Fatlaður maður skilinn eftir af ferðaþjónustu fatlaðra Aðalsteinn Kjartansson skrifar 8. janúar 2015 14:50 Mynd tengist frétt ekki beint. Vísir/Anton Fatlaður maður var í gærkvöldi skilinn eftir fyrir utan heimili sitt þegar bílstjóri á vegum ferðaþjónustu fatlaðra neitaði að aka bæði honum og bróður hans frá heimili þeirra til foreldra þeirra. Mennirnir, sem eru þrítugir, voru á leið í mat til foreldra sinna og höfðu báðir pantað sér far með ferðaþjónustunni. Þeir eru búsettir á sama stað. „Bíllinn kemur þarna á réttum tíma til að sækja þá. Sá sem varð eftir átti að fara í einhvern boltatíma fyrr um daginn en þegar starfsfólk áttar sig á því að boltatímarnir byrja ekki fyrr en í næstu viku, þá afpöntuðu þau þá ferð en þá hefur ferðaþjónustan afpantað allan daginn. Tekið út ferðina um kvöldið,“ segir Hjálmar Kristjánsson, faðir mannanna, aðspurður um atvikið í samtali við Vísi. Hjálmar furðar sig á því sem gerðist næst. „Síðan mætir þarna bílstjóri á smárútu til að ná í annan þeirra, sem var skráður fyrir ferðinni. Sá er í hjólastól. Af því að hinn var ekki skráður sagðist hann ekki mega taka hann með þó að hann væri að fara á sama stað, fram og til baka. Þannig að hann var bara skilinn eftir hjá starfsfólkinu á þeim stað þar sem þeir búa,“ segir hann. Þegar aðeins annar bróðirinn skilaði sér í kvöldmatinn höfðu Hjálmar og kona hans, móðir mannanna, samband við ferðaþjónustu fatlaðra. Þar var fátt um svör annað en að um mistök hafi verið að ræða. „Þeir eru þrítugir þannig að við þekkjum þetta í gegnum tíðina. Eftir að þeir breyttu þessu fyrirkomulagi og sögðu upp öllu gömlu fólki, fólkinu sem var að vinna þarna áður, þá varð þetta alveg óstarfhæft. Þetta var í fínu standi hérna áður,“ segir hann. Ekki hefur náðst í forsvarsmann ferðaþjónustu fatlaðra eða upplýsingafulltrúa Strætó vegna málsins. Í morgun var þó send út almenn afsökunarbeiðni til notenda akstursþjónustunnar. „Strætó biðst afsökunar á óþægindum sem notendur akstursþjónustu fyrir fatlað fólk á höfuðborgarsvæðinu hafa orðið fyrir,“ segir í yfirlýsingunni. Ekki er vísað til einstakra tilvika í yfirlýsingunni. Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Fatlaður maður var í gærkvöldi skilinn eftir fyrir utan heimili sitt þegar bílstjóri á vegum ferðaþjónustu fatlaðra neitaði að aka bæði honum og bróður hans frá heimili þeirra til foreldra þeirra. Mennirnir, sem eru þrítugir, voru á leið í mat til foreldra sinna og höfðu báðir pantað sér far með ferðaþjónustunni. Þeir eru búsettir á sama stað. „Bíllinn kemur þarna á réttum tíma til að sækja þá. Sá sem varð eftir átti að fara í einhvern boltatíma fyrr um daginn en þegar starfsfólk áttar sig á því að boltatímarnir byrja ekki fyrr en í næstu viku, þá afpöntuðu þau þá ferð en þá hefur ferðaþjónustan afpantað allan daginn. Tekið út ferðina um kvöldið,“ segir Hjálmar Kristjánsson, faðir mannanna, aðspurður um atvikið í samtali við Vísi. Hjálmar furðar sig á því sem gerðist næst. „Síðan mætir þarna bílstjóri á smárútu til að ná í annan þeirra, sem var skráður fyrir ferðinni. Sá er í hjólastól. Af því að hinn var ekki skráður sagðist hann ekki mega taka hann með þó að hann væri að fara á sama stað, fram og til baka. Þannig að hann var bara skilinn eftir hjá starfsfólkinu á þeim stað þar sem þeir búa,“ segir hann. Þegar aðeins annar bróðirinn skilaði sér í kvöldmatinn höfðu Hjálmar og kona hans, móðir mannanna, samband við ferðaþjónustu fatlaðra. Þar var fátt um svör annað en að um mistök hafi verið að ræða. „Þeir eru þrítugir þannig að við þekkjum þetta í gegnum tíðina. Eftir að þeir breyttu þessu fyrirkomulagi og sögðu upp öllu gömlu fólki, fólkinu sem var að vinna þarna áður, þá varð þetta alveg óstarfhæft. Þetta var í fínu standi hérna áður,“ segir hann. Ekki hefur náðst í forsvarsmann ferðaþjónustu fatlaðra eða upplýsingafulltrúa Strætó vegna málsins. Í morgun var þó send út almenn afsökunarbeiðni til notenda akstursþjónustunnar. „Strætó biðst afsökunar á óþægindum sem notendur akstursþjónustu fyrir fatlað fólk á höfuðborgarsvæðinu hafa orðið fyrir,“ segir í yfirlýsingunni. Ekki er vísað til einstakra tilvika í yfirlýsingunni.
Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira