Væsir ekki um stuðningsmenn Strákanna okkar í Katar Kjartan Atli Kjartansson skrifar 15. janúar 2015 11:31 Hótelð er flott og flugvélin var heldur betur í lagi segir Bóas Börkur. „Nú er hádegi í Katar og hitinn er kominn í góða tveggja stafa tölu,“ segir Bóas Börkur Bóasson sem er staddur úti í Katar ásamt átján öðrum stuðningsmönnum íslenska landsliðsins í handbolta sem keppir þar í heimsmeistaramótinu í handbolta. Þegar blaðamaður Vísis náði til af Bóasi var hann á leiðinni í hádegismat. „Að matinum loknum förum við í rútu á opnunarhátíð mótsins.“ Hann segir stuðningsmennina vera stórhuga. „Við erum nítján sem sem eru hér. Við erum búin að samræma aðgerðir og erum öll komin með flottar landsliðstreyjur sem við fengum frá HSÍ.“ Bóas skrifaði líflega færslu á Facebook, þar sem hann lýsti ferðalaginu til Katar. „Kominn til Qatar, flott flug, aðeins 6 tímar frá Köben. Hin nýja Boeing Dreamliner fór vel með mann, allar veitingar fríar allt flugið, áfengi já,3 heitir réttir á menu, kaffi og koníak, kampavín og hvaðeina, allt frítt, serverað allt flugið,“ segir hann í færslunni. Hann segir hótelið sem hópurinn gistir á vera flott: „Hótelið gamalt og flott 5 stjörnu, erum öll í sérherbergjum, tv, internet frítt og niðri í lobbíi er iPad á öllum borðum, ef einhverjum leiðist. Það eru um 20 manns í lobbýinu sem eru bara að bíða eftir einhverjum til að þjóna, opna dyr, bera töskur, og hjálpa á allan hátt, allir tala enskuna vel. Morgunmatur með öllum þeim réttum sem finnast, beikon, egg, pylsur og kökubarinn er svakalegur. Arabíukaffið styrkir svo æðakerfið hressilega!“ Hann segir svo frá ansi hressilegri bæjarferð sem hópurinn fór í: „Fórum smá hring í miðbænum í gærkveldi á rútunni, háhýsin öll upplýst og það var ótrúlegt að sjá, við erum slatta út frá miðbænum. Kíktum svo smá göngutúr og fundum „24 hour“ búð með öllu sem þarf, á leiðinni til baka fór sportbíll framhjá okkur á löngum beinum vegarkafla, heyrðum hann bara fara hjá eins og sprengju, það kom bara hvellur og svo var hann horfinn, áætluðum að hann hefði skellt kvikindinu í svona 240-250 þarna. Skömmu síðar kom gæi á „superbike“mótorhjóli á 100 á afturhjólinu og hann bara stóð á því svoleiðis kílómeter eða eitthvað.“ Bóas endar svo færsluna á skemmtilegan hátt: „Allavega, byrjar vel, lifi handboltinn!“ HM 2015 í Katar Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Fleiri fréttir Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Sjá meira
„Nú er hádegi í Katar og hitinn er kominn í góða tveggja stafa tölu,“ segir Bóas Börkur Bóasson sem er staddur úti í Katar ásamt átján öðrum stuðningsmönnum íslenska landsliðsins í handbolta sem keppir þar í heimsmeistaramótinu í handbolta. Þegar blaðamaður Vísis náði til af Bóasi var hann á leiðinni í hádegismat. „Að matinum loknum förum við í rútu á opnunarhátíð mótsins.“ Hann segir stuðningsmennina vera stórhuga. „Við erum nítján sem sem eru hér. Við erum búin að samræma aðgerðir og erum öll komin með flottar landsliðstreyjur sem við fengum frá HSÍ.“ Bóas skrifaði líflega færslu á Facebook, þar sem hann lýsti ferðalaginu til Katar. „Kominn til Qatar, flott flug, aðeins 6 tímar frá Köben. Hin nýja Boeing Dreamliner fór vel með mann, allar veitingar fríar allt flugið, áfengi já,3 heitir réttir á menu, kaffi og koníak, kampavín og hvaðeina, allt frítt, serverað allt flugið,“ segir hann í færslunni. Hann segir hótelið sem hópurinn gistir á vera flott: „Hótelið gamalt og flott 5 stjörnu, erum öll í sérherbergjum, tv, internet frítt og niðri í lobbíi er iPad á öllum borðum, ef einhverjum leiðist. Það eru um 20 manns í lobbýinu sem eru bara að bíða eftir einhverjum til að þjóna, opna dyr, bera töskur, og hjálpa á allan hátt, allir tala enskuna vel. Morgunmatur með öllum þeim réttum sem finnast, beikon, egg, pylsur og kökubarinn er svakalegur. Arabíukaffið styrkir svo æðakerfið hressilega!“ Hann segir svo frá ansi hressilegri bæjarferð sem hópurinn fór í: „Fórum smá hring í miðbænum í gærkveldi á rútunni, háhýsin öll upplýst og það var ótrúlegt að sjá, við erum slatta út frá miðbænum. Kíktum svo smá göngutúr og fundum „24 hour“ búð með öllu sem þarf, á leiðinni til baka fór sportbíll framhjá okkur á löngum beinum vegarkafla, heyrðum hann bara fara hjá eins og sprengju, það kom bara hvellur og svo var hann horfinn, áætluðum að hann hefði skellt kvikindinu í svona 240-250 þarna. Skömmu síðar kom gæi á „superbike“mótorhjóli á 100 á afturhjólinu og hann bara stóð á því svoleiðis kílómeter eða eitthvað.“ Bóas endar svo færsluna á skemmtilegan hátt: „Allavega, byrjar vel, lifi handboltinn!“
HM 2015 í Katar Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Fleiri fréttir Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Sjá meira