Jólabrandarar Grýla skrifar 1. desember 2006 08:00 Ho, ho, ho. Dómarinn var heldur pirraður þegar hann var kallaður til dóms á aðfangadag, og spurði sakborninginn harkalega: "Hvað ert þú ákærður fyrir?" "Fyrir að gera jólainnkaupin snemma." svaraði sakborningurinn. "Það er nú ekki refsivert," sagði dómarinn; "hversu snemma gerðir þú þau?" "Áður en búðirnar opnuðu!" Af hvaða þjóðerni er jólasveinnin? Norð-Pólskur!! Hvað færð þú ef þú mætir snjókarli sem er vampíra? Frostbit! Mamma má ég fá hund á jólunum!! Nei, elskan mín, við ætlum að hafa kalkún eins og allir aðrir. Læknir, kæknir!! Ég held alltaf að ég sé jólabjalla! Jæja, taktu þessar pillur og ef það virkar ekki, skaltu bara hringja!! Hvað er líkt með jólatré og lélegri saumamanneskju? Þau missa bæði nálarnar Tíu góðar ástæður til að halda jólin hátíðleg! 10. Efnahagur landsins þarfnast peninganna minna! 9. Ég elska jólasveina. 8. Tengdaforeldrarnir eru að fara erlendis, en ekki til mín! 7. Ég er ekki pólitískur! 6. Ég elska að versla, eða til vara, ég hata að versla, látum jólasveinanna gera það! 5. Mér finnst gott að borða. 4. Ég held að ég fái tölvu í jólagjöf. 3. Börnin eiga ekki nóg dót. 2. Mér líkar við engla, jafnvel börnin mín teljast með, en þín? 1. Ég elska Jesú, það er jú hann sem á afmæli, manstu! Að afloknu jólafríi var leikskólakennari að spyrja nemendur sína um það hvernig þeir hefðu haldið jólin hátíðleg. Þegar hún kom að Samma litla, en faðir hans átti leikfangabúð bæjarins, sagði hún: "Sammi, þar sem þú ert gyðingur, trúi ég að þið hafið ekki haldið jólin hátíðleg." En Sammi svaraði: "Ó, jú, kennari, við gerðum það! Við héldumst öll í hendur og dönsuðum í kringum búðarkassan og sungum; "Ó, sú náð að eiga Jesú": Lítill drengur kemur rennandi blautur og útataður í snjó inn í húsið. "Hvað kom fyrir þig?" spurði móðir hans. "Þessir íllkvitnu strákar hinu megin við götuna, komu og hentu í mig snjóboltum í allavegana tuttugu mínútur!" svaraði drengurinn. "Elskan mín" sagði móðir hans full samúðar, "af hverju komstu ekki inn og náðir í mig þegar þetta byrjaði?" Strákurinn setti hendur á mjaðmir sér, leit á hana og svaraði: "Til hvers hefði það verið, það vita allir að þú myndir ekki hitta kú með snóbolta, þó þú héldir í halann á henni!" Hin 5 ára gamla Solla hafði fengið tvær jólagjafir sem lét henni líða mjög fullorðislega. Frænka hennar hafði sent henni flösku af ilmvatni með ljúfum blómaangan og frændi hennar hafði sent henni "Mínu músar" armbandsúr sem "tikkaði" fremur hátt. Allan jóladag hafði hún angrað móður sína, föður, frænkur og frændur, bræður og systur og boðið þeim að ilma af ilmvatninu og hlusta á úrið. Að lokum var svo komið að foreldrar hennar þoldu ekki lengur við. Rétt fyrir mat á jóladag, sagði móðir Sollu við hana: "Amma þín og afi koma í mat í kvöld, þau eru of gömul til að þola þetta bull í þér! Ef þú svo mikið sem nefnir orðin ilmvatn eða armbandsúr, þá sendi ég þig beint í rúmið." Solla var eins góð og engill fyrstu 10 mínúturnar af matartímanum. Loks gat hún ekki á sér setið lengur. Hún kvíslaði að ömmu sinni, sem sat við hliðina á henni: "Ef þú heyrir eða finnur lykt af einhverju sniðugu í kvöld - þá er það ég!" Mamman hafði verið að segja litla syni sínum að hann væri búin að vera mjög óþægur þetta árið. "Hvað ekkert í skóinn!" grenjaði strákurinn. "Jæja" sagði mamman, "kannski ef þú skrifar Jesúbarninu bréf og segir honum að þér þyki það mjög leitt, þá gefur hann þér kannski eitthvað." Litli drengurinn fór inn í herbergið sitt og byrjaði á bréfinu. Hann byrjaði á að biðjast afsökunar og lofaði að vera góður í einhvern afmarkaðan tíma. Hvert bréfið á fætur öðru krummpaði hann svo saman, henti og breytti "vera góður" tímanum þannig að hann varð styttri og styttri. Að endingu gafst hann argur upp en fékk þá hugljómun! Hann hljóp inn í stofu þar sem var lítið líkan af fjárhúsinu í Betlehem, þar fjarlægði hann styttuna af Maríu og pakkaði henni varlega inn í sokk og kom henni svo vandlega fyrir ofan í skúffu hjá sér, loks náði hann sér í blað og blýant og byrjaði að skrifa: "Kæra Jesúbarn, ef þú vilt einhverntíma sjá móður þína aftur." Jólasveininn: Hver er munurinn á póstkassa og kengúru? Álfurinn: Ég gefst upp. Hvað? Jólasveininn: Ef þú veist það ekki, minntu mig á að láta þig aldrei fara með bréf í póst! Tommi: Við fáum fult af jólablómum í ár! Mamma: Af hverju segir þú það? Tommi: Af því að í fyrra gróðursetti ég fullt af jólakúlum! "Sjáðu mamma!" kallaði Danni litli, "Það er hreindýr í bakgarðinum!" Mamma Danna leit út um gluggann og sagði, "Heyrðu mig nú Danni, þú veist fullkomlega að þetta er hundurinn hans herra Jósefs." Nokkrum mínútum seinna kallaði Danni litli aftur upp, "Sjáðu mamma! Það er Jólasveininn!" Mamma Danna leit út um gluggan og svaraði nú ergilega, "Danni, þú VEIST að þetta er herra Jósef! Farðu nú inn í herbergið þitt og biddu til Guðs að fyrirgefa þér fyrir þessar lygar!" Leiður, fór Danni upp í herbergið sitt. Nokkrum mínútum seinna kom hann hlaupandi niður stigann og kallaði: "Sjáðu mamma! Það snjóar!" Mamma Danna varð verulega pirruð núna "Daníel! Þú VEIST að það er ekki að snjóa! Það er miður júlí! Farðu nú og biddu Guð að fyrirgefa þér lygarnar!" Þegar hún fylgdi syni sínum aftur upp, varð henni óvart litið út um gluggann - og það var satt! Það var í raun og veru snjókoma! "Ég trúi þessu ekki!" hrópaði hú upp yfir sig, "Það er í raun snjókoma í júlí!" Þá svaraði sonur hennar: "Ég veit! Þegar ég var að biðja til Guðs vegna herra Jósefs og hundsins hans, varð Guði litið á þá og hélt að það væru komin Jól!" Lítill drengur kom heim úr sunnudagaskólanum með nýtt sjónarhorn á jólasögunni. Hann hafði lært að vitringarnir þrír frá Austurlöndum hefðu fært Jesúbarninu gjafir. Hann var svo spenntur að hann varð að deila nýju vitneskjunni með foreldrum sínum: "Ég lærði í sunnudagaskólanum í dag allt um fyrstu jólin! Það var enginn jólasveinn þá, svo að þessi þrír horuðu á úlföldunum urðu að bera út allar gjafirnar! Og Rúdolf með rauða nefið sitt lýsandi var ekki heldur til svo að þeir urðu að hafa stórt ljós uppi í himninum svo að þeir gætu ratað." Ein þriggja ára hafði sitt að segja um jólamatinn: "Mér fanst kalkúninn ekki góður, ég borðaði, en mér líkaði þetta brauð jukk sem hann hafði étið!" Jólasveininn: Ég vildi óska að ég ætti nóga peninga til að kaupa átta hreindýr til viðbótar. Kona jólasveinsins: Hvað hefur þú að gera með átta fleiri hreindýr? Jólasveininn: Ég vil ekki átta fleiri hreindýr, -bara að eiga peninga fyrir þeim! Lítil sæt stúlka með krullur, klifraði upp í kjöltu jólasveinsins. Hendur hennar voru kreptar saman. Meðan hún pírði augun undir löngum augnahárunum á jólasveininn, spurði hún hann: "Er ég með litla mús í hendinni?" Hissa svaraði Sveinki: "Nei, ég held nú ekki." Hún lagði höfuðið augnablik upp að honum en rétti svo að honum aðra hendina með einhvað ósýnilegt milli þumafingurs og vísifingurs "Hérna haltu á þessu," sagði sú litta sæta. "Sjálfsagt," svaraði Jólasveininn og kom þessu ósýnilega fyrir í lófa sér. Sú stutta kíkti inn í hnefa sér og spurði; "Trúir þú því núna að ég sé með litla mús í hendinni?" Augabrúnir Sveinka risu í undrun. "Nei, ég er hræddur um ekki," svaraði hann. "Nú," sagði hún sætum rómi, "Afhverju heldur þú þá á úlpunni hans?" Jóla 5-aurabrandarar: Hvað kallar þú Jólasvein sem er með eyrnahlífar? Hvað sem þú villt, hann heyrir ekki í þér! Hvað eiga hreindýr sem önnur dýr eiga ekki? Hreindýrskálfa! Hvað kallar þú kjúkling á Norður-Pólnum? Villtan! Hvað er það sem er rautt og hvítt og fer upp og niður? Jólasveinn fastur í lyftu! Því var litli hjálparmaður jólasveinsins svo niðurdreginn? Hann hafði svo lítið álfsálit! Innsendir brandarar frá lesendum Vísis Árni fékk loforð frá jólasveininum: Ef þú verður stilltur í heilt ár þá máttu senda Jesúsi bréf og segja hvað þig langar í jólagjöf. Um jólin tekur Árni pappír og penna og byrjar svo að skrifa: Kæri Jesús. Mig langar rosalega mikið í fjallahjól í jólagjöf og útaf því að ég var svo stillturá árinu þá... en svo stoppar hann því hann veit að hann var ekkert of þægur á árinu. Hann hendir bréfinu í ruslið og byrjar á öðru: Góði Jesús, mig langar í fjallahjól í jólagjöf. Ég var svolítið óþægur.. Hann stoppar og segir við sjálfan sig að hann var ROSALEGA ÓÞÆGUR á árinu. Hann nennir ekki að skrifa meira og fær sér því göngutúr. Þegar hann er búinn að labba drjúgan spöl stendur hann hjá kirkjunni og ákveður að fara inn. Presturinn er að tala við kirkjuvörðinn en þá sér Árni litla styttu af Maríu Mey, grípur hana og hleypur út. Þegar heim er komið skrifar hann bréf: Kæri Jesús, Ég er með mömmu þína í fangelsi heima hjá mér. Ef þú gefur mér ekki fjallahjól þá fer illa fyrir henni, Virðingarfyllst Árni. Ragnheiður Inga Sigurgeirsdóttir, 11 ára Pabbinn við þriggja ára son sinn: "Nei, hreindýr eru ekki hestar með sjónvarpsloftnet..." Ísar Kári Arason Jól Krakkar Mest lesið Gaf foreldrum sínum hræðilega jólagjöf sem var fljótt látin hverfa Jól Jóladagatal Vísis: Reykjavíkurdætur negla All Out of Luck Jól Vinsæl jóladagatöl á Íslandi: Bjór, snyrtivörur, kaffi og lakkrís Jól Jólalag dagsins: Högni Egilsson flytur Yfir fannhvíta jörð Jól Súrmjólkurbúðingur: Óvænt sælkeratromp á jólum Jól Var fram á aðfangadag að vinna að jólakveðju fyrir Apple: „Þetta var svo geggjað draumaverkefni“ Jól Jólalag dagsins: Sigga Beinteins flytur Senn koma jólin Jól Hefðin er engin hefð Jól Mandarínu-möndlukökur: Sætt en sykurlaust jólagóðgæti Jól
Dómarinn var heldur pirraður þegar hann var kallaður til dóms á aðfangadag, og spurði sakborninginn harkalega: "Hvað ert þú ákærður fyrir?" "Fyrir að gera jólainnkaupin snemma." svaraði sakborningurinn. "Það er nú ekki refsivert," sagði dómarinn; "hversu snemma gerðir þú þau?" "Áður en búðirnar opnuðu!" Af hvaða þjóðerni er jólasveinnin? Norð-Pólskur!! Hvað færð þú ef þú mætir snjókarli sem er vampíra? Frostbit! Mamma má ég fá hund á jólunum!! Nei, elskan mín, við ætlum að hafa kalkún eins og allir aðrir. Læknir, kæknir!! Ég held alltaf að ég sé jólabjalla! Jæja, taktu þessar pillur og ef það virkar ekki, skaltu bara hringja!! Hvað er líkt með jólatré og lélegri saumamanneskju? Þau missa bæði nálarnar Tíu góðar ástæður til að halda jólin hátíðleg! 10. Efnahagur landsins þarfnast peninganna minna! 9. Ég elska jólasveina. 8. Tengdaforeldrarnir eru að fara erlendis, en ekki til mín! 7. Ég er ekki pólitískur! 6. Ég elska að versla, eða til vara, ég hata að versla, látum jólasveinanna gera það! 5. Mér finnst gott að borða. 4. Ég held að ég fái tölvu í jólagjöf. 3. Börnin eiga ekki nóg dót. 2. Mér líkar við engla, jafnvel börnin mín teljast með, en þín? 1. Ég elska Jesú, það er jú hann sem á afmæli, manstu! Að afloknu jólafríi var leikskólakennari að spyrja nemendur sína um það hvernig þeir hefðu haldið jólin hátíðleg. Þegar hún kom að Samma litla, en faðir hans átti leikfangabúð bæjarins, sagði hún: "Sammi, þar sem þú ert gyðingur, trúi ég að þið hafið ekki haldið jólin hátíðleg." En Sammi svaraði: "Ó, jú, kennari, við gerðum það! Við héldumst öll í hendur og dönsuðum í kringum búðarkassan og sungum; "Ó, sú náð að eiga Jesú": Lítill drengur kemur rennandi blautur og útataður í snjó inn í húsið. "Hvað kom fyrir þig?" spurði móðir hans. "Þessir íllkvitnu strákar hinu megin við götuna, komu og hentu í mig snjóboltum í allavegana tuttugu mínútur!" svaraði drengurinn. "Elskan mín" sagði móðir hans full samúðar, "af hverju komstu ekki inn og náðir í mig þegar þetta byrjaði?" Strákurinn setti hendur á mjaðmir sér, leit á hana og svaraði: "Til hvers hefði það verið, það vita allir að þú myndir ekki hitta kú með snóbolta, þó þú héldir í halann á henni!" Hin 5 ára gamla Solla hafði fengið tvær jólagjafir sem lét henni líða mjög fullorðislega. Frænka hennar hafði sent henni flösku af ilmvatni með ljúfum blómaangan og frændi hennar hafði sent henni "Mínu músar" armbandsúr sem "tikkaði" fremur hátt. Allan jóladag hafði hún angrað móður sína, föður, frænkur og frændur, bræður og systur og boðið þeim að ilma af ilmvatninu og hlusta á úrið. Að lokum var svo komið að foreldrar hennar þoldu ekki lengur við. Rétt fyrir mat á jóladag, sagði móðir Sollu við hana: "Amma þín og afi koma í mat í kvöld, þau eru of gömul til að þola þetta bull í þér! Ef þú svo mikið sem nefnir orðin ilmvatn eða armbandsúr, þá sendi ég þig beint í rúmið." Solla var eins góð og engill fyrstu 10 mínúturnar af matartímanum. Loks gat hún ekki á sér setið lengur. Hún kvíslaði að ömmu sinni, sem sat við hliðina á henni: "Ef þú heyrir eða finnur lykt af einhverju sniðugu í kvöld - þá er það ég!" Mamman hafði verið að segja litla syni sínum að hann væri búin að vera mjög óþægur þetta árið. "Hvað ekkert í skóinn!" grenjaði strákurinn. "Jæja" sagði mamman, "kannski ef þú skrifar Jesúbarninu bréf og segir honum að þér þyki það mjög leitt, þá gefur hann þér kannski eitthvað." Litli drengurinn fór inn í herbergið sitt og byrjaði á bréfinu. Hann byrjaði á að biðjast afsökunar og lofaði að vera góður í einhvern afmarkaðan tíma. Hvert bréfið á fætur öðru krummpaði hann svo saman, henti og breytti "vera góður" tímanum þannig að hann varð styttri og styttri. Að endingu gafst hann argur upp en fékk þá hugljómun! Hann hljóp inn í stofu þar sem var lítið líkan af fjárhúsinu í Betlehem, þar fjarlægði hann styttuna af Maríu og pakkaði henni varlega inn í sokk og kom henni svo vandlega fyrir ofan í skúffu hjá sér, loks náði hann sér í blað og blýant og byrjaði að skrifa: "Kæra Jesúbarn, ef þú vilt einhverntíma sjá móður þína aftur." Jólasveininn: Hver er munurinn á póstkassa og kengúru? Álfurinn: Ég gefst upp. Hvað? Jólasveininn: Ef þú veist það ekki, minntu mig á að láta þig aldrei fara með bréf í póst! Tommi: Við fáum fult af jólablómum í ár! Mamma: Af hverju segir þú það? Tommi: Af því að í fyrra gróðursetti ég fullt af jólakúlum! "Sjáðu mamma!" kallaði Danni litli, "Það er hreindýr í bakgarðinum!" Mamma Danna leit út um gluggann og sagði, "Heyrðu mig nú Danni, þú veist fullkomlega að þetta er hundurinn hans herra Jósefs." Nokkrum mínútum seinna kallaði Danni litli aftur upp, "Sjáðu mamma! Það er Jólasveininn!" Mamma Danna leit út um gluggan og svaraði nú ergilega, "Danni, þú VEIST að þetta er herra Jósef! Farðu nú inn í herbergið þitt og biddu til Guðs að fyrirgefa þér fyrir þessar lygar!" Leiður, fór Danni upp í herbergið sitt. Nokkrum mínútum seinna kom hann hlaupandi niður stigann og kallaði: "Sjáðu mamma! Það snjóar!" Mamma Danna varð verulega pirruð núna "Daníel! Þú VEIST að það er ekki að snjóa! Það er miður júlí! Farðu nú og biddu Guð að fyrirgefa þér lygarnar!" Þegar hún fylgdi syni sínum aftur upp, varð henni óvart litið út um gluggann - og það var satt! Það var í raun og veru snjókoma! "Ég trúi þessu ekki!" hrópaði hú upp yfir sig, "Það er í raun snjókoma í júlí!" Þá svaraði sonur hennar: "Ég veit! Þegar ég var að biðja til Guðs vegna herra Jósefs og hundsins hans, varð Guði litið á þá og hélt að það væru komin Jól!" Lítill drengur kom heim úr sunnudagaskólanum með nýtt sjónarhorn á jólasögunni. Hann hafði lært að vitringarnir þrír frá Austurlöndum hefðu fært Jesúbarninu gjafir. Hann var svo spenntur að hann varð að deila nýju vitneskjunni með foreldrum sínum: "Ég lærði í sunnudagaskólanum í dag allt um fyrstu jólin! Það var enginn jólasveinn þá, svo að þessi þrír horuðu á úlföldunum urðu að bera út allar gjafirnar! Og Rúdolf með rauða nefið sitt lýsandi var ekki heldur til svo að þeir urðu að hafa stórt ljós uppi í himninum svo að þeir gætu ratað." Ein þriggja ára hafði sitt að segja um jólamatinn: "Mér fanst kalkúninn ekki góður, ég borðaði, en mér líkaði þetta brauð jukk sem hann hafði étið!" Jólasveininn: Ég vildi óska að ég ætti nóga peninga til að kaupa átta hreindýr til viðbótar. Kona jólasveinsins: Hvað hefur þú að gera með átta fleiri hreindýr? Jólasveininn: Ég vil ekki átta fleiri hreindýr, -bara að eiga peninga fyrir þeim! Lítil sæt stúlka með krullur, klifraði upp í kjöltu jólasveinsins. Hendur hennar voru kreptar saman. Meðan hún pírði augun undir löngum augnahárunum á jólasveininn, spurði hún hann: "Er ég með litla mús í hendinni?" Hissa svaraði Sveinki: "Nei, ég held nú ekki." Hún lagði höfuðið augnablik upp að honum en rétti svo að honum aðra hendina með einhvað ósýnilegt milli þumafingurs og vísifingurs "Hérna haltu á þessu," sagði sú litta sæta. "Sjálfsagt," svaraði Jólasveininn og kom þessu ósýnilega fyrir í lófa sér. Sú stutta kíkti inn í hnefa sér og spurði; "Trúir þú því núna að ég sé með litla mús í hendinni?" Augabrúnir Sveinka risu í undrun. "Nei, ég er hræddur um ekki," svaraði hann. "Nú," sagði hún sætum rómi, "Afhverju heldur þú þá á úlpunni hans?" Jóla 5-aurabrandarar: Hvað kallar þú Jólasvein sem er með eyrnahlífar? Hvað sem þú villt, hann heyrir ekki í þér! Hvað eiga hreindýr sem önnur dýr eiga ekki? Hreindýrskálfa! Hvað kallar þú kjúkling á Norður-Pólnum? Villtan! Hvað er það sem er rautt og hvítt og fer upp og niður? Jólasveinn fastur í lyftu! Því var litli hjálparmaður jólasveinsins svo niðurdreginn? Hann hafði svo lítið álfsálit! Innsendir brandarar frá lesendum Vísis Árni fékk loforð frá jólasveininum: Ef þú verður stilltur í heilt ár þá máttu senda Jesúsi bréf og segja hvað þig langar í jólagjöf. Um jólin tekur Árni pappír og penna og byrjar svo að skrifa: Kæri Jesús. Mig langar rosalega mikið í fjallahjól í jólagjöf og útaf því að ég var svo stillturá árinu þá... en svo stoppar hann því hann veit að hann var ekkert of þægur á árinu. Hann hendir bréfinu í ruslið og byrjar á öðru: Góði Jesús, mig langar í fjallahjól í jólagjöf. Ég var svolítið óþægur.. Hann stoppar og segir við sjálfan sig að hann var ROSALEGA ÓÞÆGUR á árinu. Hann nennir ekki að skrifa meira og fær sér því göngutúr. Þegar hann er búinn að labba drjúgan spöl stendur hann hjá kirkjunni og ákveður að fara inn. Presturinn er að tala við kirkjuvörðinn en þá sér Árni litla styttu af Maríu Mey, grípur hana og hleypur út. Þegar heim er komið skrifar hann bréf: Kæri Jesús, Ég er með mömmu þína í fangelsi heima hjá mér. Ef þú gefur mér ekki fjallahjól þá fer illa fyrir henni, Virðingarfyllst Árni. Ragnheiður Inga Sigurgeirsdóttir, 11 ára Pabbinn við þriggja ára son sinn: "Nei, hreindýr eru ekki hestar með sjónvarpsloftnet..." Ísar Kári Arason
Jól Krakkar Mest lesið Gaf foreldrum sínum hræðilega jólagjöf sem var fljótt látin hverfa Jól Jóladagatal Vísis: Reykjavíkurdætur negla All Out of Luck Jól Vinsæl jóladagatöl á Íslandi: Bjór, snyrtivörur, kaffi og lakkrís Jól Jólalag dagsins: Högni Egilsson flytur Yfir fannhvíta jörð Jól Súrmjólkurbúðingur: Óvænt sælkeratromp á jólum Jól Var fram á aðfangadag að vinna að jólakveðju fyrir Apple: „Þetta var svo geggjað draumaverkefni“ Jól Jólalag dagsins: Sigga Beinteins flytur Senn koma jólin Jól Hefðin er engin hefð Jól Mandarínu-möndlukökur: Sætt en sykurlaust jólagóðgæti Jól
Var fram á aðfangadag að vinna að jólakveðju fyrir Apple: „Þetta var svo geggjað draumaverkefni“ Jól
Var fram á aðfangadag að vinna að jólakveðju fyrir Apple: „Þetta var svo geggjað draumaverkefni“ Jól