Aðstoðarmaður leyndi illa fengnu skjali í ráðuneytinu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. nóvember 2014 07:00 Gísli Freyr var dæmdur fyrir að leka minnisblaði og fékk greinargerð sem hann átti ekki rétt á frá lögreglunni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, þáverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, sendi aðstoðarmanni innanríkisráðherra lögregluupplýsingar sem hann átti engan rétt á að óska eftir og fá. Í svari Ragnhildar Hjaltadóttur, ráðuneytisstjóra í innanríkisráðuneytinu, til fréttastofu Stöðvar 2, segir að aðstoðarmenn ráðherra hafi „ekki heimild til að óska eftir gögnum um einstök mál sem heyra undir ráðherra sem stjórnvaldshafa, heldur einungis gögnum sem varða pólitísk störf ráðherra eða stefnumótun.“ Það eigi jafnt við um upplýsingar frá lögreglu sem aðrar upplýsingar. Þá kemur fram í svari innanríkisráðuneytisins til Fréttablaðsins að greinargerðin um hælisleitandann Tony Omos sem Sigríður sendi Gísla Frey 20. nóvember í fyrra sé ekki til í málaskrá ráðuneytisins. Þannig virðist Gísli Freyr hafa haldið umræddu skjali leyndu fyrir öðrum starfsmönnum ráðuneytisins. „Allar slíkar beiðnir skal skrá með formlegum hætti í málaskrá ráðuneytis,“ segir í svari Ragnhildar. „Starfsfólki er ekki heimilt að óska eftir gögnum, hvorki frá stjórnvöldum né öðrum, að tilhæfulausu heldur verður gagnaöflunin að tengjast tilteknu máli sem til meðferðar er eða að öðru leyti að vera nauðsynleg svo ráðherra geti sinnt yfirstjórnunarskyldum sínum,“ segir ráðuneytisstjórinn enn fremur.Lögreglan á Suðurnesjum þarf nú að svara fyrir gagnasendingar fyrrverandi lögreglustjóra.Fréttablaði/GVAPersónuvernd hefur óskað eftir upplýsingum frá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum um innihald greinargerðarinnar sem Sigríður sendi Gísla Frey og um lagaheimildir fyrir sendingunni. Óskað er skýringa á því hvernig sendingin samræmist ákvæðum laga um almennar reglur og sérstök skilyrði fyrir vinnslu persónuupplýsinga og um hvernig sending greinargerðarinnar horfi við ákvæði um lagaheimild í reglugerð um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglu. Í Fréttablaðinu í gær var embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum einmitt spurt um lagaheimild fyrir sendingu greinargerðarinnar. „Um það mál sem sérstaklega er spurt um hefur undirritaður ekki vitneskju,“ sagði í svari Ólafs Helga Kjartanssonar, núverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. Birting á niðurstöðum athugunar Umboðsmanns Alþingis á samskiptum Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra og fyrrverandi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, Stefáns Eiríkssonar, er sögð dragast fram í næstu viku. Það sé vegna ábendingar sem tengist þó ekki þeim samskiptum Sigríðar og Gísla Freys sem fjölmiðlar hafi fjallað um. Lekamálið Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, þáverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, sendi aðstoðarmanni innanríkisráðherra lögregluupplýsingar sem hann átti engan rétt á að óska eftir og fá. Í svari Ragnhildar Hjaltadóttur, ráðuneytisstjóra í innanríkisráðuneytinu, til fréttastofu Stöðvar 2, segir að aðstoðarmenn ráðherra hafi „ekki heimild til að óska eftir gögnum um einstök mál sem heyra undir ráðherra sem stjórnvaldshafa, heldur einungis gögnum sem varða pólitísk störf ráðherra eða stefnumótun.“ Það eigi jafnt við um upplýsingar frá lögreglu sem aðrar upplýsingar. Þá kemur fram í svari innanríkisráðuneytisins til Fréttablaðsins að greinargerðin um hælisleitandann Tony Omos sem Sigríður sendi Gísla Frey 20. nóvember í fyrra sé ekki til í málaskrá ráðuneytisins. Þannig virðist Gísli Freyr hafa haldið umræddu skjali leyndu fyrir öðrum starfsmönnum ráðuneytisins. „Allar slíkar beiðnir skal skrá með formlegum hætti í málaskrá ráðuneytis,“ segir í svari Ragnhildar. „Starfsfólki er ekki heimilt að óska eftir gögnum, hvorki frá stjórnvöldum né öðrum, að tilhæfulausu heldur verður gagnaöflunin að tengjast tilteknu máli sem til meðferðar er eða að öðru leyti að vera nauðsynleg svo ráðherra geti sinnt yfirstjórnunarskyldum sínum,“ segir ráðuneytisstjórinn enn fremur.Lögreglan á Suðurnesjum þarf nú að svara fyrir gagnasendingar fyrrverandi lögreglustjóra.Fréttablaði/GVAPersónuvernd hefur óskað eftir upplýsingum frá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum um innihald greinargerðarinnar sem Sigríður sendi Gísla Frey og um lagaheimildir fyrir sendingunni. Óskað er skýringa á því hvernig sendingin samræmist ákvæðum laga um almennar reglur og sérstök skilyrði fyrir vinnslu persónuupplýsinga og um hvernig sending greinargerðarinnar horfi við ákvæði um lagaheimild í reglugerð um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglu. Í Fréttablaðinu í gær var embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum einmitt spurt um lagaheimild fyrir sendingu greinargerðarinnar. „Um það mál sem sérstaklega er spurt um hefur undirritaður ekki vitneskju,“ sagði í svari Ólafs Helga Kjartanssonar, núverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. Birting á niðurstöðum athugunar Umboðsmanns Alþingis á samskiptum Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra og fyrrverandi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, Stefáns Eiríkssonar, er sögð dragast fram í næstu viku. Það sé vegna ábendingar sem tengist þó ekki þeim samskiptum Sigríðar og Gísla Freys sem fjölmiðlar hafi fjallað um.
Lekamálið Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira