Lést 21 árs í bílslysi: „Hún gefur sex manns tækifæri á betra lífi“ Bjarki Ármannsson skrifar 13. janúar 2015 20:25 Dagný Ösp Runólfsdóttir, 21 árs lyfjafræðinemi sem lést eftir bílslys á Hellisheiði í desember 2013, hafði ákveðið að gerast líffæragjafi ári áður. Foreldrar hennar segja það „óhugsandi“ að taka ákvörðun um hvort gefa eigi líffæri úr barni sínu við andlát þess en sex manns fengu líffæri úr Dagnýju og öðluðust betra líf í kjölfarið. „Ef ákvörðunin hefði verið okkar, hefðum við líklega aldrei gefið líffærin úr henni,“ sögðu foreldrar Dagnýjar í Íslandi í dag í kvöld.Fann það á sér að eitthvað hafði gerst Þann 29. desember árið 2013 fékk Dagný Ösp óvænt úthlutaða íbúð á Hjónagörðum en hún stundaði nám í lyfjafræði við Háskóla Íslands. Hún var búin að vera lasin en þar sem hún var svo spennt að byrja að búa ákvað hún að fylla Yarisinn sinn af dóti og brunaði af stað úr foreldrahúsum í Hveragerði. Foreldrar hennar ætluðu svo að koma fljótt á eftir. „Við förum af stað út úr Hveragerði og þá er búið að loka Hellisheiðinni við hringtorgið þannig að við keyrum Þrengslin,“ segir Guðrún Hanna Guðmundsdóttir, móðir Dagnýjar. „Þegar ég er svo rétt komin niður í Ölfus þá var bara eitthvað sem greip um hjartað mitt og ég bara fann að það hafði eitthvað gerst.“Sjá einnig:Konur 70 prósent af þeim sem hafa tekið afstöðu til líffæragjafar Guðrún reyndi þá að hringja í dóttur sína en fékk ekki svar. Þegar hún hringdi í lögregluna á Selfossi og kynnti sig fékk hún þær upplýsingar að Dagný hefði lent í slysi. Á þessum tímapunkti var þeim hjónunum þó ekki alveg ljóst hversu alvarleg meiðsl Dagnýjar voru. „Við keyrðum bara áfram, ég veit ekki hvernig við gátum það, en við keyrðum áfram niður á spítala,“ segir Guðrún. Þar var þeim fylgt á gjörgæslu og þeim sagt að Dagný hefði fengið mikið höfuðhögg. Hún þyrfti aðgerð og að rannsóknir yrðu gerðar á henni. Næsta dag var foreldrum Dagnýjar og fjórum systkinum gert ljóst að Dagný myndi aldrei ná sér.Dagný var yngsta barn foreldra sinna. Henni er lýst sem opinni, kærleiksríkri og greindri stúlku.Léttir í hjartanu Ári áður hafði Dagný ákveðið að gerast líffæragjafi ef eitthvað kæmi fyrir hana en hér á landi þarf sérstaklega að skrá sig, vilji maður gefa líffæri. „Það var þáttur í sjónvarpinu sem hún hafði verið að hlusta á,“ segir Guðrún. „Hún átti ekki til orð yfir því að það væru ekki bara allir líffæragjafar. Henni fannst það mjög óréttlátt og ræddi þetta aftur og aftur. Hún var mjög ákveðin.“ Það er óhugsandi fyrir foreldra að taka ákvörðun um hvort gefa eigi líffæri úr barni sínu á stundum sem þessari. Dagný var þó í raun búin að taka þá ákvörðun fyrir þau. „Það er í raun mikill léttir, því ég er ekki viss um að ég hefði tekið þessa sömu ákvörðun ef valið hefði verið mitt fyrir hana,“ segir Runólfur Þór Jónsson, faðir Dagnýjar. „Hún gefur sex manns tækifæri á betra lífi - og jafnvel bara lífi alfarið.“ Tíu ára stúlka fékk hjartað úr Dagnýju, tvítug kona fékk lungun, fimm ára drengur og 55 ára gömul kona fengu lifrina og tvær 35 ára gamlar konur fengu nýrun. Önnur þeirra fékk líka brisið. „Eftir á að hyggja er þetta í raun alveg ómetanlegt, að geta hugsað til þess,“ segir Runólfur. „Þegar maður hugsar það þannig er einhver léttir innst inni í hjartanu á manni,“ segir Guðrún. „Að hún skuli hafa getað hjálpað svona mörgum, það hjálpar okkur.“Viðtal Sindra Sindrasonar við þau Guðrúnu og Runólf má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Þeir sem vilja gerast líffæragjafar, geta skráð sig á heimasíðu landlæknis. Tengdar fréttir Fjórir af hverjum fimm hlynntir ætluðu samþykki Mikill meirihluti Íslendinga vill að frumvarp um ætlað samþykki til líffæragjafa nái fram að ganga. 6. október 2014 12:25 Sextán ára drengur fær hjarta Skarphéðins "Hann var alveg staðráðinn í því að vilja gefa líffærin úr sér,“ segir Steinunn Rósa Einarsdóttir, móðir unga mannsins sem lést í gær eftir bílslys. "Þessar gjafir lýsa Skarphéðni vel - að gefa það sem hann gat." 29. janúar 2014 14:05 "Það hjálpar okkur í gegnum sorgina að hjarta hans slær áfram“ Sex koma til með að lifa vegna líffæragjafa Skarphéðins Andra Kristjánssonar, 18 ára karlmanns sem lést á gjörgæslu Landspítalans í gær, en hann lenti í bílslysi 12. janúar síðastliðinn. Fjölskylda Skarphéðins segir hann alltaf hafa verið staðráðinn í að gefa líffæri sín, ef til þess kæmi. 29. janúar 2014 18:29 Gaf nær ókunnugum manni nýra og bjargaði lífi hans Þeir Hólmar og Gunnar þekktust nær ekkert þegar Gunnar ákvað að gefa Hólmari nýra. Nú er ár liðið frá aðgerðinni og munu nýrun koma saman á ný, þegar þeir félagar hlaupa til að vekja athygli á gjöfum lifandi líffæragjafa. 1. febrúar 2014 18:53 Konur 70 prósent af þeim sem hafa tekið afstöðu til líffæragjafar Níutíu og níu prósent af tæplega níu þúsund hafa tekið afstöðu með líffæragjöf 13. janúar 2015 11:16 Hátt í 5000 hafa skráð afstöðu til líffæragjafar 4500 manns höfðu skráð vilja sinn til líffæragjafar, þegar starfsmenn Landlæknis skoðuðu gagnagrunninn í morgun. 27. október 2014 14:51 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Fleiri fréttir Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Sjá meira
Dagný Ösp Runólfsdóttir, 21 árs lyfjafræðinemi sem lést eftir bílslys á Hellisheiði í desember 2013, hafði ákveðið að gerast líffæragjafi ári áður. Foreldrar hennar segja það „óhugsandi“ að taka ákvörðun um hvort gefa eigi líffæri úr barni sínu við andlát þess en sex manns fengu líffæri úr Dagnýju og öðluðust betra líf í kjölfarið. „Ef ákvörðunin hefði verið okkar, hefðum við líklega aldrei gefið líffærin úr henni,“ sögðu foreldrar Dagnýjar í Íslandi í dag í kvöld.Fann það á sér að eitthvað hafði gerst Þann 29. desember árið 2013 fékk Dagný Ösp óvænt úthlutaða íbúð á Hjónagörðum en hún stundaði nám í lyfjafræði við Háskóla Íslands. Hún var búin að vera lasin en þar sem hún var svo spennt að byrja að búa ákvað hún að fylla Yarisinn sinn af dóti og brunaði af stað úr foreldrahúsum í Hveragerði. Foreldrar hennar ætluðu svo að koma fljótt á eftir. „Við förum af stað út úr Hveragerði og þá er búið að loka Hellisheiðinni við hringtorgið þannig að við keyrum Þrengslin,“ segir Guðrún Hanna Guðmundsdóttir, móðir Dagnýjar. „Þegar ég er svo rétt komin niður í Ölfus þá var bara eitthvað sem greip um hjartað mitt og ég bara fann að það hafði eitthvað gerst.“Sjá einnig:Konur 70 prósent af þeim sem hafa tekið afstöðu til líffæragjafar Guðrún reyndi þá að hringja í dóttur sína en fékk ekki svar. Þegar hún hringdi í lögregluna á Selfossi og kynnti sig fékk hún þær upplýsingar að Dagný hefði lent í slysi. Á þessum tímapunkti var þeim hjónunum þó ekki alveg ljóst hversu alvarleg meiðsl Dagnýjar voru. „Við keyrðum bara áfram, ég veit ekki hvernig við gátum það, en við keyrðum áfram niður á spítala,“ segir Guðrún. Þar var þeim fylgt á gjörgæslu og þeim sagt að Dagný hefði fengið mikið höfuðhögg. Hún þyrfti aðgerð og að rannsóknir yrðu gerðar á henni. Næsta dag var foreldrum Dagnýjar og fjórum systkinum gert ljóst að Dagný myndi aldrei ná sér.Dagný var yngsta barn foreldra sinna. Henni er lýst sem opinni, kærleiksríkri og greindri stúlku.Léttir í hjartanu Ári áður hafði Dagný ákveðið að gerast líffæragjafi ef eitthvað kæmi fyrir hana en hér á landi þarf sérstaklega að skrá sig, vilji maður gefa líffæri. „Það var þáttur í sjónvarpinu sem hún hafði verið að hlusta á,“ segir Guðrún. „Hún átti ekki til orð yfir því að það væru ekki bara allir líffæragjafar. Henni fannst það mjög óréttlátt og ræddi þetta aftur og aftur. Hún var mjög ákveðin.“ Það er óhugsandi fyrir foreldra að taka ákvörðun um hvort gefa eigi líffæri úr barni sínu á stundum sem þessari. Dagný var þó í raun búin að taka þá ákvörðun fyrir þau. „Það er í raun mikill léttir, því ég er ekki viss um að ég hefði tekið þessa sömu ákvörðun ef valið hefði verið mitt fyrir hana,“ segir Runólfur Þór Jónsson, faðir Dagnýjar. „Hún gefur sex manns tækifæri á betra lífi - og jafnvel bara lífi alfarið.“ Tíu ára stúlka fékk hjartað úr Dagnýju, tvítug kona fékk lungun, fimm ára drengur og 55 ára gömul kona fengu lifrina og tvær 35 ára gamlar konur fengu nýrun. Önnur þeirra fékk líka brisið. „Eftir á að hyggja er þetta í raun alveg ómetanlegt, að geta hugsað til þess,“ segir Runólfur. „Þegar maður hugsar það þannig er einhver léttir innst inni í hjartanu á manni,“ segir Guðrún. „Að hún skuli hafa getað hjálpað svona mörgum, það hjálpar okkur.“Viðtal Sindra Sindrasonar við þau Guðrúnu og Runólf má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Þeir sem vilja gerast líffæragjafar, geta skráð sig á heimasíðu landlæknis.
Tengdar fréttir Fjórir af hverjum fimm hlynntir ætluðu samþykki Mikill meirihluti Íslendinga vill að frumvarp um ætlað samþykki til líffæragjafa nái fram að ganga. 6. október 2014 12:25 Sextán ára drengur fær hjarta Skarphéðins "Hann var alveg staðráðinn í því að vilja gefa líffærin úr sér,“ segir Steinunn Rósa Einarsdóttir, móðir unga mannsins sem lést í gær eftir bílslys. "Þessar gjafir lýsa Skarphéðni vel - að gefa það sem hann gat." 29. janúar 2014 14:05 "Það hjálpar okkur í gegnum sorgina að hjarta hans slær áfram“ Sex koma til með að lifa vegna líffæragjafa Skarphéðins Andra Kristjánssonar, 18 ára karlmanns sem lést á gjörgæslu Landspítalans í gær, en hann lenti í bílslysi 12. janúar síðastliðinn. Fjölskylda Skarphéðins segir hann alltaf hafa verið staðráðinn í að gefa líffæri sín, ef til þess kæmi. 29. janúar 2014 18:29 Gaf nær ókunnugum manni nýra og bjargaði lífi hans Þeir Hólmar og Gunnar þekktust nær ekkert þegar Gunnar ákvað að gefa Hólmari nýra. Nú er ár liðið frá aðgerðinni og munu nýrun koma saman á ný, þegar þeir félagar hlaupa til að vekja athygli á gjöfum lifandi líffæragjafa. 1. febrúar 2014 18:53 Konur 70 prósent af þeim sem hafa tekið afstöðu til líffæragjafar Níutíu og níu prósent af tæplega níu þúsund hafa tekið afstöðu með líffæragjöf 13. janúar 2015 11:16 Hátt í 5000 hafa skráð afstöðu til líffæragjafar 4500 manns höfðu skráð vilja sinn til líffæragjafar, þegar starfsmenn Landlæknis skoðuðu gagnagrunninn í morgun. 27. október 2014 14:51 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Fleiri fréttir Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Sjá meira
Fjórir af hverjum fimm hlynntir ætluðu samþykki Mikill meirihluti Íslendinga vill að frumvarp um ætlað samþykki til líffæragjafa nái fram að ganga. 6. október 2014 12:25
Sextán ára drengur fær hjarta Skarphéðins "Hann var alveg staðráðinn í því að vilja gefa líffærin úr sér,“ segir Steinunn Rósa Einarsdóttir, móðir unga mannsins sem lést í gær eftir bílslys. "Þessar gjafir lýsa Skarphéðni vel - að gefa það sem hann gat." 29. janúar 2014 14:05
"Það hjálpar okkur í gegnum sorgina að hjarta hans slær áfram“ Sex koma til með að lifa vegna líffæragjafa Skarphéðins Andra Kristjánssonar, 18 ára karlmanns sem lést á gjörgæslu Landspítalans í gær, en hann lenti í bílslysi 12. janúar síðastliðinn. Fjölskylda Skarphéðins segir hann alltaf hafa verið staðráðinn í að gefa líffæri sín, ef til þess kæmi. 29. janúar 2014 18:29
Gaf nær ókunnugum manni nýra og bjargaði lífi hans Þeir Hólmar og Gunnar þekktust nær ekkert þegar Gunnar ákvað að gefa Hólmari nýra. Nú er ár liðið frá aðgerðinni og munu nýrun koma saman á ný, þegar þeir félagar hlaupa til að vekja athygli á gjöfum lifandi líffæragjafa. 1. febrúar 2014 18:53
Konur 70 prósent af þeim sem hafa tekið afstöðu til líffæragjafar Níutíu og níu prósent af tæplega níu þúsund hafa tekið afstöðu með líffæragjöf 13. janúar 2015 11:16
Hátt í 5000 hafa skráð afstöðu til líffæragjafar 4500 manns höfðu skráð vilja sinn til líffæragjafar, þegar starfsmenn Landlæknis skoðuðu gagnagrunninn í morgun. 27. október 2014 14:51