Forboðin freisting 6. desember 2014 14:00 Anna Brynja er lítið fyrir sætindi en fær sér stundum góðan bjór í staðinn. Vísir/Valli Áhugi Önnu Brynju Baldursdóttur, blaðakonu á Nýju Lífi og leikkonu, á bjór hefur farið vaxandi undanfarin ár. Hún reynir að taka jólabjórasmakk á hverju ári. „Ég reyni að minnsta kosti að smakka þá íslensku en mér finnst öll íslensku örbrugghúsin hafa staðið sig vel undanfarin ár. Ég hef ekki verið nógu dugleg að kaupa mér erlenda bjóra en ég er spennt að smakka Hoppy Christmas frá Brew Dog en ég er mjög hrifin af bjórunum frá þeim,“ segir Anna Brynja og brosir.Bragðlaukarnir þróast Anna Brynja komst á bjórbragðið þegar hún var ráðin sem leikkona í Gestastofu Ölgerðarinnar árið 2009 en á þeim tíma var að sögn Önnu Brynju ráðið inn fólk þar sem gat lesið ólíka hópa og spunnið út frá aðstæðum. „Bjórskólinn er á þeirra vegum og á þessum tíma vissi ég lítið um bjór en ég hef unnið þar aðra hverja helgi síðan þá. Það hefur aldeilis safnast í reynslubankann hjá mér og nú veit ég töluvert meira um bjór en ég gerði þá. Bjórsmekkur minn hefur líka breyst, þegar ég byrjaði var ég meira fyrir léttari bjór en í dag er ég hrifnari af bragðmeiri bjór. Bragðlaukarnir hafa breyst, ég veit ekki hvort það sé þroskamerki en ég held að því meira sem maður smakkar því meira breytast þeir. Það hefur að minnsta kosti alltaf verið talað um að maður eigi að prófa það sem manni þykir ekki gott seinna því bragðskynið gæti hafa breyst.“Myrkvi er málið Anna Brynja er hrifin af vel humluðum bjórum í dag en bestur finnst henni Myrkvi frá Borg. „Ég er afskaplega hrifin af porterbjórum og þetta árið hefur Myrkvi verið í uppáhaldi en eftir ár verður það örugglega einhver annar. Ég hef aldrei verið sætindagrís fyrr en ég smakkaði Myrkva, ég er kaffisjúk og Myrkvi er kaffi, dökkt súkkulaði og karamella. Þegar ég fer út að borða þá fæ ég mér porter-bjór í staðinn fyrir eftirrétt, það er mín „guilty pleasure“ eða forboðna freisting,“ segir hún og hlær.Allir eiga sinn bjór Af þeim jólabjórum sem Anna Brynja er búin að smakka þetta árið segir hún Jólagull hafa komið mest á óvart. „Þetta er einhver allt önnur uppskrift en í fyrra og hitteðfyrra. Jólagull er létt og ferskt öl með belgísku ölgeri og appelsínuberki og þetta er eiginlega bara jól í glasi. Svo finnst mér jólabjórarnir frá Gæðingi og Kalda alltaf vera skotheldir. Annars finnst mér skemmtilegt að smakka árstíðabundnu bjórana, jóla- og páskabjóra, því þá er verið að hugsa út fyrir kassann og bruggmeistararnir reyna eitthvað nýtt. Mér finnst stemningin sem skapast í kringum jólabjórinn vera hátíðleg, það er meira lagt í hann og þetta er nokkurs konar veisla fyrir bragðlaukana.“ Anna Brynja vill meina að þeir sem segjast ekki drekka bjór hafi ekki fundið sína týpu. „Þetta er eins og með sálufélagana, það er einhver þarna úti sem hentar hverjum og einum, það tekur bara mislangan tíma fyrir okkur að finna hann,“ segir hún sposk á svip. Jólamatur Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Sjá meira
Áhugi Önnu Brynju Baldursdóttur, blaðakonu á Nýju Lífi og leikkonu, á bjór hefur farið vaxandi undanfarin ár. Hún reynir að taka jólabjórasmakk á hverju ári. „Ég reyni að minnsta kosti að smakka þá íslensku en mér finnst öll íslensku örbrugghúsin hafa staðið sig vel undanfarin ár. Ég hef ekki verið nógu dugleg að kaupa mér erlenda bjóra en ég er spennt að smakka Hoppy Christmas frá Brew Dog en ég er mjög hrifin af bjórunum frá þeim,“ segir Anna Brynja og brosir.Bragðlaukarnir þróast Anna Brynja komst á bjórbragðið þegar hún var ráðin sem leikkona í Gestastofu Ölgerðarinnar árið 2009 en á þeim tíma var að sögn Önnu Brynju ráðið inn fólk þar sem gat lesið ólíka hópa og spunnið út frá aðstæðum. „Bjórskólinn er á þeirra vegum og á þessum tíma vissi ég lítið um bjór en ég hef unnið þar aðra hverja helgi síðan þá. Það hefur aldeilis safnast í reynslubankann hjá mér og nú veit ég töluvert meira um bjór en ég gerði þá. Bjórsmekkur minn hefur líka breyst, þegar ég byrjaði var ég meira fyrir léttari bjór en í dag er ég hrifnari af bragðmeiri bjór. Bragðlaukarnir hafa breyst, ég veit ekki hvort það sé þroskamerki en ég held að því meira sem maður smakkar því meira breytast þeir. Það hefur að minnsta kosti alltaf verið talað um að maður eigi að prófa það sem manni þykir ekki gott seinna því bragðskynið gæti hafa breyst.“Myrkvi er málið Anna Brynja er hrifin af vel humluðum bjórum í dag en bestur finnst henni Myrkvi frá Borg. „Ég er afskaplega hrifin af porterbjórum og þetta árið hefur Myrkvi verið í uppáhaldi en eftir ár verður það örugglega einhver annar. Ég hef aldrei verið sætindagrís fyrr en ég smakkaði Myrkva, ég er kaffisjúk og Myrkvi er kaffi, dökkt súkkulaði og karamella. Þegar ég fer út að borða þá fæ ég mér porter-bjór í staðinn fyrir eftirrétt, það er mín „guilty pleasure“ eða forboðna freisting,“ segir hún og hlær.Allir eiga sinn bjór Af þeim jólabjórum sem Anna Brynja er búin að smakka þetta árið segir hún Jólagull hafa komið mest á óvart. „Þetta er einhver allt önnur uppskrift en í fyrra og hitteðfyrra. Jólagull er létt og ferskt öl með belgísku ölgeri og appelsínuberki og þetta er eiginlega bara jól í glasi. Svo finnst mér jólabjórarnir frá Gæðingi og Kalda alltaf vera skotheldir. Annars finnst mér skemmtilegt að smakka árstíðabundnu bjórana, jóla- og páskabjóra, því þá er verið að hugsa út fyrir kassann og bruggmeistararnir reyna eitthvað nýtt. Mér finnst stemningin sem skapast í kringum jólabjórinn vera hátíðleg, það er meira lagt í hann og þetta er nokkurs konar veisla fyrir bragðlaukana.“ Anna Brynja vill meina að þeir sem segjast ekki drekka bjór hafi ekki fundið sína týpu. „Þetta er eins og með sálufélagana, það er einhver þarna úti sem hentar hverjum og einum, það tekur bara mislangan tíma fyrir okkur að finna hann,“ segir hún sposk á svip.
Jólamatur Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Sjá meira