Fylgjendum aðildar að ESB fjölgar Heimir Már Pétursson skrifar 3. febrúar 2015 12:00 Meirihluti landsmanna á móti því að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka. Fimmtíu og þrjú prósent landsmanna er andvígur því að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Að auki hafa aldrei fleiri verið hlyntir því að Ísland verði aðili að sambandinu og nú, eða 46,2 prósent, samkvæmt könnun Capacent Galluop fyrir Já Ísland Sextíu prósent þeirra 1.450 sem voru í úrtaki Capacent Gallup svöruðu spurningum í viðhorfskönnun fyrirtækisins fyrir Já Ísland varðandi Evrópusambandið. Þegar spurt var hvernig fólk myndi greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að sambandinu kom í ljós að naumur meirihluti er andvígur aðild eða 54 prósent en 46 prósent eru fylgjandi aðild. En til samanburðar voru 68 prósent andvíg aðild að Evrópusambandinu í febrúar árið 2013. „Þá hefur verið hæg en örugg þróun undanfarin misseri þar sem þar sem þeim sem styða aðild fjölgar og að sama skapi fækkar þeim sem eru á móti. Þannig að munurinn er orðinn mjög lítill. Hann er kominn langt inn fyrir tíu prósentustig,“ segir Jón Steindór Valdimarsson formaður Já Ísland. Utanríkisráðherra hefur boðað að ný þingsályktunartillaga verði lögð fram á næstu dögum um að aðildarumsókn Íslands frá árinu 2009 verði dregin til baka. Meirihluti landsmanna er á móti slíkri tillögu, eða 53,2 prósent, 35,7 prósent vilja að umsóknin verði dregin til baka en 11,1 prósent svara hvorki né. Munurinn er meiri þegar einungis þeir sem taka afstöðu eru skoðaðir. „Og þá kemur í ljós að af þeim sem taka afstöðu, sem eru um 89 prósent afspurðra, eru 60 prósent sem vilja ekki að umsóknin verði dregin til baka. Þannig að þetta tvennt teiknar mjög til þess að það sé í andstöðu við vilja meirihluta þjóðarinnar að draga umsóknina til baka,“ segir Jón Steindór. Það þarf ekki að koma á óvart að 70 prósent þeirra sem styðja Framsóknarflokkinn vilja að umsóknin verði dregin til baka. Tólf prósent kjósenda flokksins eru því andvíg og 16 prósent svara hvorki né. Þá vilja 59 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að umsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka, 28 prósent kjósenda flokksins vilja halda umsókninni til streitu en 14 prósent hvorki né. Afstaðan er allt önnur hjá kjósendum Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar. 88 prósent kjósenda Samfylkingarinnar eru á móti því að draga umsóknina til baka og 77 prósent kjósenda Bjartrar framtíðar. Þá eru 64 prósent kjósenda Vinstri grænna andvíg því að slíta viðræðunum og 68 prósent kjósenda Pírata vilja halda umsókninni áfram. ESB-málið Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Fimmtíu og þrjú prósent landsmanna er andvígur því að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Að auki hafa aldrei fleiri verið hlyntir því að Ísland verði aðili að sambandinu og nú, eða 46,2 prósent, samkvæmt könnun Capacent Galluop fyrir Já Ísland Sextíu prósent þeirra 1.450 sem voru í úrtaki Capacent Gallup svöruðu spurningum í viðhorfskönnun fyrirtækisins fyrir Já Ísland varðandi Evrópusambandið. Þegar spurt var hvernig fólk myndi greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að sambandinu kom í ljós að naumur meirihluti er andvígur aðild eða 54 prósent en 46 prósent eru fylgjandi aðild. En til samanburðar voru 68 prósent andvíg aðild að Evrópusambandinu í febrúar árið 2013. „Þá hefur verið hæg en örugg þróun undanfarin misseri þar sem þar sem þeim sem styða aðild fjölgar og að sama skapi fækkar þeim sem eru á móti. Þannig að munurinn er orðinn mjög lítill. Hann er kominn langt inn fyrir tíu prósentustig,“ segir Jón Steindór Valdimarsson formaður Já Ísland. Utanríkisráðherra hefur boðað að ný þingsályktunartillaga verði lögð fram á næstu dögum um að aðildarumsókn Íslands frá árinu 2009 verði dregin til baka. Meirihluti landsmanna er á móti slíkri tillögu, eða 53,2 prósent, 35,7 prósent vilja að umsóknin verði dregin til baka en 11,1 prósent svara hvorki né. Munurinn er meiri þegar einungis þeir sem taka afstöðu eru skoðaðir. „Og þá kemur í ljós að af þeim sem taka afstöðu, sem eru um 89 prósent afspurðra, eru 60 prósent sem vilja ekki að umsóknin verði dregin til baka. Þannig að þetta tvennt teiknar mjög til þess að það sé í andstöðu við vilja meirihluta þjóðarinnar að draga umsóknina til baka,“ segir Jón Steindór. Það þarf ekki að koma á óvart að 70 prósent þeirra sem styðja Framsóknarflokkinn vilja að umsóknin verði dregin til baka. Tólf prósent kjósenda flokksins eru því andvíg og 16 prósent svara hvorki né. Þá vilja 59 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að umsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka, 28 prósent kjósenda flokksins vilja halda umsókninni til streitu en 14 prósent hvorki né. Afstaðan er allt önnur hjá kjósendum Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar. 88 prósent kjósenda Samfylkingarinnar eru á móti því að draga umsóknina til baka og 77 prósent kjósenda Bjartrar framtíðar. Þá eru 64 prósent kjósenda Vinstri grænna andvíg því að slíta viðræðunum og 68 prósent kjósenda Pírata vilja halda umsókninni áfram.
ESB-málið Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira