Grófum 33.000 kílómetra af skurðum en landið illa nýtt Svavar Hávarðsson skrifar 11. desember 2014 09:00 Skurðir sem þessir voru grafnir fyrir ríkisstyrki um áratugaskeið. Þegar styrkir voru ekki lengur fáanlegir lauk greftri framræsluskurða fljótt. mynd/jón guðmundsson Verulegur hluti þeirra 3.900 ferkílómetra lands sem hafa verið ræstir fram hér á landi hefur ekki verið tekinn til túnræktar eða er nýttur sem beitarland. Áhrif þessa mikla inngrips í náttúru landsins eru víðfeðm, og endurheimt votlendis því talin aðkallandi umhverfismál. Það lýtur ekki síst að losun gróðurhúsalofttegunda. „Það er mikið af þessu landi sem er ekki beinlínis nýtt til landbúnaðar, og þá vegna þess að töluvert af umræddum jörðum hefur farið í eyði og að menn ræstu líka meira fram en þeir notuðu fyrir tún. En það er rétt, framræsla var miklu meiri en nýting gaf beint tilefni til,“ segir Guðmundur Halldórsson, rannsóknarstjóri hjá Landgræðslunni, um þá staðreynd að hátt í helmingur af öllu votlendi á Íslandi hefur verið þurrkaður upp með framræslu.Sláandi tölur Tölurnar eru sláandi, má segja. Þurrkuð hafa verið upp um 40 prósent alls votlendis. Það er talið vera um 3.900 ferkílómetrar en heildarútbreiðsla votlendis á Íslandi er um 10.000 ferkílómetrar, eða u.þ.b. 10% landsins. Skýringanna á þessum framkvæmdum er að leita aftur til miðrar 20. aldar þegar viðamikil framræsla hófst með það að markmiði að auka framleiðni í landbúnaði. Annars vegar var verið að skapa möguleika til túnræktar á frjósömum mýrarjarðvegi í kjölfar framræslu og hins vegar að skapa nothæf beitilönd. Í þessum tilgangi voru grafnir um 33.000 kílómetrar af skurðum – en til samanburðar er ummál jarðar um miðbaug 40.000 kílómetrar.Guðmundur HalldórssonJón Guðmundsson, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands, þekkir þessa sögu vel. Athuganir Jóns og annarra vísindamanna benda til að heildarflatarmál á framræstu landi sem flokkað er einfaldlega sem mólendi nemur um 3.400 ferkílómetrum. Tún og akrar eru ekki nema rétt rúmlega 500 ferkílómetrar að viðbættum 25 ferkílómetrum lands sem flokkast sem skóglendi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins má ætla að þúsund ferkílómetra votlendis mætti endurheimta með litlum fyrirvara og „án þess að stíga á margar tær“, eins og það er orðað. Þar er átt við að hagsmunir fárra teygi sig inn á þetta tiltekna landsvæði. Það er mikið landsvæði þegar haft er í huga að endurheimt votlendis á tímabilinu 1993 til 2012 voru sex ferkílómetrar þegar allt er talið. Hér verður að taka fram að langur vegur er frá því að lengd skurða gefi heildstæða mynd; inn í hana vantar allar tölur yfir framræslu vegna annarra framkvæmda s.s. vegagerðar, skógræktar, hönnunar sumarbústaðabyggða og vegna þéttbýlismyndunar – og að á árunum 1962-1993 voru grafnir 62.000 kílómetrar af plógræsum. Því má fullyrða að mat um að 40 prósent votlendis hafi verið ræst fram er gróft vanmat á því votlendi sem hefur verið þurrkað upp.Aðkallandi Í greinargerð starfshóps til umhverfisráðherra vegna nýrra landgræðslulaga er m.a. fjallað um framræslu votlendis á Íslandi. Þar segir: „Töluverðir möguleikar eru á að endurheimta votlendi hér á landi, án þess að skerða hagsmuni landbúnaðar, og er það aðkallandi umhverfismál.“ Það sem vitað er núna, en ekki þegar skurðirnir voru flestir grafnir, er að framræsla votlendis veldur oxun eða bruna á lífrænum efnum í mold sem stuðlar að losun koltvísýrings (CO2) út í andrúmsloftið. „Þessi losun er mjög mikil á Íslandi. Endurheimt votlendis hefur því mjög fjölþætt gildi bæði sem náttúruverndaraðgerð og til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda,“ benda nefndarmenn á í fyrrnefndri skýrslu. Hér er ótalið að framræslan hefur gríðarleg áhrif á vatnshag og búsvæði fjölmargra lífverutegunda. Votlendi eru einnig upprunastaður fyrir næringu í ám og vötnum sem mótar m.a. framleiðni vatnakerfa og framleiðni strandsvæða, þar sem eru uppvaxtarstaðir ýmissa fiskistofna og mikilvæg búsvæði margra fuglategunda. Ekki þarf að minna landsmenn á keldusvínið sem er útdautt sem varpfugl á Íslandi – en minkurinn á reyndar sinn kafla í þeirri sögu.Vatnsmiðlun „Votlendið er líka hin náttúrulega flóðavörn. Það tekur til sín úrkomu og safnar vatninu og geymir. Því skilar votlendið hægt og rólega til baka. Það sem er búið að gerast hér og erlendis er að með framræslu hættir þetta kerfi að virka og ein ástæða þess að menn eru að lenda í vanda vegna flóða erlendis. Hér lendum við ekki í vandræðum af því að engar stórborgir eru til að lenda fyrir vatninu,“ segir Guðmundur og bætir við að flóðum fylgi hins vegar landeyðing margs konar. „Þessi vatnsmiðlun er gríðarlega mikilvæg fyrir landið yfirleitt en það er búið að raska henni svo mikið að hún er hvorki fugl né fiskur miðað við það sem hún annars væri,“ segir Guðmundur. Loftslagsmál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Verulegur hluti þeirra 3.900 ferkílómetra lands sem hafa verið ræstir fram hér á landi hefur ekki verið tekinn til túnræktar eða er nýttur sem beitarland. Áhrif þessa mikla inngrips í náttúru landsins eru víðfeðm, og endurheimt votlendis því talin aðkallandi umhverfismál. Það lýtur ekki síst að losun gróðurhúsalofttegunda. „Það er mikið af þessu landi sem er ekki beinlínis nýtt til landbúnaðar, og þá vegna þess að töluvert af umræddum jörðum hefur farið í eyði og að menn ræstu líka meira fram en þeir notuðu fyrir tún. En það er rétt, framræsla var miklu meiri en nýting gaf beint tilefni til,“ segir Guðmundur Halldórsson, rannsóknarstjóri hjá Landgræðslunni, um þá staðreynd að hátt í helmingur af öllu votlendi á Íslandi hefur verið þurrkaður upp með framræslu.Sláandi tölur Tölurnar eru sláandi, má segja. Þurrkuð hafa verið upp um 40 prósent alls votlendis. Það er talið vera um 3.900 ferkílómetrar en heildarútbreiðsla votlendis á Íslandi er um 10.000 ferkílómetrar, eða u.þ.b. 10% landsins. Skýringanna á þessum framkvæmdum er að leita aftur til miðrar 20. aldar þegar viðamikil framræsla hófst með það að markmiði að auka framleiðni í landbúnaði. Annars vegar var verið að skapa möguleika til túnræktar á frjósömum mýrarjarðvegi í kjölfar framræslu og hins vegar að skapa nothæf beitilönd. Í þessum tilgangi voru grafnir um 33.000 kílómetrar af skurðum – en til samanburðar er ummál jarðar um miðbaug 40.000 kílómetrar.Guðmundur HalldórssonJón Guðmundsson, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands, þekkir þessa sögu vel. Athuganir Jóns og annarra vísindamanna benda til að heildarflatarmál á framræstu landi sem flokkað er einfaldlega sem mólendi nemur um 3.400 ferkílómetrum. Tún og akrar eru ekki nema rétt rúmlega 500 ferkílómetrar að viðbættum 25 ferkílómetrum lands sem flokkast sem skóglendi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins má ætla að þúsund ferkílómetra votlendis mætti endurheimta með litlum fyrirvara og „án þess að stíga á margar tær“, eins og það er orðað. Þar er átt við að hagsmunir fárra teygi sig inn á þetta tiltekna landsvæði. Það er mikið landsvæði þegar haft er í huga að endurheimt votlendis á tímabilinu 1993 til 2012 voru sex ferkílómetrar þegar allt er talið. Hér verður að taka fram að langur vegur er frá því að lengd skurða gefi heildstæða mynd; inn í hana vantar allar tölur yfir framræslu vegna annarra framkvæmda s.s. vegagerðar, skógræktar, hönnunar sumarbústaðabyggða og vegna þéttbýlismyndunar – og að á árunum 1962-1993 voru grafnir 62.000 kílómetrar af plógræsum. Því má fullyrða að mat um að 40 prósent votlendis hafi verið ræst fram er gróft vanmat á því votlendi sem hefur verið þurrkað upp.Aðkallandi Í greinargerð starfshóps til umhverfisráðherra vegna nýrra landgræðslulaga er m.a. fjallað um framræslu votlendis á Íslandi. Þar segir: „Töluverðir möguleikar eru á að endurheimta votlendi hér á landi, án þess að skerða hagsmuni landbúnaðar, og er það aðkallandi umhverfismál.“ Það sem vitað er núna, en ekki þegar skurðirnir voru flestir grafnir, er að framræsla votlendis veldur oxun eða bruna á lífrænum efnum í mold sem stuðlar að losun koltvísýrings (CO2) út í andrúmsloftið. „Þessi losun er mjög mikil á Íslandi. Endurheimt votlendis hefur því mjög fjölþætt gildi bæði sem náttúruverndaraðgerð og til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda,“ benda nefndarmenn á í fyrrnefndri skýrslu. Hér er ótalið að framræslan hefur gríðarleg áhrif á vatnshag og búsvæði fjölmargra lífverutegunda. Votlendi eru einnig upprunastaður fyrir næringu í ám og vötnum sem mótar m.a. framleiðni vatnakerfa og framleiðni strandsvæða, þar sem eru uppvaxtarstaðir ýmissa fiskistofna og mikilvæg búsvæði margra fuglategunda. Ekki þarf að minna landsmenn á keldusvínið sem er útdautt sem varpfugl á Íslandi – en minkurinn á reyndar sinn kafla í þeirri sögu.Vatnsmiðlun „Votlendið er líka hin náttúrulega flóðavörn. Það tekur til sín úrkomu og safnar vatninu og geymir. Því skilar votlendið hægt og rólega til baka. Það sem er búið að gerast hér og erlendis er að með framræslu hættir þetta kerfi að virka og ein ástæða þess að menn eru að lenda í vanda vegna flóða erlendis. Hér lendum við ekki í vandræðum af því að engar stórborgir eru til að lenda fyrir vatninu,“ segir Guðmundur og bætir við að flóðum fylgi hins vegar landeyðing margs konar. „Þessi vatnsmiðlun er gríðarlega mikilvæg fyrir landið yfirleitt en það er búið að raska henni svo mikið að hún er hvorki fugl né fiskur miðað við það sem hún annars væri,“ segir Guðmundur.
Loftslagsmál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira