Losar 226% meira en iðnaður og samgöngur samtals Svavar Hávarðsson skrifar 13. desember 2014 10:45 Framræst land Landið grær með tímanum en skilvirkasta aðferðin er að fylla skurðina aftur í heild sinni. Vísir/jón guðmundsson Losun gróðurhúsalofttegunda frá þeim 3.900 ferkílómetrum votlendis sem þurrkaðir hafa verið með framræslu hér á landi er miklu meiri en er frá allri brennslu jarðefnaeldsneytis og iðnaði á hverju ári. Eins og Fréttablaðið greindi frá hefur hátt í helmingur alls votlendis á Íslandi verið ræstur fram. Í þessum tilgangi voru grafnir um 33.000 kílómetrar af skurðum. Verulegur hluti þessa lands er ekki nýttur en þetta inngrip í náttúruna hefur víðtæk áhrif og endurheimt lands er talin aðkallandi umhverfismál. Slík endurheimt á 20 ára tímabili til ársins 2012 var sex ferkílómetrar þegar allt er talið. Það sem vitað er núna, en ekki þegar skurðirnir voru flestir grafnir, er að framræsla votlendis veldur oxun eða bruna á lífrænum efnum í mold sem stuðlar að losun koltvísýrings (CO2) út í andrúmsloftið. „Þessi losun er mjög mikil á Íslandi. Endurheimt votlendis hefur því mjög fjölþætt gildi bæði sem náttúruverndaraðgerð og til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda,“ benda nefndarmenn á í fyrrnefndri skýrslu. Í svari umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn Össurar Skarphéðinssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um þetta tiltekna atriði kemur fram að losun frá framræstu votlendi hér á landi var 7,74 milljónir tonna CO2-ígilda árið 2012. Losun vegna orkunotkunar var hins vegar 1,55 milljónir tonna og vegna iðnaðarferla 1,88 milljónir tonna þetta ár. Losun frá framræstu mólendi var því 226% meiri en samanlögð losun vegna orkunotkunar og iðnaðarferla hér á landi. „Alþjóðasamfélagið er sífellt meira að krefjast verndar á votlendissvæðum og endurheimtar þeirra sem hefur verið raskað. Allt hefur þetta verið til skoðunar hjá stjórnvöldum en aldrei verið settir fjármunir í að gera þetta,“ segir Guðmundur Halldórsson, rannsóknarstjóri hjá Landgræðslunni, sem er þeirrar skoðunar að hefjast verði handa. Verkefnið sé tímafrekt enda inngripið í náttúru Íslands gríðarlegt. „Það tekur langan tíma fyrir landið að gróa saman aftur, eftir að það er búið að rista það í sundur með þessum hætti,“ segir Guðmundur og bætir við að það sé ekki síst vegna losunar gróðurhúsalofttegunda, þótt aðrir þættir spili inn í þá mynd. Loftslagsmál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Sjá meira
Losun gróðurhúsalofttegunda frá þeim 3.900 ferkílómetrum votlendis sem þurrkaðir hafa verið með framræslu hér á landi er miklu meiri en er frá allri brennslu jarðefnaeldsneytis og iðnaði á hverju ári. Eins og Fréttablaðið greindi frá hefur hátt í helmingur alls votlendis á Íslandi verið ræstur fram. Í þessum tilgangi voru grafnir um 33.000 kílómetrar af skurðum. Verulegur hluti þessa lands er ekki nýttur en þetta inngrip í náttúruna hefur víðtæk áhrif og endurheimt lands er talin aðkallandi umhverfismál. Slík endurheimt á 20 ára tímabili til ársins 2012 var sex ferkílómetrar þegar allt er talið. Það sem vitað er núna, en ekki þegar skurðirnir voru flestir grafnir, er að framræsla votlendis veldur oxun eða bruna á lífrænum efnum í mold sem stuðlar að losun koltvísýrings (CO2) út í andrúmsloftið. „Þessi losun er mjög mikil á Íslandi. Endurheimt votlendis hefur því mjög fjölþætt gildi bæði sem náttúruverndaraðgerð og til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda,“ benda nefndarmenn á í fyrrnefndri skýrslu. Í svari umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn Össurar Skarphéðinssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um þetta tiltekna atriði kemur fram að losun frá framræstu votlendi hér á landi var 7,74 milljónir tonna CO2-ígilda árið 2012. Losun vegna orkunotkunar var hins vegar 1,55 milljónir tonna og vegna iðnaðarferla 1,88 milljónir tonna þetta ár. Losun frá framræstu mólendi var því 226% meiri en samanlögð losun vegna orkunotkunar og iðnaðarferla hér á landi. „Alþjóðasamfélagið er sífellt meira að krefjast verndar á votlendissvæðum og endurheimtar þeirra sem hefur verið raskað. Allt hefur þetta verið til skoðunar hjá stjórnvöldum en aldrei verið settir fjármunir í að gera þetta,“ segir Guðmundur Halldórsson, rannsóknarstjóri hjá Landgræðslunni, sem er þeirrar skoðunar að hefjast verði handa. Verkefnið sé tímafrekt enda inngripið í náttúru Íslands gríðarlegt. „Það tekur langan tíma fyrir landið að gróa saman aftur, eftir að það er búið að rista það í sundur með þessum hætti,“ segir Guðmundur og bætir við að það sé ekki síst vegna losunar gróðurhúsalofttegunda, þótt aðrir þættir spili inn í þá mynd.
Loftslagsmál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Sjá meira