Handbolti

Guðmundur Hólmar: Komum fyrir eins og vanhæfir drykkjuhrútar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Hólmar Helgason og Ólafur Stefánsson.
Guðmundur Hólmar Helgason og Ólafur Stefánsson. Vísir/Daníel
Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður karlaliðs Vals, er ekki ánægður með þá mynd sem heimildarmyndin um Ólaf Stefánsson málar af liðinu.

Valsmenn eru á toppi Olís-deildar karla og unnu 17 marka sigur á Fram í gær, 34-17. Ólafur Stefánsson hætti að þjálfar Valsliðið rétt fyrir tímabilið.

Guðmundur Hólmar tjáði sig um myndina Óli Prik inn á twitter-síðu sinni:  

"Í annars þeirri ágætu mynd (Óli Prik) kemur mfl.kk.handb valsliðið út eins og vanhæfir drykkjuhrútar sem hrökktu Óla frá handbolta. #takkoli."

Í myndinni er farið yfir síðasta tímabil Valsliðsins í gegnum aðkomu Ólafs Stefánssonar sem þjálfara liðsins. Ólafur kom þá heim út atvinnumennsku og tók við þjálfun Valsliðsins.

Valsmenn duttu út úr undanúrslitum úrslitakeppninnar eftir oddaleik á móti verðandi Íslandsmeisturum ÍBV.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×