Væsir ekki um stuðningsmenn Strákanna okkar í Katar Kjartan Atli Kjartansson skrifar 15. janúar 2015 11:31 Hótelð er flott og flugvélin var heldur betur í lagi segir Bóas Börkur. „Nú er hádegi í Katar og hitinn er kominn í góða tveggja stafa tölu,“ segir Bóas Börkur Bóasson sem er staddur úti í Katar ásamt átján öðrum stuðningsmönnum íslenska landsliðsins í handbolta sem keppir þar í heimsmeistaramótinu í handbolta. Þegar blaðamaður Vísis náði til af Bóasi var hann á leiðinni í hádegismat. „Að matinum loknum förum við í rútu á opnunarhátíð mótsins.“ Hann segir stuðningsmennina vera stórhuga. „Við erum nítján sem sem eru hér. Við erum búin að samræma aðgerðir og erum öll komin með flottar landsliðstreyjur sem við fengum frá HSÍ.“ Bóas skrifaði líflega færslu á Facebook, þar sem hann lýsti ferðalaginu til Katar. „Kominn til Qatar, flott flug, aðeins 6 tímar frá Köben. Hin nýja Boeing Dreamliner fór vel með mann, allar veitingar fríar allt flugið, áfengi já,3 heitir réttir á menu, kaffi og koníak, kampavín og hvaðeina, allt frítt, serverað allt flugið,“ segir hann í færslunni. Hann segir hótelið sem hópurinn gistir á vera flott: „Hótelið gamalt og flott 5 stjörnu, erum öll í sérherbergjum, tv, internet frítt og niðri í lobbíi er iPad á öllum borðum, ef einhverjum leiðist. Það eru um 20 manns í lobbýinu sem eru bara að bíða eftir einhverjum til að þjóna, opna dyr, bera töskur, og hjálpa á allan hátt, allir tala enskuna vel. Morgunmatur með öllum þeim réttum sem finnast, beikon, egg, pylsur og kökubarinn er svakalegur. Arabíukaffið styrkir svo æðakerfið hressilega!“ Hann segir svo frá ansi hressilegri bæjarferð sem hópurinn fór í: „Fórum smá hring í miðbænum í gærkveldi á rútunni, háhýsin öll upplýst og það var ótrúlegt að sjá, við erum slatta út frá miðbænum. Kíktum svo smá göngutúr og fundum „24 hour“ búð með öllu sem þarf, á leiðinni til baka fór sportbíll framhjá okkur á löngum beinum vegarkafla, heyrðum hann bara fara hjá eins og sprengju, það kom bara hvellur og svo var hann horfinn, áætluðum að hann hefði skellt kvikindinu í svona 240-250 þarna. Skömmu síðar kom gæi á „superbike“mótorhjóli á 100 á afturhjólinu og hann bara stóð á því svoleiðis kílómeter eða eitthvað.“ Bóas endar svo færsluna á skemmtilegan hátt: „Allavega, byrjar vel, lifi handboltinn!“ HM 2015 í Katar Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Sjá meira
„Nú er hádegi í Katar og hitinn er kominn í góða tveggja stafa tölu,“ segir Bóas Börkur Bóasson sem er staddur úti í Katar ásamt átján öðrum stuðningsmönnum íslenska landsliðsins í handbolta sem keppir þar í heimsmeistaramótinu í handbolta. Þegar blaðamaður Vísis náði til af Bóasi var hann á leiðinni í hádegismat. „Að matinum loknum förum við í rútu á opnunarhátíð mótsins.“ Hann segir stuðningsmennina vera stórhuga. „Við erum nítján sem sem eru hér. Við erum búin að samræma aðgerðir og erum öll komin með flottar landsliðstreyjur sem við fengum frá HSÍ.“ Bóas skrifaði líflega færslu á Facebook, þar sem hann lýsti ferðalaginu til Katar. „Kominn til Qatar, flott flug, aðeins 6 tímar frá Köben. Hin nýja Boeing Dreamliner fór vel með mann, allar veitingar fríar allt flugið, áfengi já,3 heitir réttir á menu, kaffi og koníak, kampavín og hvaðeina, allt frítt, serverað allt flugið,“ segir hann í færslunni. Hann segir hótelið sem hópurinn gistir á vera flott: „Hótelið gamalt og flott 5 stjörnu, erum öll í sérherbergjum, tv, internet frítt og niðri í lobbíi er iPad á öllum borðum, ef einhverjum leiðist. Það eru um 20 manns í lobbýinu sem eru bara að bíða eftir einhverjum til að þjóna, opna dyr, bera töskur, og hjálpa á allan hátt, allir tala enskuna vel. Morgunmatur með öllum þeim réttum sem finnast, beikon, egg, pylsur og kökubarinn er svakalegur. Arabíukaffið styrkir svo æðakerfið hressilega!“ Hann segir svo frá ansi hressilegri bæjarferð sem hópurinn fór í: „Fórum smá hring í miðbænum í gærkveldi á rútunni, háhýsin öll upplýst og það var ótrúlegt að sjá, við erum slatta út frá miðbænum. Kíktum svo smá göngutúr og fundum „24 hour“ búð með öllu sem þarf, á leiðinni til baka fór sportbíll framhjá okkur á löngum beinum vegarkafla, heyrðum hann bara fara hjá eins og sprengju, það kom bara hvellur og svo var hann horfinn, áætluðum að hann hefði skellt kvikindinu í svona 240-250 þarna. Skömmu síðar kom gæi á „superbike“mótorhjóli á 100 á afturhjólinu og hann bara stóð á því svoleiðis kílómeter eða eitthvað.“ Bóas endar svo færsluna á skemmtilegan hátt: „Allavega, byrjar vel, lifi handboltinn!“
HM 2015 í Katar Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Sjá meira