Önnur fædd mikið jólabarn en ekki hin 1. desember 2014 12:00 Drífa og Dagný eru miklir fagurkerar. Þær skreyta heimili sín þó nokkuð fyrir jólin en hafa skreytingarnar látlausar Valli Dagný og Drífa Skúladætur eru líkar að mörgu leyti enda eineggja tvíburar. Þær eru þó ólíkar að því leyti að Dagnýju finnst jólatíminn vera einn besti tími ársins en Drífa segist aldrei hafa verið mikið jólabarn. Eftir að hún eignaðist börn finnst henni þó gaman að fylgjast með spenningnum og eftirvæntingunni hjá börnunum fyrir jólin. Þær systur eiga það sameiginlegt að pæla mikið í hönnun og skreytingum fyrir heimilið. Þær settust niður á dögunum og bjuggu til jólaskraut sem fellur að stíl þeirra beggja. „Ég er hrifin af gamaldags stíl í bland við eitthvað nýtt. Mér finnst fallegt að poppa upp gömul húsgögn og setja þau saman við nýja hönnun," segir Drífa. Stíll Dagnýjar er skandínavískur en hún heillast af ljósu umhverfi og henni líður vel inni á björtum heimilum. „Hvítur og ljósgrár eru mjög ríkjandi á mínu heimili. Nú í seinni tíð hef ég verið að kaupa dýrari og vandaðri vöru inn á heimilið sem ég kann vel að meta. En að sjálfsögðu reyni ég að blanda hönnunarvöru saman við eldra dót eins og Drífa gerir." Systurnar segjast skreyta heimili sín nokkuð fyrir jólin en báðar vilja þær hafa skreytingarnar látlausar. „Mér finnst mikilvægt að jólaskrautið passi við heimilið. Þar sem ég elska að breyta þá er ég ekki með einhvern ákveðinn stíl þegar kemur að jólaskreytingum. Í ár valdi ég lifandi greinar og skreyti þær með kopar, gulli og brúnu. Svo er ég líka fyrir ljóst skraut, hvítt, grátt og silfrað. Það sem lýsir kannski best mínum jólastíl er ekkert rautt, takk fyrir," segir Dagný og brosir. Drífa segist aldrei hafa verið með litaþema á jólum og segir hlæjandi að hún hafi aldrei dottið í fjólubláu jólin eða þau svörtu. „Ég er ekkert að missa mig í jólaseríunum heldur en ég reyni að nota það sem ég á til og píni mig svo í búðina til að ná í eitthvað nýtt og ferskt." Jólaskraut Mest lesið Jólalag dagsins: Valdimar flytur Fyrir jól Jól Fimm góð ráð til þess að draga úr jólastressi og kvíða hjá börnum Jól Jólalag dagsins: Það snjóar bara og snjóar hjá Sigurði Guðmundssyni og Memfismafíunni Jól Jólalag dagsins: Selma og Vignir flytja River Jól Jólalag dagsins: Emmsjé Gauti flytur Have Yourself a Merry Little Christmas Jól Engin jólatráasala við Landakot þetta árið Jól Jólamolar: Er ekki íhaldssöm þegar kemur að jólunum Jól Lætur sig dreyma um nýja PlayStation þar sem bíllinn situr pikkfastur í snjóskafli Jól Gógó-dansarar sungu Sweet Caroline þegar klukkan sló sex á aðfangadag Jól Jólamolar: Losnuðu úr sóttkví korter í jól og fjölskyldan brunaði af stað Jól
Dagný og Drífa Skúladætur eru líkar að mörgu leyti enda eineggja tvíburar. Þær eru þó ólíkar að því leyti að Dagnýju finnst jólatíminn vera einn besti tími ársins en Drífa segist aldrei hafa verið mikið jólabarn. Eftir að hún eignaðist börn finnst henni þó gaman að fylgjast með spenningnum og eftirvæntingunni hjá börnunum fyrir jólin. Þær systur eiga það sameiginlegt að pæla mikið í hönnun og skreytingum fyrir heimilið. Þær settust niður á dögunum og bjuggu til jólaskraut sem fellur að stíl þeirra beggja. „Ég er hrifin af gamaldags stíl í bland við eitthvað nýtt. Mér finnst fallegt að poppa upp gömul húsgögn og setja þau saman við nýja hönnun," segir Drífa. Stíll Dagnýjar er skandínavískur en hún heillast af ljósu umhverfi og henni líður vel inni á björtum heimilum. „Hvítur og ljósgrár eru mjög ríkjandi á mínu heimili. Nú í seinni tíð hef ég verið að kaupa dýrari og vandaðri vöru inn á heimilið sem ég kann vel að meta. En að sjálfsögðu reyni ég að blanda hönnunarvöru saman við eldra dót eins og Drífa gerir." Systurnar segjast skreyta heimili sín nokkuð fyrir jólin en báðar vilja þær hafa skreytingarnar látlausar. „Mér finnst mikilvægt að jólaskrautið passi við heimilið. Þar sem ég elska að breyta þá er ég ekki með einhvern ákveðinn stíl þegar kemur að jólaskreytingum. Í ár valdi ég lifandi greinar og skreyti þær með kopar, gulli og brúnu. Svo er ég líka fyrir ljóst skraut, hvítt, grátt og silfrað. Það sem lýsir kannski best mínum jólastíl er ekkert rautt, takk fyrir," segir Dagný og brosir. Drífa segist aldrei hafa verið með litaþema á jólum og segir hlæjandi að hún hafi aldrei dottið í fjólubláu jólin eða þau svörtu. „Ég er ekkert að missa mig í jólaseríunum heldur en ég reyni að nota það sem ég á til og píni mig svo í búðina til að ná í eitthvað nýtt og ferskt."
Jólaskraut Mest lesið Jólalag dagsins: Valdimar flytur Fyrir jól Jól Fimm góð ráð til þess að draga úr jólastressi og kvíða hjá börnum Jól Jólalag dagsins: Það snjóar bara og snjóar hjá Sigurði Guðmundssyni og Memfismafíunni Jól Jólalag dagsins: Selma og Vignir flytja River Jól Jólalag dagsins: Emmsjé Gauti flytur Have Yourself a Merry Little Christmas Jól Engin jólatráasala við Landakot þetta árið Jól Jólamolar: Er ekki íhaldssöm þegar kemur að jólunum Jól Lætur sig dreyma um nýja PlayStation þar sem bíllinn situr pikkfastur í snjóskafli Jól Gógó-dansarar sungu Sweet Caroline þegar klukkan sló sex á aðfangadag Jól Jólamolar: Losnuðu úr sóttkví korter í jól og fjölskyldan brunaði af stað Jól