Allt veltur á innihaldi greinargerðar Sigríðar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 26. nóvember 2014 07:00 Lögreglustjórinn Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur sagt að hún hafi ekki gert neitt rangt er hún afhenti greinargerð um hælisleitanda. Fréttablaðið/GVA Ekki fæst staðfest hvort greinargerð sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir, þáverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, sendi aðstoðarmanni innanríkisráðherra fyrir rúmu ári sé enn til hjá lögregluembættinu.Trausti Fannar Valsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, segir aðspurður hvort lögreglustjórinn hafi mátt senda aðstoðarmanni ráðherrans greinargerð um hælisleitandann Tony Omos að svarið velti á því hvað nákvæmlega hafi verið í skjalinu. „Það er alveg klárt að það eru takmarkanir á því hvað er eðlilegt að lögreglustjóri afhendi ráðuneyti,“ segir hann. Trausti segir að í málinu reyni á stjórnsýslulegt samband ráðuneytis og lögreglustjóraembættis og ákvæði í stjórnarráðslögunum um heimildir ráðuneytis til að biðja um upplýsingar. Heimildirnar séu afmarkaðar við það sem þörf sé á til þess að sinna eftirliti og yfirstjórn. Einnig reyni á reglur um þagnarskyldu. „Í þriðja lagi eru persónuverndarlög og reglugerð um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglunni,“ segir Trausti, sem minnir á að Persónuvernd sé að skoða málið. Þannig sé það í réttu ferli hvað þetta varði. „Það veltur í raun allt á því hvaða upplýsingar þetta eru og það er mjög erfitt að segja til um hvort einhverjar reglur hafi verið brotnar nema það sé upplýst,“ segir Trausti. Hann bætir við að líka þurfi að taka tillit til hugsanlegra verklagsreglna og hefða í ráðuneytinu um hlutverk aðstoðarmanna ráðherra.Trausti Fannar Valsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands.„Aðstoðarmenn koma að pólitískri stefnumörkun en ekki að ákvörðunartöku. Á hinn bóginn þá er ekki sjálfgefið að þeim sé óheimilt að taka við hvers kyns upplýsingum, það verður allt að skoðast í heildarsamhengi hlutanna,“ segir Trausti og útskýrir að starfsmenn ráðuneytis hafi vegna sinna verkefna heimildir í umboði ráðherra til að kalla eftir upplýsingum frá undirstofnunum. „Þess vegna er erfitt að segja fyrirfram að það sé alveg óheimilt að láta aðstoðarmann hafa upplýsingar eða að honum sé óheimilt að spyrja – ekki nema vita um hvað hann er að spyrja og nánar tiltekið hvað hann fær,“ segir Trausti. Í yfirlýsingu Sigríðar Bjarkar frá því 20. nóvember segir um greinargerðina sem hún sendi Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni innanríkisráðherra, að hún hafi verið um „málefni Tony Omos er tengdust meðal annars hælisumsókn hans og því að hann var eftirlýstur á þessum tíma og talinn vera í felum á Suðurnesjum“. Fréttablaðið spurðist fyrir um það hjá núverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum hvort greinargerðin sem forveri hans sendi væri enn til hjá embættinu og hvort hægt væri að fá afrit af henni. „Málið er til meðferðar hjá umboðsmanni Alþingis og einnig hefur Persónuvernd óskað upplýsinga. Frekari upplýsingar er ekki unnt að veita fyrr en fyrir liggur hver afgreiðsla þessara stofnana verður,“ svarar Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri. Eins og fram hefur komið er greinargerðin ekki til í innanríkisráðuneytinu. Lögmenn tveggja sem nefnd eru í minnisblaðinu um Tony Omos, sem Gísli Freyr lak úr innanríkisráðuneytinu, hafa hvor um sig óskað eftir öllum gögnum sem tengjast þeirra skjólstæðingum hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Gögn hafa enn ekki borist til þeirra. Lekamálið Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Ekki fæst staðfest hvort greinargerð sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir, þáverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, sendi aðstoðarmanni innanríkisráðherra fyrir rúmu ári sé enn til hjá lögregluembættinu.Trausti Fannar Valsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, segir aðspurður hvort lögreglustjórinn hafi mátt senda aðstoðarmanni ráðherrans greinargerð um hælisleitandann Tony Omos að svarið velti á því hvað nákvæmlega hafi verið í skjalinu. „Það er alveg klárt að það eru takmarkanir á því hvað er eðlilegt að lögreglustjóri afhendi ráðuneyti,“ segir hann. Trausti segir að í málinu reyni á stjórnsýslulegt samband ráðuneytis og lögreglustjóraembættis og ákvæði í stjórnarráðslögunum um heimildir ráðuneytis til að biðja um upplýsingar. Heimildirnar séu afmarkaðar við það sem þörf sé á til þess að sinna eftirliti og yfirstjórn. Einnig reyni á reglur um þagnarskyldu. „Í þriðja lagi eru persónuverndarlög og reglugerð um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglunni,“ segir Trausti, sem minnir á að Persónuvernd sé að skoða málið. Þannig sé það í réttu ferli hvað þetta varði. „Það veltur í raun allt á því hvaða upplýsingar þetta eru og það er mjög erfitt að segja til um hvort einhverjar reglur hafi verið brotnar nema það sé upplýst,“ segir Trausti. Hann bætir við að líka þurfi að taka tillit til hugsanlegra verklagsreglna og hefða í ráðuneytinu um hlutverk aðstoðarmanna ráðherra.Trausti Fannar Valsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands.„Aðstoðarmenn koma að pólitískri stefnumörkun en ekki að ákvörðunartöku. Á hinn bóginn þá er ekki sjálfgefið að þeim sé óheimilt að taka við hvers kyns upplýsingum, það verður allt að skoðast í heildarsamhengi hlutanna,“ segir Trausti og útskýrir að starfsmenn ráðuneytis hafi vegna sinna verkefna heimildir í umboði ráðherra til að kalla eftir upplýsingum frá undirstofnunum. „Þess vegna er erfitt að segja fyrirfram að það sé alveg óheimilt að láta aðstoðarmann hafa upplýsingar eða að honum sé óheimilt að spyrja – ekki nema vita um hvað hann er að spyrja og nánar tiltekið hvað hann fær,“ segir Trausti. Í yfirlýsingu Sigríðar Bjarkar frá því 20. nóvember segir um greinargerðina sem hún sendi Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni innanríkisráðherra, að hún hafi verið um „málefni Tony Omos er tengdust meðal annars hælisumsókn hans og því að hann var eftirlýstur á þessum tíma og talinn vera í felum á Suðurnesjum“. Fréttablaðið spurðist fyrir um það hjá núverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum hvort greinargerðin sem forveri hans sendi væri enn til hjá embættinu og hvort hægt væri að fá afrit af henni. „Málið er til meðferðar hjá umboðsmanni Alþingis og einnig hefur Persónuvernd óskað upplýsinga. Frekari upplýsingar er ekki unnt að veita fyrr en fyrir liggur hver afgreiðsla þessara stofnana verður,“ svarar Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri. Eins og fram hefur komið er greinargerðin ekki til í innanríkisráðuneytinu. Lögmenn tveggja sem nefnd eru í minnisblaðinu um Tony Omos, sem Gísli Freyr lak úr innanríkisráðuneytinu, hafa hvor um sig óskað eftir öllum gögnum sem tengjast þeirra skjólstæðingum hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Gögn hafa enn ekki borist til þeirra.
Lekamálið Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira