Berjalitir á vörum - Tvö dæmi um jólaförðun 12. desember 2014 14:30 Unnur fyrir og eftir förðun. Systurnar Unnur Eva, Jóhanna Jórunn og Margrét Halldóra Arnarsdætur halda úti blogginu XOXO þar sem þær skrifa um hugðarefni sín. Þær Unnur og Margrét eru báðar förðunarfræðingar að mennt og þær sýna hér og segja frá tveimur ólíkum jólaförðunum sem eru samkvæmt tískunni. Förðun Unnar, sem er á myndinni hér fyrir ofan, er látlaus en förðun Margrétar er örlítið ýktari. „Svokallaðir málmlitir (metallic), gylltir, silfur og kopar eru í tísku núna sem er skemmtilegt af því að þeir eru líka jólalegir,“ segir Margrét. „Á varir eru berjalitir í tísku auk þess sem rauður er alltaf jólalegur. Núna er hægt að leika sér aðeins með berjalitina af því að þeir eru inn í dag,“ útskýrir Unnur.Látlausari förðun UnnarÁ augun er notaður silfur- og kampavínslitaður augnskuggi ásamt fjólubláum til að skyggja.Engin gerviaugnhár eru í þessari förðun en maskari og augnblýantur látnir duga.Sólarpúður og mildur bleikur kinnalitur er sett fallega á en varaliturinn er nokkuð áberandi, dökkfjólublár með smá rauðbleikum tóni.Margrét fyrir og eftir förðun.Ýktari förðun MargrétarÁ augum er bronsgylltur og ryðlitur augnskuggi. Ryðliti augnskugginn er settur á augnlokið og dreginn út augnlokið með gyllta litnum.Svo er mattur, brúnn litur notaður til að skyggja. Augnblýanturinn er ekki mikill því augnskugginn er áberandi.Svo eru notuð gerviaugnhár og maskari, kinnalitur og sólarpúður. Varaliturinn er rauður. Unnur segir að það séu í raun engar reglur í förðun, það skipti meira máli hvað fari hverri og einni. „Konur eru almennt meira að fara eitthvað út fyrir jólin og mála sig þar af leiðandi meira þá. Það fer svolítið eftir því hvert er verið að fara hvernig passar að mála sig. Þegar leiðin liggur í fjölskylduboð mála konur sig yfirleitt settlegar heldur en þegar þær fara á djammið. En svo á fólk bara að gera það sem því finnst flott og er sátt við.“ Þær systur mæla með því að ef konum finnst þær alltaf mála sig eins að prófa að mála sig heima á virku kvöldi þegar ekkert er í gangi. „Það er um að gera að fara út fyrir rammann og gera eitthvað nýtt og sjá hvernig það kemur út.“Systurnar eru saman með síðuna XOXO þar sem þær skrifa um förðun og tísku. Jólafréttir Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fleiri fréttir Mikils virði að gefa fólki frelsi til að velja Fjölbreyttir jólasmáréttir frá Kjarnafæði Snéru upp á klassískt jólalag Jólaundirbúningurinn byrjar í KiDS Coolshop Augnablikin sem urðu að minni þjóðar Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Sjá meira
Systurnar Unnur Eva, Jóhanna Jórunn og Margrét Halldóra Arnarsdætur halda úti blogginu XOXO þar sem þær skrifa um hugðarefni sín. Þær Unnur og Margrét eru báðar förðunarfræðingar að mennt og þær sýna hér og segja frá tveimur ólíkum jólaförðunum sem eru samkvæmt tískunni. Förðun Unnar, sem er á myndinni hér fyrir ofan, er látlaus en förðun Margrétar er örlítið ýktari. „Svokallaðir málmlitir (metallic), gylltir, silfur og kopar eru í tísku núna sem er skemmtilegt af því að þeir eru líka jólalegir,“ segir Margrét. „Á varir eru berjalitir í tísku auk þess sem rauður er alltaf jólalegur. Núna er hægt að leika sér aðeins með berjalitina af því að þeir eru inn í dag,“ útskýrir Unnur.Látlausari förðun UnnarÁ augun er notaður silfur- og kampavínslitaður augnskuggi ásamt fjólubláum til að skyggja.Engin gerviaugnhár eru í þessari förðun en maskari og augnblýantur látnir duga.Sólarpúður og mildur bleikur kinnalitur er sett fallega á en varaliturinn er nokkuð áberandi, dökkfjólublár með smá rauðbleikum tóni.Margrét fyrir og eftir förðun.Ýktari förðun MargrétarÁ augum er bronsgylltur og ryðlitur augnskuggi. Ryðliti augnskugginn er settur á augnlokið og dreginn út augnlokið með gyllta litnum.Svo er mattur, brúnn litur notaður til að skyggja. Augnblýanturinn er ekki mikill því augnskugginn er áberandi.Svo eru notuð gerviaugnhár og maskari, kinnalitur og sólarpúður. Varaliturinn er rauður. Unnur segir að það séu í raun engar reglur í förðun, það skipti meira máli hvað fari hverri og einni. „Konur eru almennt meira að fara eitthvað út fyrir jólin og mála sig þar af leiðandi meira þá. Það fer svolítið eftir því hvert er verið að fara hvernig passar að mála sig. Þegar leiðin liggur í fjölskylduboð mála konur sig yfirleitt settlegar heldur en þegar þær fara á djammið. En svo á fólk bara að gera það sem því finnst flott og er sátt við.“ Þær systur mæla með því að ef konum finnst þær alltaf mála sig eins að prófa að mála sig heima á virku kvöldi þegar ekkert er í gangi. „Það er um að gera að fara út fyrir rammann og gera eitthvað nýtt og sjá hvernig það kemur út.“Systurnar eru saman með síðuna XOXO þar sem þær skrifa um förðun og tísku.
Jólafréttir Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fleiri fréttir Mikils virði að gefa fólki frelsi til að velja Fjölbreyttir jólasmáréttir frá Kjarnafæði Snéru upp á klassískt jólalag Jólaundirbúningurinn byrjar í KiDS Coolshop Augnablikin sem urðu að minni þjóðar Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Sjá meira