Halda Íslandsmeistaramót í Tetris á morgun Aðalsteinn Kjartansson skrifar 3. febrúar 2015 18:34 Spilaður verður gamli Tetris-leikurinn sem var á NES-tölvunum. Wikipedia „Þetta er íslandsmeistaramótið í Tetris. Þessum gamla góða Tetris sem var á gömlu gráu NES-tölvunum,“ segir Ágúst Ingi Atlason Kristmann, vaktstjóri á Lebowski Bar, um óhefðbundið Íslandsmeistaramót sem fram fer á barnum annað kvöld. „Við verðum með tvær tölvur tengda við risaskjái. Það verða tveir að keppa í einu, þannig að þetta er úrsláttarfyrirkomulag.“ Ágúst Ingi segir að vegleg verðlaun verði fyrir sigurvegarann en hann gefur ekki upp hvað það er. „Fyrsta sætið fær bikar og eitthvað veglegt,“ segir hann. Keppt verður í útsláttarkeppni og geta ekki fleiri en 32 skráð sig til leiks. Þegar eru nokkrir búnir að skrá sig en ekki er of seint fyrir Tetrismeistara til að skrá sig á mótið. „Þetta byrjar klukkan 20 en klukkan 18 opnum við fyrir tölvuna fyrir þá sem vilja liðka ryðgaða þumla, fyrir þá sem hafa kannski ekki snert þessar fjarstýringar í 25 ár,“ segir hann og bætir við að skráning fari fram í síma 552-2300. Hægt verður að skrá sig á staðnum en Águst á allt eins von á því að kvótinn verði fullur áður en húsið opnar. Sjálfur segist Ágúst Ingi ekki vera liðtækur Tetrisspilari. „Ég get ekki sagt það en ég á sjálfur fjarstýringu heima og er búinn að liggja í nostalgíu frá því að ég fékk hana í jólagjöf,“ segir hann. Það gæti þó verið að það komi að honum að láta ljós sitt skína því að til stendur að halda óhefðbundin Íslandsmeistaramót mánaðarlega á barnum. „Til að mynda má nefna íslandsmót í skæri blað steinn og í stólaleiknum góða. Það er alltaf það sama, bikar og vegleg verðlaun,“ segir Ágúst Ingi. Leikjavísir Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
„Þetta er íslandsmeistaramótið í Tetris. Þessum gamla góða Tetris sem var á gömlu gráu NES-tölvunum,“ segir Ágúst Ingi Atlason Kristmann, vaktstjóri á Lebowski Bar, um óhefðbundið Íslandsmeistaramót sem fram fer á barnum annað kvöld. „Við verðum með tvær tölvur tengda við risaskjái. Það verða tveir að keppa í einu, þannig að þetta er úrsláttarfyrirkomulag.“ Ágúst Ingi segir að vegleg verðlaun verði fyrir sigurvegarann en hann gefur ekki upp hvað það er. „Fyrsta sætið fær bikar og eitthvað veglegt,“ segir hann. Keppt verður í útsláttarkeppni og geta ekki fleiri en 32 skráð sig til leiks. Þegar eru nokkrir búnir að skrá sig en ekki er of seint fyrir Tetrismeistara til að skrá sig á mótið. „Þetta byrjar klukkan 20 en klukkan 18 opnum við fyrir tölvuna fyrir þá sem vilja liðka ryðgaða þumla, fyrir þá sem hafa kannski ekki snert þessar fjarstýringar í 25 ár,“ segir hann og bætir við að skráning fari fram í síma 552-2300. Hægt verður að skrá sig á staðnum en Águst á allt eins von á því að kvótinn verði fullur áður en húsið opnar. Sjálfur segist Ágúst Ingi ekki vera liðtækur Tetrisspilari. „Ég get ekki sagt það en ég á sjálfur fjarstýringu heima og er búinn að liggja í nostalgíu frá því að ég fékk hana í jólagjöf,“ segir hann. Það gæti þó verið að það komi að honum að láta ljós sitt skína því að til stendur að halda óhefðbundin Íslandsmeistaramót mánaðarlega á barnum. „Til að mynda má nefna íslandsmót í skæri blað steinn og í stólaleiknum góða. Það er alltaf það sama, bikar og vegleg verðlaun,“ segir Ágúst Ingi.
Leikjavísir Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira