Flæddi inn á sjúkrahús og Bæjarbrekkan varð að stórfljóti Fanney Birna Jónsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 9. febrúar 2015 07:07 Starfsmenn Ísafjarðarbæjar og fleiri stóðu í ströngu um helgina. vísir/hafþór Ljóst er að mikið tjón hefur orðið vegna vatnavaxta og óveðurs í Ísafjarðarbæ í gærkvöldi og í nótt með þeim afleiðinngum að niðurföll höfðu ekki undan og vatn flæddi inn í mörg hús í bænum. Bæjarstarfsmenn, björgunarmenn og slökkviliðsmenn hafa staðið í ströngu við dælingu frá því í gærmorgun og eru enn að dæla. Í gærkvöldi var sumstaðar mittisdjúpt vatn þar sem á að vera þurrt, og um tíma virkuðu holræsin öfugt, því vatn flæddi upp úr þeim. Það hætti að rigna vestra upp úr miðnætti þannig að vatn er víða farið að sjatna. Töluvert tjón varð líka á sundlaugarsvæðinu á Suðureyri þar sem mannvirki sekmmdust í geysi hvössum vindhviðum. Búast má við að frekara tjón komi í ljós með birtingu og hætt er við að vegir séu víða skemmdir, þótt þeir teljist færir.Frá Ísafirði í gær.Vísir/HafþórVersta veðrið á norðanverðu landinu „Hæstu mælingar okkar voru tæplega 40 metrar á sekúndu í hviðum. Við gerðum ráð fyrir allt að 55 metrum á sekúndu og kunnugir menn hafa sagt okkur að það hafi verið mun hvassara en þeir hafa áður séð á ákveðnum stöðum. En það er auðvitað erfitt að meta það,“ sagði Elín Björk Jónasdóttir, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands í gær. Aftakaveður gerði um land allt í gær með miklum vindi og talsverðum leysingum. Elín segir veðrið hafa verið verst á norðanverðu landinu, frá Snæfellsnesi og svo austur eftir allri norðurströndinni. Mikill hiti fylgi hvassviðrinu. „Það hefur líka verið mjög hlýtt á Austfjörðunum, hitinn fór upp í 16,6 gráður í Neskaupstað. Loftið hlýnar mjög mikið á leiðinni niður dalina.“Flæddi inn í sjúkrahús „Þetta gerist oft í svona miklum leysingum. Þá liggur við að öll hlíðin komi hérna niður í einum vatnselg og það sem við köllum Bæjarbrekku er núna eins og stórfljót. Það er svo mikill snjór í fjöllum og í byggð líka. Svo er mikil asahláka og háflæði og mikið og hátt í, svo að niðurföllin hafa ekki við,“ sagði Þorbjörn Sveinsson, slökkviliðsstjóri á Ísafirði. Slökkviliðið var með starfsmenn að störfum víða um bæinn og björgunarsveitarmenn voru einnig fengnir til hjálpar. „Við reynum að fá sem flestar hendur til dæmis til þess að setja sandpoka og reyna að beina vatni frá húsum og þess háttar,“ sagði Þorbjörn. Vindstyrkurinn náði hámarki milli sex og tíu í gærkvöldi og varaði Veðurstofan við ferðum að óþörfu. Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna veðurofsans víða um land. Fyrsta útkallið barst skömmu fyrir hádegi í gær á Drangsnesi við Steingrímsfjörð. Þar hafði bæjarlækurinn tekið að flæða yfir bakka sína eftir að ræsi stíflaðist. Minna var um útköll á Suðurlandi en þau voru þó einhver. Í einu þeirra valt björgunarsveitarbíll á Sólheimaheiði en engan sakaði.Vísir/Hafþór Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Ljóst er að mikið tjón hefur orðið vegna vatnavaxta og óveðurs í Ísafjarðarbæ í gærkvöldi og í nótt með þeim afleiðinngum að niðurföll höfðu ekki undan og vatn flæddi inn í mörg hús í bænum. Bæjarstarfsmenn, björgunarmenn og slökkviliðsmenn hafa staðið í ströngu við dælingu frá því í gærmorgun og eru enn að dæla. Í gærkvöldi var sumstaðar mittisdjúpt vatn þar sem á að vera þurrt, og um tíma virkuðu holræsin öfugt, því vatn flæddi upp úr þeim. Það hætti að rigna vestra upp úr miðnætti þannig að vatn er víða farið að sjatna. Töluvert tjón varð líka á sundlaugarsvæðinu á Suðureyri þar sem mannvirki sekmmdust í geysi hvössum vindhviðum. Búast má við að frekara tjón komi í ljós með birtingu og hætt er við að vegir séu víða skemmdir, þótt þeir teljist færir.Frá Ísafirði í gær.Vísir/HafþórVersta veðrið á norðanverðu landinu „Hæstu mælingar okkar voru tæplega 40 metrar á sekúndu í hviðum. Við gerðum ráð fyrir allt að 55 metrum á sekúndu og kunnugir menn hafa sagt okkur að það hafi verið mun hvassara en þeir hafa áður séð á ákveðnum stöðum. En það er auðvitað erfitt að meta það,“ sagði Elín Björk Jónasdóttir, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands í gær. Aftakaveður gerði um land allt í gær með miklum vindi og talsverðum leysingum. Elín segir veðrið hafa verið verst á norðanverðu landinu, frá Snæfellsnesi og svo austur eftir allri norðurströndinni. Mikill hiti fylgi hvassviðrinu. „Það hefur líka verið mjög hlýtt á Austfjörðunum, hitinn fór upp í 16,6 gráður í Neskaupstað. Loftið hlýnar mjög mikið á leiðinni niður dalina.“Flæddi inn í sjúkrahús „Þetta gerist oft í svona miklum leysingum. Þá liggur við að öll hlíðin komi hérna niður í einum vatnselg og það sem við köllum Bæjarbrekku er núna eins og stórfljót. Það er svo mikill snjór í fjöllum og í byggð líka. Svo er mikil asahláka og háflæði og mikið og hátt í, svo að niðurföllin hafa ekki við,“ sagði Þorbjörn Sveinsson, slökkviliðsstjóri á Ísafirði. Slökkviliðið var með starfsmenn að störfum víða um bæinn og björgunarsveitarmenn voru einnig fengnir til hjálpar. „Við reynum að fá sem flestar hendur til dæmis til þess að setja sandpoka og reyna að beina vatni frá húsum og þess háttar,“ sagði Þorbjörn. Vindstyrkurinn náði hámarki milli sex og tíu í gærkvöldi og varaði Veðurstofan við ferðum að óþörfu. Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna veðurofsans víða um land. Fyrsta útkallið barst skömmu fyrir hádegi í gær á Drangsnesi við Steingrímsfjörð. Þar hafði bæjarlækurinn tekið að flæða yfir bakka sína eftir að ræsi stíflaðist. Minna var um útköll á Suðurlandi en þau voru þó einhver. Í einu þeirra valt björgunarsveitarbíll á Sólheimaheiði en engan sakaði.Vísir/Hafþór
Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira