20 ár frá snjóflóðinu í Súðavík: Minnast hinna látnu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2015 10:01 Björgunarsveitarmenn nærast á milli aðgerða í Súðavík i janúar 1995. Mynd/Brynjar Gauti Föstudaginn 16. janúar verða liðin tuttugu ár frá snjóflóðinu sem féll í Súðavík árið 1995. Af því tilefni verður staðið fyrir samverustund í Guðríðarkirkju um kvöldið klukkan 20 til minningar um þá sem létu lífið. Fjórtán manns fórust þennan dag, börn sem fullorðnir og verður þeirra minnst ásamt því sem beðið verður fyrir styrk og blessun að sögn Sr. Karls V. Matthíassonar, sóknarprests í Guðríðarkirkju. Snjóflóðið, sem var rúmlega 200 metra breitt, féll klukkan 6:25 á miðja byggðina í Súðavík og tók með sér 15 íbúðarhús. Í þeim voru 26 manns og fórust 14 þeirra, þar af átta börn, en 12 manns tókst að bjarga. Húsin sem flóðið féll á stóðu flest utan þeirra marka sem skilgreind voru sem hættusvæði vegna snjóflóða. Sjá einnig: Aðstandendur þjást af áfallastreitu Minnisvarði í Súðavík um þá sem féllu.Vísir/Anton Brink Sr. Karl segir í samtali við Vísi að samverustundir á borð við þessa hafi farið fram þegar bæði fimm og tíu ár voru liðin frá flóðinu. Þá kom fólk saman í Lágafellskirkju en nú verður stundin í Guðríðarkirkju þar sem Sr. Karl er sóknarprestur. Sr. Karl og Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson dómkirkjuprestur, munu leiða samverustundina en báðir voru þeir prestar á Vestfjörðum á sínum tíma. Félag Álftfirðinga og Seyðfirðinga vestra koma einnig að stundinni auk þess sem Fjallabræður og Svavar Knútur munu flytja tónlist. Sjá einnig: Tíminn læknar ekki öll sár „Þetta varðar svo marga eins og til dæmis björgunarsveitarmennina sem komu að þessu á sínum tíma,“ segir Karl en leggur áherslu á að stundin sé öllum opin. „Stundin er fyrir alla sem vilja votta minningu þessa fólks virðingu sína.“ Samverustundin verður í Guðríðarkirkju í Grafarholti á föstudagskvöld klukkan 20. Að henni lokinni gefst fólki kostur á fá sér sæti og spjalla saman. Snjóflóðin í Súðavík 1995 Snjóflóð á Íslandi Tengdar fréttir Tíu ár frá snjóflóðinu í Súðavík Á morgun eru tíu ár liðin frá snjóflóðunum í Súðavík sem hrifu með sér fjórtán mannslíf. Tólf slösuðust en þrjátíu og fjórir björguðust. 15. janúar 2005 00:01 Tíminn læknar ekki öll sár Súðvíkingurinn Ómar Már Jónsson hefur verið sveitarstjóri Súðavíkurhrepps í rúm tvö ár. Hann var skipverji á Bessanum þegar flóðin féllu fyrir áratug. Ómar er bjartsýnn á framtíð Súðavíkur og segir stemninguna einstaka, sérstaklega yfir sumartímann, þegar íbúafjöldinn margfaldast. Gamla byggðin iðar þá af lífi og fjöri. 15. janúar 2005 00:01 Rannsakar þolendur snjóflóðanna í Súðavík og á Flateyri Margir þeirra sem lentu í snjóflóðunum í Súðavík og á Flateyri fyrir 16 árum og aðstandendur þeirra þjást enn af áfallastreituröskun og öðrum kvillum sem rekja má til hamfaranna. Þetta kemur fram í nýrri doktorsritgerð Eddu Bjarkar Þórðardóttur, doktorsnema í lýðheilsuvísindum og sálfræði við Háskóla Íslands. 14. október 2011 20:00 Fimmtán ár frá snjóflóðinu í Súðavík Í dag eru 15 ár frá því að snjóflóð féll á byggðina í Súðavík með þeim afleiðingum að 14 manns fórust. Húsin sem flóðið féll á stóðu flest utan þeirra marka sem skilgreind voru sem hættusvæði vegna snjóflóða. 16. janúar 2010 18:13 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Sjá meira
Föstudaginn 16. janúar verða liðin tuttugu ár frá snjóflóðinu sem féll í Súðavík árið 1995. Af því tilefni verður staðið fyrir samverustund í Guðríðarkirkju um kvöldið klukkan 20 til minningar um þá sem létu lífið. Fjórtán manns fórust þennan dag, börn sem fullorðnir og verður þeirra minnst ásamt því sem beðið verður fyrir styrk og blessun að sögn Sr. Karls V. Matthíassonar, sóknarprests í Guðríðarkirkju. Snjóflóðið, sem var rúmlega 200 metra breitt, féll klukkan 6:25 á miðja byggðina í Súðavík og tók með sér 15 íbúðarhús. Í þeim voru 26 manns og fórust 14 þeirra, þar af átta börn, en 12 manns tókst að bjarga. Húsin sem flóðið féll á stóðu flest utan þeirra marka sem skilgreind voru sem hættusvæði vegna snjóflóða. Sjá einnig: Aðstandendur þjást af áfallastreitu Minnisvarði í Súðavík um þá sem féllu.Vísir/Anton Brink Sr. Karl segir í samtali við Vísi að samverustundir á borð við þessa hafi farið fram þegar bæði fimm og tíu ár voru liðin frá flóðinu. Þá kom fólk saman í Lágafellskirkju en nú verður stundin í Guðríðarkirkju þar sem Sr. Karl er sóknarprestur. Sr. Karl og Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson dómkirkjuprestur, munu leiða samverustundina en báðir voru þeir prestar á Vestfjörðum á sínum tíma. Félag Álftfirðinga og Seyðfirðinga vestra koma einnig að stundinni auk þess sem Fjallabræður og Svavar Knútur munu flytja tónlist. Sjá einnig: Tíminn læknar ekki öll sár „Þetta varðar svo marga eins og til dæmis björgunarsveitarmennina sem komu að þessu á sínum tíma,“ segir Karl en leggur áherslu á að stundin sé öllum opin. „Stundin er fyrir alla sem vilja votta minningu þessa fólks virðingu sína.“ Samverustundin verður í Guðríðarkirkju í Grafarholti á föstudagskvöld klukkan 20. Að henni lokinni gefst fólki kostur á fá sér sæti og spjalla saman.
Snjóflóðin í Súðavík 1995 Snjóflóð á Íslandi Tengdar fréttir Tíu ár frá snjóflóðinu í Súðavík Á morgun eru tíu ár liðin frá snjóflóðunum í Súðavík sem hrifu með sér fjórtán mannslíf. Tólf slösuðust en þrjátíu og fjórir björguðust. 15. janúar 2005 00:01 Tíminn læknar ekki öll sár Súðvíkingurinn Ómar Már Jónsson hefur verið sveitarstjóri Súðavíkurhrepps í rúm tvö ár. Hann var skipverji á Bessanum þegar flóðin féllu fyrir áratug. Ómar er bjartsýnn á framtíð Súðavíkur og segir stemninguna einstaka, sérstaklega yfir sumartímann, þegar íbúafjöldinn margfaldast. Gamla byggðin iðar þá af lífi og fjöri. 15. janúar 2005 00:01 Rannsakar þolendur snjóflóðanna í Súðavík og á Flateyri Margir þeirra sem lentu í snjóflóðunum í Súðavík og á Flateyri fyrir 16 árum og aðstandendur þeirra þjást enn af áfallastreituröskun og öðrum kvillum sem rekja má til hamfaranna. Þetta kemur fram í nýrri doktorsritgerð Eddu Bjarkar Þórðardóttur, doktorsnema í lýðheilsuvísindum og sálfræði við Háskóla Íslands. 14. október 2011 20:00 Fimmtán ár frá snjóflóðinu í Súðavík Í dag eru 15 ár frá því að snjóflóð féll á byggðina í Súðavík með þeim afleiðingum að 14 manns fórust. Húsin sem flóðið féll á stóðu flest utan þeirra marka sem skilgreind voru sem hættusvæði vegna snjóflóða. 16. janúar 2010 18:13 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Sjá meira
Tíu ár frá snjóflóðinu í Súðavík Á morgun eru tíu ár liðin frá snjóflóðunum í Súðavík sem hrifu með sér fjórtán mannslíf. Tólf slösuðust en þrjátíu og fjórir björguðust. 15. janúar 2005 00:01
Tíminn læknar ekki öll sár Súðvíkingurinn Ómar Már Jónsson hefur verið sveitarstjóri Súðavíkurhrepps í rúm tvö ár. Hann var skipverji á Bessanum þegar flóðin féllu fyrir áratug. Ómar er bjartsýnn á framtíð Súðavíkur og segir stemninguna einstaka, sérstaklega yfir sumartímann, þegar íbúafjöldinn margfaldast. Gamla byggðin iðar þá af lífi og fjöri. 15. janúar 2005 00:01
Rannsakar þolendur snjóflóðanna í Súðavík og á Flateyri Margir þeirra sem lentu í snjóflóðunum í Súðavík og á Flateyri fyrir 16 árum og aðstandendur þeirra þjást enn af áfallastreituröskun og öðrum kvillum sem rekja má til hamfaranna. Þetta kemur fram í nýrri doktorsritgerð Eddu Bjarkar Þórðardóttur, doktorsnema í lýðheilsuvísindum og sálfræði við Háskóla Íslands. 14. október 2011 20:00
Fimmtán ár frá snjóflóðinu í Súðavík Í dag eru 15 ár frá því að snjóflóð féll á byggðina í Súðavík með þeim afleiðingum að 14 manns fórust. Húsin sem flóðið féll á stóðu flest utan þeirra marka sem skilgreind voru sem hættusvæði vegna snjóflóða. 16. janúar 2010 18:13