali af henni. Hanna Birna sagði í yfirlýsingunni sem hún sendi fjölmiðlum að trúnaðarbrot Gísla Freys gagnvart sér, ráðuneytinu og almenningi öllum sé algjört og alvarlegt. „Gísli Freyr hefur ítrekað haldið fram sakleysi sínu, ekki aðeins gagnvart yfirvöldum og fjölmiðlum, heldur einnig gagnvart samstarfsfólki sínu og yfirmönnum í ráðuneytinu,“ sagði Hanna Birna í yfirlýsingu. Hún sagði að í framhaldi af játningu Gísla Freys hefði honum umsvifalaust verið vikið úr starfi í ráðuneytinu. Lekamálið Tengdar fréttir Birgitta kallar eftir afsögn Hönnu Birnu „Þetta breytir í raun ekki neinu nema að það er komið í ljós það sem maður vissi, að þetta skjal kom frá henni eða hennar nánasta starfsliði.“ 11. nóvember 2014 21:08 Gísli Freyr játaði lekann fyrir Hönnu Birnu Þetta segir ráðherra í tilkynningu til fjölmiðla. Gísla hefur verið vikið úr starfi. 11. nóvember 2014 18:02 Tilkynning Gísla Freys til fjölmiðla: „Get ekki lengur lifað í lygavef“ Gísli Freyr Valdórsson ítrekar að hann hafi ekki vitað að gjörðir hans væru ólöglegar. 11. nóvember 2014 22:15 Segist hafa játað samviskunnar vegna Gísli Freyr Valdórsson segir engan annan hafa vitað að hann stæði að baki leka úr innanríkisráðuneytinu. 11. nóvember 2014 20:15 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Fleiri fréttir Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira
Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, játaði sök í lekamálinu í gær. Gísli Freyr gengst við því að hafa látið fjölmiðlum í té upplýsingar um hælisleitandann Tony Omos í nóvember í fyrra. Gísli Freyr hefur hingað til haldið fram sakleysi í málinu. Hanna Birna greindi frá játningu Gísla Freys í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kynnti sækjandi ný gögn fyrir verjanda Gísla Freys í fyrradag, saksóknari telur þau sanna að Gísli Freyr hafi átt við hið umrædda minnisblað. Áður hafði Gísli Freyr haldið því fram að hann hafi einungis opnað skjalið og vistað en ekki átt við það. Aðspurður staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson sækjandi í málinu þetta.Stefán Karl Kristjánsson.Kom lögmanni Omos í opna skjöldu Tíðindin komu Stefáni Karli Kristjánssyni, lögmanni Omos, í opna skjöldu þegar Fréttablaðið leitaði viðbragða hjá honum í gær. „Eina sem ég get sagt er að ég er að heyra þetta á sama tíma og þið og eina sem ég hef gert er að láta Tony vita. Hvaða þýðingu þetta hefur verður bara að koma í ljós síðar. Það skýrist síðar,“ sagði Stefán Karl í samtali við Fréttablaðið. Á þessari stundu er alls óvíst hvaða áhrif játning Gísla hefur á pólitíska stöðu Hönnu Birnu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, svaraði ekki skilaboðum Fréttablaðsins í gær.Ragnheiður Ríkharðsdóttir.Ragnheiður Ríkharðsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir að þingflokksfundur verði haldinn í dag og hún geri ráð fyrir því að málið verði rætt á honum. „Ég hef ekki heyrt í ráðherra, við höfum bara fengið tilkynningu eins og aðrir. Þetta kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti þannig að maður er bara frekar áttavilltur í augnablikinu,“ sagði Ragnheiður þegar Fréttablaðið náði tali af henni. Hanna Birna sagði í yfirlýsingunni sem hún sendi fjölmiðlum að trúnaðarbrot Gísla Freys gagnvart sér, ráðuneytinu og almenningi öllum sé algjört og alvarlegt. „Gísli Freyr hefur ítrekað haldið fram sakleysi sínu, ekki aðeins gagnvart yfirvöldum og fjölmiðlum, heldur einnig gagnvart samstarfsfólki sínu og yfirmönnum í ráðuneytinu,“ sagði Hanna Birna í yfirlýsingu. Hún sagði að í framhaldi af játningu Gísla Freys hefði honum umsvifalaust verið vikið úr starfi í ráðuneytinu.
Lekamálið Tengdar fréttir Birgitta kallar eftir afsögn Hönnu Birnu „Þetta breytir í raun ekki neinu nema að það er komið í ljós það sem maður vissi, að þetta skjal kom frá henni eða hennar nánasta starfsliði.“ 11. nóvember 2014 21:08 Gísli Freyr játaði lekann fyrir Hönnu Birnu Þetta segir ráðherra í tilkynningu til fjölmiðla. Gísla hefur verið vikið úr starfi. 11. nóvember 2014 18:02 Tilkynning Gísla Freys til fjölmiðla: „Get ekki lengur lifað í lygavef“ Gísli Freyr Valdórsson ítrekar að hann hafi ekki vitað að gjörðir hans væru ólöglegar. 11. nóvember 2014 22:15 Segist hafa játað samviskunnar vegna Gísli Freyr Valdórsson segir engan annan hafa vitað að hann stæði að baki leka úr innanríkisráðuneytinu. 11. nóvember 2014 20:15 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Fleiri fréttir Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira
Birgitta kallar eftir afsögn Hönnu Birnu „Þetta breytir í raun ekki neinu nema að það er komið í ljós það sem maður vissi, að þetta skjal kom frá henni eða hennar nánasta starfsliði.“ 11. nóvember 2014 21:08
Gísli Freyr játaði lekann fyrir Hönnu Birnu Þetta segir ráðherra í tilkynningu til fjölmiðla. Gísla hefur verið vikið úr starfi. 11. nóvember 2014 18:02
Tilkynning Gísla Freys til fjölmiðla: „Get ekki lengur lifað í lygavef“ Gísli Freyr Valdórsson ítrekar að hann hafi ekki vitað að gjörðir hans væru ólöglegar. 11. nóvember 2014 22:15
Segist hafa játað samviskunnar vegna Gísli Freyr Valdórsson segir engan annan hafa vitað að hann stæði að baki leka úr innanríkisráðuneytinu. 11. nóvember 2014 20:15