Þakkar konunni fyrir stuðninginn 16. desember 2014 09:45 Leikarinn hvetur fjölmiðla til að fjalla um ásakanirnar á hendur honum á hlutlausan hátt. Vísir/Getty Bill Cosby hefur í fyrsta sinn tjáð sig opinberlega um ásakanir á hendur sér um kynferðislegt ofbeldi. Í viðtali við New York Post hrósaði grínistinn eiginkonu sinni, Camille, fyrir „styrk“ sem hún hefur sýnt með því að standa með honum. Cosby, sem hefur verið sakaður um kynferðislegt ofbeldi gagnvart meira en tólf konum, sagði að sér hefði verið ráðlagt að tala ekki um ásakanirnar. Leikarinn, sem er 77 ára, bað fréttamenn um að halda hlutleysi. „Ég geri bara ráð fyrir því að þeldökkt fjölmiðlafólk hafi uppi framúrskarandi viðmið í blaðamennsku og þegar það gerir það verður það að fjalla um þetta á hlutlausan hátt,“ sagði Cosby. Hann bætti við að „kvenlæg ást og styrkur“ hefði hjálpað sér í gegnum stormviðrið og bætti svo við: „Þeir vilja ekki að ég tali við fjölmiðla.“ Lögreglan í Los Angeles hóf nýlega rannsókn á ásökunum Judy Huth um að Cosby hefði misnotað hana þegar hún var 15 ára. Í lögsókn sinni sagði hún að leikarinn hefði gefið henni áfengi og neytt hana svo til kynferðisathafnar í svefnherbergi á Playboy-setrinu í kringum 1974, eða fyrir fjörutíu árum. Cosby hefur á móti höfðað mál gegn hinni 55 ára Huth og segir að hún vilji einungis hafa af honum fé. Segir hann ásakanir hennar tilhæfulausar. Lögfræðingar hans, sem hafa einnig neitað öllum ásökunum, sendu nýverið frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýstu umfjöllun fjölmiðla um málið sem „fjölmiðlafári“. Leikarinn hefur aldrei verið ákærður fyrir glæp en ásakanirnar gegn honum hafa orðið til þess að hann aflýsti uppistandsferðalagi sínu og hætti við nokkur sjónvarpsverkefni.Þekktur sem Cliff Huxtable Bill Cosby er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem hinn peysuklæddi pabbi Dr. Cliff Huxtable úr gamanþáttunum The Cosby Show sem nutu mikilla vinsælda á níunda áratugnum. Cosby kom fyrst fram í sjónvarpi í Kvöldþætti NBC árið 1963. Í framhaldinu gerði hann plötusamning við Warner Brothers og gaf út röð verðlaunaðra grínplatna. Árið 1965 varð Cosby fyrsti þeldökki leikarinn til að leika aðalhlutverk í dramaþáttum í sjónvarpi þegar hann fékk hlutverk í I Spy. Hann byrjaði að leika í The Cosby Show árið 1984 og gekk þátturinn um átta ára skeið. Fyrstu ásakanir á hendur Cosby um kynferðislegt ofbeldi komu upp árið 2005 þegar Andrea Constand, starfsmaður í gamla háskólanum hans, sakaði leikarann um að hafa látið hana taka eiturlyf og misnotað hana á heimili hennar ári fyrr Bill Cosby Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Sjá meira
Bill Cosby hefur í fyrsta sinn tjáð sig opinberlega um ásakanir á hendur sér um kynferðislegt ofbeldi. Í viðtali við New York Post hrósaði grínistinn eiginkonu sinni, Camille, fyrir „styrk“ sem hún hefur sýnt með því að standa með honum. Cosby, sem hefur verið sakaður um kynferðislegt ofbeldi gagnvart meira en tólf konum, sagði að sér hefði verið ráðlagt að tala ekki um ásakanirnar. Leikarinn, sem er 77 ára, bað fréttamenn um að halda hlutleysi. „Ég geri bara ráð fyrir því að þeldökkt fjölmiðlafólk hafi uppi framúrskarandi viðmið í blaðamennsku og þegar það gerir það verður það að fjalla um þetta á hlutlausan hátt,“ sagði Cosby. Hann bætti við að „kvenlæg ást og styrkur“ hefði hjálpað sér í gegnum stormviðrið og bætti svo við: „Þeir vilja ekki að ég tali við fjölmiðla.“ Lögreglan í Los Angeles hóf nýlega rannsókn á ásökunum Judy Huth um að Cosby hefði misnotað hana þegar hún var 15 ára. Í lögsókn sinni sagði hún að leikarinn hefði gefið henni áfengi og neytt hana svo til kynferðisathafnar í svefnherbergi á Playboy-setrinu í kringum 1974, eða fyrir fjörutíu árum. Cosby hefur á móti höfðað mál gegn hinni 55 ára Huth og segir að hún vilji einungis hafa af honum fé. Segir hann ásakanir hennar tilhæfulausar. Lögfræðingar hans, sem hafa einnig neitað öllum ásökunum, sendu nýverið frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýstu umfjöllun fjölmiðla um málið sem „fjölmiðlafári“. Leikarinn hefur aldrei verið ákærður fyrir glæp en ásakanirnar gegn honum hafa orðið til þess að hann aflýsti uppistandsferðalagi sínu og hætti við nokkur sjónvarpsverkefni.Þekktur sem Cliff Huxtable Bill Cosby er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem hinn peysuklæddi pabbi Dr. Cliff Huxtable úr gamanþáttunum The Cosby Show sem nutu mikilla vinsælda á níunda áratugnum. Cosby kom fyrst fram í sjónvarpi í Kvöldþætti NBC árið 1963. Í framhaldinu gerði hann plötusamning við Warner Brothers og gaf út röð verðlaunaðra grínplatna. Árið 1965 varð Cosby fyrsti þeldökki leikarinn til að leika aðalhlutverk í dramaþáttum í sjónvarpi þegar hann fékk hlutverk í I Spy. Hann byrjaði að leika í The Cosby Show árið 1984 og gekk þátturinn um átta ára skeið. Fyrstu ásakanir á hendur Cosby um kynferðislegt ofbeldi komu upp árið 2005 þegar Andrea Constand, starfsmaður í gamla háskólanum hans, sakaði leikarann um að hafa látið hana taka eiturlyf og misnotað hana á heimili hennar ári fyrr
Bill Cosby Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Sjá meira