Set litla húsið hans Jesú út í gluggakistu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. desember 2014 12:00 Evu langar að verða mjög margt, myndlistarkona, kennari, fornleifafræðingur, læknir og margt fleira. vísir/Valli Fyrst er það fullt nafn og aldur: Eva Alice Devaney, sjö ára.Í hvaða skóla ertu og hvað er mest gaman að gera þar? „Vesturbæjarskóla, mér finnst skemmtilegt í matreiðslu, sundi og íþróttum.“Ertu í einhverjum íþróttum? „Ég er í Myndlistaskóla Reykjavíkur, þar er ég að teikna, mála og búa til styttur úr leir. Eftir áramót ætla ég að fara í Mjölni að læra jiu jitsu með bróður mínum og vinkonu minni.“Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í frístundum? „Mér finnst skemmtilegast að leika við vinkonur mínar og bræður mína en líka að föndra heima hjá mér.“Ertu búin að gera eitthvað skemmtilegt á aðventunni? „Við erum búin að setja upp jólatré með skrauti, ég er líka búin að föndra jólakort, fara á jólaball og baka heilmikið af piparkökum með afa, ömmu og gervifrænku minni, henni Nínu.“Hvað er uppáhaldsjólaskrautið þitt? „Við setjum upp litla húsið hans Jesú í gluggakistuna, við erum búin að eiga það síðan ég var eins árs. Í húsinu liggur Jesú litli í vöggu, þar er María mey mamma hans og pabbi hans Jósef og lítil lömb. Það er hey utan á húsinu eins og var í gamla daga.“Hver er uppáhaldsjólasveinninn þinn? „Það er held ég Stúfur, ég vorkenni honum agalega mikið. Hann er svo lítill en hinir stórir.“Setur þú skóinn út í glugga? „Já, ég geri það. Ég læt þá vita að mér þykir vænt um þá. Ég gef þeim mat. Síðast gaf ég smákökur og mjólk. Um morguninn er bara pínulítið eftir af mjólk í glasinu og smákakan horfin.“Hvað langar þig í í jólagjöf? „Mig langar í Simpson-Lego og ég held ég ætli að safna því. Mig langar líka í minn eigin síma og flautu, súkkulaði og páfagauk.“Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? „Ég ætla að verða mjög margt, kannski myndlistarkona, kennari, fornleifafræðingur, læknir, arkitekt, vísindamaður, búðarkona og margt fleira. Mamma hefur sagt mér að það þarf ekki bara að gera eitthvað eitt.“Kanntu brandara? „Einu sinni var kona sem átti hund sem hét Nýjasta tíska. Einn daginn hljóp hundurinn út og hún hljóp á eftir honum allsber og kallaði á eftir honum: Nýjasta tíska! Nýjasta tíska! Næst þegar konan fór út í búð voru allir allsberir.“Áttu systkini? „Ég á eina litla systur og þrjá bræður. Þau eru öll mjög skemmtileg og það er gott að eiga systkini, maður hefur alltaf einhvern til að leika sér við.“ Jólafréttir Krakkar Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira
Fyrst er það fullt nafn og aldur: Eva Alice Devaney, sjö ára.Í hvaða skóla ertu og hvað er mest gaman að gera þar? „Vesturbæjarskóla, mér finnst skemmtilegt í matreiðslu, sundi og íþróttum.“Ertu í einhverjum íþróttum? „Ég er í Myndlistaskóla Reykjavíkur, þar er ég að teikna, mála og búa til styttur úr leir. Eftir áramót ætla ég að fara í Mjölni að læra jiu jitsu með bróður mínum og vinkonu minni.“Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í frístundum? „Mér finnst skemmtilegast að leika við vinkonur mínar og bræður mína en líka að föndra heima hjá mér.“Ertu búin að gera eitthvað skemmtilegt á aðventunni? „Við erum búin að setja upp jólatré með skrauti, ég er líka búin að föndra jólakort, fara á jólaball og baka heilmikið af piparkökum með afa, ömmu og gervifrænku minni, henni Nínu.“Hvað er uppáhaldsjólaskrautið þitt? „Við setjum upp litla húsið hans Jesú í gluggakistuna, við erum búin að eiga það síðan ég var eins árs. Í húsinu liggur Jesú litli í vöggu, þar er María mey mamma hans og pabbi hans Jósef og lítil lömb. Það er hey utan á húsinu eins og var í gamla daga.“Hver er uppáhaldsjólasveinninn þinn? „Það er held ég Stúfur, ég vorkenni honum agalega mikið. Hann er svo lítill en hinir stórir.“Setur þú skóinn út í glugga? „Já, ég geri það. Ég læt þá vita að mér þykir vænt um þá. Ég gef þeim mat. Síðast gaf ég smákökur og mjólk. Um morguninn er bara pínulítið eftir af mjólk í glasinu og smákakan horfin.“Hvað langar þig í í jólagjöf? „Mig langar í Simpson-Lego og ég held ég ætli að safna því. Mig langar líka í minn eigin síma og flautu, súkkulaði og páfagauk.“Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? „Ég ætla að verða mjög margt, kannski myndlistarkona, kennari, fornleifafræðingur, læknir, arkitekt, vísindamaður, búðarkona og margt fleira. Mamma hefur sagt mér að það þarf ekki bara að gera eitthvað eitt.“Kanntu brandara? „Einu sinni var kona sem átti hund sem hét Nýjasta tíska. Einn daginn hljóp hundurinn út og hún hljóp á eftir honum allsber og kallaði á eftir honum: Nýjasta tíska! Nýjasta tíska! Næst þegar konan fór út í búð voru allir allsberir.“Áttu systkini? „Ég á eina litla systur og þrjá bræður. Þau eru öll mjög skemmtileg og það er gott að eiga systkini, maður hefur alltaf einhvern til að leika sér við.“
Jólafréttir Krakkar Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira