Óska eftir skýrslu ráðherra um kvikmyndaiðnað Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. desember 2014 22:00 Flags of our Fathers skilaði tæpu hálfu prósenti af útflutningstekjum ársins 2005. Tólf þingmenn, úr röðum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, lögðu fram skýrslubeiðni til iðnaðar- og viðskiptaráðherra um hagræn áhrif kvikmyndagerðar á Íslandi. Beiðnin var samþykkt á þingfundi í gær og er svara að vænta í síðasta lagi í mars á komandi ári. Í greinargerð sem fylgir beiðninni segir að upplýsingar um hagræn áhrif kvikmyndaframleiðslu í samanburðarlöndum okkar bendi til að fjárfestingum í kvikmyndagerð fylgi jákvæðir hvatar og hagræn áhrif í héraði. Sóknarfæri í geiranum séu töluverð og mikilvægt sé fyrir stjórnvöld að íhuga hvernig hátta eigi stuðningi við málaflokkinn. Reynsla erlendis frá sýni að gera megi ráð fyrir að aukning verði á ferðamannastraumi sem nemi fjórum til tíu prósentum árlega fyrstu þrjú árin eftir staður birtist í mynd sem nýtur alheimshylli. Því hefur einnig verið fleygt fram að hver fjárfest evra skili héruðum 43 evrum til baka í hagnað af umhverfinu, þjónustu og ferðamennsku.Guðlaugur Þór Þórðarsonvísir/vilhelm„Það hafa verið mörg stór og flott verkefni í kvikmyndageiranum að undanförnu og markmiðin með skýrslunni er að sjá hvaða áhrif þau hafa á iðnaðinn og hve mikil afleidd verðmæti skapast í kjölfarið,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrsti flutningsmaður beiðninnar. Hann bendir á að rúm þrettán prósent ferðamanna segist hafa ákveðið að heimsækja landið eftir að hafa séð því bregða fyrir í kvikmyndum og þáttum. Guðlaugur bendir á að þarna séu verið að ræða um í það minnsta tvær atvinnugreinar og eflaust megi telja fleiri inn í dæmið. Markmiðið með skýrslunni sé að fá upplýsingar um stöðuna eins og hún er, sjá hvar tækifærin liggi og hvað megi betur fara. Hann hafi sjálfur oft lent í því á ferðum sínum með útlendingum um landið að það veki nær undantekningalaust áhuga að geta bent á tökustað Batman og James Bond mynda. Sprenging hafi hins vegar orðið í verkefnum á undanförnum árum og erfitt sé að sækja sér upplýsingar um hvar myndir hafi verið teknar upp. „Þessi mikli vöxtur skapar fjölmörg tækifæri en þau eru til lítils ef þau eru ekki nýtt. Það er klárt mál að við högnumst öll á því. Umræðan hefur stundum snúist um hvernig dreifa megi ferðamannastraumnum um landið og hér er klárlega tækifæri til þess,“ segir Guðlaugur. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Tólf þingmenn, úr röðum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, lögðu fram skýrslubeiðni til iðnaðar- og viðskiptaráðherra um hagræn áhrif kvikmyndagerðar á Íslandi. Beiðnin var samþykkt á þingfundi í gær og er svara að vænta í síðasta lagi í mars á komandi ári. Í greinargerð sem fylgir beiðninni segir að upplýsingar um hagræn áhrif kvikmyndaframleiðslu í samanburðarlöndum okkar bendi til að fjárfestingum í kvikmyndagerð fylgi jákvæðir hvatar og hagræn áhrif í héraði. Sóknarfæri í geiranum séu töluverð og mikilvægt sé fyrir stjórnvöld að íhuga hvernig hátta eigi stuðningi við málaflokkinn. Reynsla erlendis frá sýni að gera megi ráð fyrir að aukning verði á ferðamannastraumi sem nemi fjórum til tíu prósentum árlega fyrstu þrjú árin eftir staður birtist í mynd sem nýtur alheimshylli. Því hefur einnig verið fleygt fram að hver fjárfest evra skili héruðum 43 evrum til baka í hagnað af umhverfinu, þjónustu og ferðamennsku.Guðlaugur Þór Þórðarsonvísir/vilhelm„Það hafa verið mörg stór og flott verkefni í kvikmyndageiranum að undanförnu og markmiðin með skýrslunni er að sjá hvaða áhrif þau hafa á iðnaðinn og hve mikil afleidd verðmæti skapast í kjölfarið,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrsti flutningsmaður beiðninnar. Hann bendir á að rúm þrettán prósent ferðamanna segist hafa ákveðið að heimsækja landið eftir að hafa séð því bregða fyrir í kvikmyndum og þáttum. Guðlaugur bendir á að þarna séu verið að ræða um í það minnsta tvær atvinnugreinar og eflaust megi telja fleiri inn í dæmið. Markmiðið með skýrslunni sé að fá upplýsingar um stöðuna eins og hún er, sjá hvar tækifærin liggi og hvað megi betur fara. Hann hafi sjálfur oft lent í því á ferðum sínum með útlendingum um landið að það veki nær undantekningalaust áhuga að geta bent á tökustað Batman og James Bond mynda. Sprenging hafi hins vegar orðið í verkefnum á undanförnum árum og erfitt sé að sækja sér upplýsingar um hvar myndir hafi verið teknar upp. „Þessi mikli vöxtur skapar fjölmörg tækifæri en þau eru til lítils ef þau eru ekki nýtt. Það er klárt mál að við högnumst öll á því. Umræðan hefur stundum snúist um hvernig dreifa megi ferðamannastraumnum um landið og hér er klárlega tækifæri til þess,“ segir Guðlaugur.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira