Er bara eitthvað svo eftir mig Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 19. nóvember 2014 12:00 Ég er svangur, sagði sá minnsti, klifraði yfir mig fram og aftur svo allur friður var úti. Klukkan var 6:45 en ekki um annað að ræða en vinda sér fram úr og finna eitthvað til í morgunmat. Öðrum í það verk var ekki til að dreifa þar sem bóndinn hafði farið norður í land á skytterí. Sú eldri vaknaði líka, jafnsvöng. Barnatíminn í sjónvarpinu fór í gang með tilheyrandi samstuði systkinanna um efnisval og hljóðstyrk og áður en klukkan varð sjö var ástandið á heimilinu eins og á sportbar, rétt eftir leik. Mér varð hugsað til bóndans, sofandi makindalega á koddanum undir dúnsæng í sveitakyrrðinni. Kannski myndi hann vakna við fuglasöng. Eftir að ég hafði slafrað í mig seríósi og mjólk sem var á síðasta snúningi fór morgunninn í þvotta og upphengingar, samanbrot og frágang. Tiltekt var einnig á dagskránni en árangur af henni var engan að sjá þar sem fjörkálfarnir, enn í náttfötunum þó nálgast færi hádegi, léku lausum hala um húsið. Ég styrkti taugarnar með kaffi. Fékk mér aftur í bollann. Bóndann sá ég fyrir mér horfa hugsi út á veiðilendurnar í kyrrðinni, með rjúkandi morgunkaffið í bolla. Kannski fengi hann sér hrærð egg og beikon í morgunmat, áður en hann færi út í hreina loftið. Við erum svöng, góluðu fjörkálfarnir aftur í eftir sundferðina sem ég dreif á til að geta afgreitt helgarbaðið í einni atrennu. Við fórum í Ikea og borðuðum kjötbollur með sultu í mannmergð og glymjandi hávaðinn reif í hljóðhimnurnar. Hvað verður í kvöldmat? spurðu kálfarnir. Ég bauð upp á súrmjólk og banana. Bóndann vissi ég etandi nautasteik með bernaise, skálandi fyrir veiði dagsins í rauðvíni. Kaka í desert. Ég er svangur, sagði sá minnsti klukkan 6:45. Það var mánudagsmorgunn en ég bjóst við að snúa mér á hina. Bóndinn var kominn heim. Ég er bara eitthvað svo eftir mig, sagði hann, genginn upp að hnjám og bólginn yfir ristina, sagði hann. Get hreinlega ekki stigið í fótinn, bætti hann við og sneri sér á hina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Ég er svangur, sagði sá minnsti, klifraði yfir mig fram og aftur svo allur friður var úti. Klukkan var 6:45 en ekki um annað að ræða en vinda sér fram úr og finna eitthvað til í morgunmat. Öðrum í það verk var ekki til að dreifa þar sem bóndinn hafði farið norður í land á skytterí. Sú eldri vaknaði líka, jafnsvöng. Barnatíminn í sjónvarpinu fór í gang með tilheyrandi samstuði systkinanna um efnisval og hljóðstyrk og áður en klukkan varð sjö var ástandið á heimilinu eins og á sportbar, rétt eftir leik. Mér varð hugsað til bóndans, sofandi makindalega á koddanum undir dúnsæng í sveitakyrrðinni. Kannski myndi hann vakna við fuglasöng. Eftir að ég hafði slafrað í mig seríósi og mjólk sem var á síðasta snúningi fór morgunninn í þvotta og upphengingar, samanbrot og frágang. Tiltekt var einnig á dagskránni en árangur af henni var engan að sjá þar sem fjörkálfarnir, enn í náttfötunum þó nálgast færi hádegi, léku lausum hala um húsið. Ég styrkti taugarnar með kaffi. Fékk mér aftur í bollann. Bóndann sá ég fyrir mér horfa hugsi út á veiðilendurnar í kyrrðinni, með rjúkandi morgunkaffið í bolla. Kannski fengi hann sér hrærð egg og beikon í morgunmat, áður en hann færi út í hreina loftið. Við erum svöng, góluðu fjörkálfarnir aftur í eftir sundferðina sem ég dreif á til að geta afgreitt helgarbaðið í einni atrennu. Við fórum í Ikea og borðuðum kjötbollur með sultu í mannmergð og glymjandi hávaðinn reif í hljóðhimnurnar. Hvað verður í kvöldmat? spurðu kálfarnir. Ég bauð upp á súrmjólk og banana. Bóndann vissi ég etandi nautasteik með bernaise, skálandi fyrir veiði dagsins í rauðvíni. Kaka í desert. Ég er svangur, sagði sá minnsti klukkan 6:45. Það var mánudagsmorgunn en ég bjóst við að snúa mér á hina. Bóndinn var kominn heim. Ég er bara eitthvað svo eftir mig, sagði hann, genginn upp að hnjám og bólginn yfir ristina, sagði hann. Get hreinlega ekki stigið í fótinn, bætti hann við og sneri sér á hina.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun