EB: Nútíma þrælar byggja handboltahallirnar á HM Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. janúar 2015 11:00 Verkamennirnir vinna við hættulegar aðstæður og sofa í gámum í eyðimörkinni. myndir/jan poulsen/extra bladet Mikið hefur verið fjallað um nútíma þrælahald í Katar undanfarin misseri í tengslum við heimsmeistarakeppnina í fótbolta sem haldin verður í landinu árið 2022. Verkamenn eru fluttir inn frá Indlandi, Sri Lanka og Nepal þar sem þeir þræla sér út á daginn við að byggja velli og heilu hverfin fyrir mótið sem hefst eftir sjö ár. Aðstæður þeirra eru ömurlegar og dauðsföllin tíð. Talið var að 1.400 innfluttir verkamenn væru dánir í október á síðasta ári, en danski blaðamaðurinn Jan Jensen á Extra Bladet komst að því að sú tala hefur hækkað verulega. Heimsmeistarakeppnin í handbolta hefst á morgun og ætlar Jensen að skína ljósi á dökku hliðar mótsins. Lesa má fyrstu umfjöllun hans í heildinni hér á vef EB. Innfluttir verkamenn voru einnig látnir byggja handboltahallirnar glæsilegu sem notaðar verða á HM, en á myndinni hér að ofan má sjá nokkra þeirra leggja lokahönd á höllina í Lusail þar sem Danir mæta Argentínumönnum í fyrsta leik á föstudaginn. Vinnuaðstæður mannanna eru ömurlegar, segir Jensen, og deyr verkamaður annan hvern dag. Hann slóst í för með einum vinnuhópi og sá með eigin augum hvernig þeir vinna og lifa við skelfilegar aðstæður í Doha. Hópurinn sem Jensen fylgdi er frá Nepal og býr í lítilli byggingu ásamt 115 öðrum verkamönnum. Þeir sofa átta saman í herbergi og allir 115 þurfa að deila litlu eldhúsi og tveimur sturtum. Jensen segist í niðurlagi fréttarinnar ætla að halda áfram að fjalla um skuggahliðar mótsins. HM 2015 í Katar Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Fleiri fréttir Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um nútíma þrælahald í Katar undanfarin misseri í tengslum við heimsmeistarakeppnina í fótbolta sem haldin verður í landinu árið 2022. Verkamenn eru fluttir inn frá Indlandi, Sri Lanka og Nepal þar sem þeir þræla sér út á daginn við að byggja velli og heilu hverfin fyrir mótið sem hefst eftir sjö ár. Aðstæður þeirra eru ömurlegar og dauðsföllin tíð. Talið var að 1.400 innfluttir verkamenn væru dánir í október á síðasta ári, en danski blaðamaðurinn Jan Jensen á Extra Bladet komst að því að sú tala hefur hækkað verulega. Heimsmeistarakeppnin í handbolta hefst á morgun og ætlar Jensen að skína ljósi á dökku hliðar mótsins. Lesa má fyrstu umfjöllun hans í heildinni hér á vef EB. Innfluttir verkamenn voru einnig látnir byggja handboltahallirnar glæsilegu sem notaðar verða á HM, en á myndinni hér að ofan má sjá nokkra þeirra leggja lokahönd á höllina í Lusail þar sem Danir mæta Argentínumönnum í fyrsta leik á föstudaginn. Vinnuaðstæður mannanna eru ömurlegar, segir Jensen, og deyr verkamaður annan hvern dag. Hann slóst í för með einum vinnuhópi og sá með eigin augum hvernig þeir vinna og lifa við skelfilegar aðstæður í Doha. Hópurinn sem Jensen fylgdi er frá Nepal og býr í lítilli byggingu ásamt 115 öðrum verkamönnum. Þeir sofa átta saman í herbergi og allir 115 þurfa að deila litlu eldhúsi og tveimur sturtum. Jensen segist í niðurlagi fréttarinnar ætla að halda áfram að fjalla um skuggahliðar mótsins.
HM 2015 í Katar Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Fleiri fréttir Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Sjá meira