Lögreglustjórar furða sig á verklagi Sigríðar Sveinn Arnarsson skrifar 24. nóvember 2014 07:00 Sigríður Björk Á fundi stjórnskipunarnefndar Lögreglustjórar kannast ekki við það verklag sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum viðhafði í lekamálinu. Fréttablaðið/GVA Enginn yfirmaður lögreglu í lögreglustjóraumdæmum landsins sem Fréttablaðið ræddi við í gær kannast við það að starfsmaður ráðneytis, aðstoðarmaður ráðherra dómsmála eða ráðherra sjálfur hringi og biðji um gögn í sakamálarannsókn á vegum lögregluembættisins. Sumir lögreglustjórar, sem Fréttablaðið náði tali af í gær, furða sig á vinnubrögðum lögreglustjórans á Suðurnesjum. Í yfirlýsingu sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, sendi frá sér 18. nóvember síðastliðinn segir hún að á þessum tíma hafi verið töluverð samskipti á milli ráðuneytisins og embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum um ýmis mál. Einnig segir hún að embættinu beri að veita ráðuneyti, sem æðra stjórnvaldi, þær upplýsingar sem það óskar.Hins vegar var aldrei um formlega beiðni frá ráðuneytinu að ræða heldur aðeins óformlegt símtal Gísla Freys Valdórssonar við Sigríði Björk þar sem Gísli Freyr biður hana um trúnaðargögn úr sakamálarannsókn. Ennfremur segir Sigríður Björk í viðtali við RÚV að hún hafi aldrei, meðan málið var til rannsóknar, tilkynnt um samskipti sín við Gísla Frey. Þeir lögreglustjórar sem Fréttablaðið náði tali af í gær, auk fyrrverandi lögreglustjóra, eru allir á einu máli um að framkvæmd þá sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum viðhafði í umræddu máli þekki þeir ekki úr störfum sínum. Enginn kannaðist við að hafa fengið viðlíka símtal. Einn lögreglustjóri kallar þessi vinnubrögð „undarleg“ og segir að þetta mál gæti orðið lögreglustjóranum í Reykjavík afar erfitt. Annar lögreglustjóri telur að öll svona mál og allar fyrirspurnir eigi að vera skriflegar og þannig eigi einnig að svara. Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í innanríkisráðuneytinu, telur aðstoðarmenn ekki hafa heimild til að óska eftir gögnum um einstök mál sem heyra undir ráðherra þeirra. Aðstoðarmenn geti einungis óskað eftir gögnum sem varða pólitísk störf ráðherra sem þeir vinna fyrir eða stefnumótun. Ragnhildur bendir jafnframt á að rannsókn lögreglu á sakamálum og meðferð ákæruvalds lýtur ekki eftirliti dómsmálaráðherra heldur ríkissaksóknara sem er æðsti handhafi ákæruvalds. Lekamálið Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Sjá meira
Enginn yfirmaður lögreglu í lögreglustjóraumdæmum landsins sem Fréttablaðið ræddi við í gær kannast við það að starfsmaður ráðneytis, aðstoðarmaður ráðherra dómsmála eða ráðherra sjálfur hringi og biðji um gögn í sakamálarannsókn á vegum lögregluembættisins. Sumir lögreglustjórar, sem Fréttablaðið náði tali af í gær, furða sig á vinnubrögðum lögreglustjórans á Suðurnesjum. Í yfirlýsingu sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, sendi frá sér 18. nóvember síðastliðinn segir hún að á þessum tíma hafi verið töluverð samskipti á milli ráðuneytisins og embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum um ýmis mál. Einnig segir hún að embættinu beri að veita ráðuneyti, sem æðra stjórnvaldi, þær upplýsingar sem það óskar.Hins vegar var aldrei um formlega beiðni frá ráðuneytinu að ræða heldur aðeins óformlegt símtal Gísla Freys Valdórssonar við Sigríði Björk þar sem Gísli Freyr biður hana um trúnaðargögn úr sakamálarannsókn. Ennfremur segir Sigríður Björk í viðtali við RÚV að hún hafi aldrei, meðan málið var til rannsóknar, tilkynnt um samskipti sín við Gísla Frey. Þeir lögreglustjórar sem Fréttablaðið náði tali af í gær, auk fyrrverandi lögreglustjóra, eru allir á einu máli um að framkvæmd þá sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum viðhafði í umræddu máli þekki þeir ekki úr störfum sínum. Enginn kannaðist við að hafa fengið viðlíka símtal. Einn lögreglustjóri kallar þessi vinnubrögð „undarleg“ og segir að þetta mál gæti orðið lögreglustjóranum í Reykjavík afar erfitt. Annar lögreglustjóri telur að öll svona mál og allar fyrirspurnir eigi að vera skriflegar og þannig eigi einnig að svara. Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í innanríkisráðuneytinu, telur aðstoðarmenn ekki hafa heimild til að óska eftir gögnum um einstök mál sem heyra undir ráðherra þeirra. Aðstoðarmenn geti einungis óskað eftir gögnum sem varða pólitísk störf ráðherra sem þeir vinna fyrir eða stefnumótun. Ragnhildur bendir jafnframt á að rannsókn lögreglu á sakamálum og meðferð ákæruvalds lýtur ekki eftirliti dómsmálaráðherra heldur ríkissaksóknara sem er æðsti handhafi ákæruvalds.
Lekamálið Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Sjá meira