Býr til karlmannlegri hreindýrajólaóróa Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 17. nóvember 2014 09:30 Jóhannes handsaumar borðana í óróann sjálfur. Vísir/Valli „Mig langaði svolítið að gera mótsvar við dönsku jólaóróunum. Það eru alltaf englar, jólatré eða snjókarlar,“ segir Jóhannes Arnljóts Ottósson, gullsmiður og skartgripahönnuður sem er búinn að hanna íslenskan jólaóróa. Óróinn er hannaður undir heiti NOX skartgripalínunnar. „Ég kem frá Hornafirði og þar er mikið af hreindýrum og ég elst upp við að sjá þau og þaðan kemur innblásturinn fyrir óróann. Hugmyndin kom fyrir tveimur árum og ég byrjaði að teikna hann í janúar í fyrra,“ segir hann, en á óróanum, sem er úr gull- eða silfurhúðuðu sinki, er hreindýr.NOX jólaóróinnVisirÓróinn hangir í svörtum silkiborða, framan á honum stendur „Gleðileg jól“ á öllum norðurlandamálunum og aftan á er þýska, spænska og enska, en Jóhannes saumar borðana sjálfur. „Ég er búinn að sitja sveittur við saumavélina á milli þess sem ég parketlegg hérna heima hjá mér,“ segir hann. Óróana segir hann höfða til allra, en hann hefur tekið eftir því að yngri kynslóðin er hrifin af óróunum og þá sérstaklega strákarnir. „Á honum er hreindýr sem kannski höfðar meira til karlmannanna, en þeir eru yfirleitt ekki að eltast við jólaóróana. Fólki finnst þetta ferskara og er hrifið af því að safna einhverju sem amma og mamma myndu kannski ekki safna. Ég vildi líka hafa borðann svartan, ekki rauðan eða grænan eins og oft er,“ segir hann. Óróinn kemur í svartri, silkiklæddri öskju og í henni fylgir saga tengd óróanum og stefnir Jóhannes að því að gera nýjan óróa fyrir hvert ár. Jólafréttir Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
„Mig langaði svolítið að gera mótsvar við dönsku jólaóróunum. Það eru alltaf englar, jólatré eða snjókarlar,“ segir Jóhannes Arnljóts Ottósson, gullsmiður og skartgripahönnuður sem er búinn að hanna íslenskan jólaóróa. Óróinn er hannaður undir heiti NOX skartgripalínunnar. „Ég kem frá Hornafirði og þar er mikið af hreindýrum og ég elst upp við að sjá þau og þaðan kemur innblásturinn fyrir óróann. Hugmyndin kom fyrir tveimur árum og ég byrjaði að teikna hann í janúar í fyrra,“ segir hann, en á óróanum, sem er úr gull- eða silfurhúðuðu sinki, er hreindýr.NOX jólaóróinnVisirÓróinn hangir í svörtum silkiborða, framan á honum stendur „Gleðileg jól“ á öllum norðurlandamálunum og aftan á er þýska, spænska og enska, en Jóhannes saumar borðana sjálfur. „Ég er búinn að sitja sveittur við saumavélina á milli þess sem ég parketlegg hérna heima hjá mér,“ segir hann. Óróana segir hann höfða til allra, en hann hefur tekið eftir því að yngri kynslóðin er hrifin af óróunum og þá sérstaklega strákarnir. „Á honum er hreindýr sem kannski höfðar meira til karlmannanna, en þeir eru yfirleitt ekki að eltast við jólaóróana. Fólki finnst þetta ferskara og er hrifið af því að safna einhverju sem amma og mamma myndu kannski ekki safna. Ég vildi líka hafa borðann svartan, ekki rauðan eða grænan eins og oft er,“ segir hann. Óróinn kemur í svartri, silkiklæddri öskju og í henni fylgir saga tengd óróanum og stefnir Jóhannes að því að gera nýjan óróa fyrir hvert ár.
Jólafréttir Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira