Handbolti

Haukar sóttu tvö stig til Eyja

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ragnheiður Ragnarsdóttir, leikmaður Hauka.
Ragnheiður Ragnarsdóttir, leikmaður Hauka. Vísir/Vilhelm
Haukar gerðu sér lítið fyrir og unnu eins marks sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum, 28-27, eftir að hafa verið einu marki undir í hálfleik.

Liðin voru jöfn að stigum í 4.-5. sæti deildarinnar með 20 stig fyrir leikinn og því um afar mikilvægan sigur að ræða hjá Haukakonum.

Ef staða liðanna breytist ekki í lokaumferðum tímabilsins þá munu Haukar hafa heimavallarrétt þegar þessi lið mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í vor.

Ragnheiður Ragnarsdóttir skoraði átta mörk fyrir Hauka en þær Vera Lopes og Ester Óskarsdóttir skoruðu sjö mörk hvor fyrir Eyjaliðið.

ÍBV - Haukar 27-28 (14-13)

Mörk ÍBV: Vera Lopes 7, Ester Óskarsdóttir 7, Díana Dögg Magnúsdóttir 4, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 3, Telma Amado 2, Kristrún Hlynsdóttir 2, Sandra Dís Sigurðardóttir 1, Arna Þyrí Ólafsdóttir 1.

Mörk Hauka: Ragnheiður Ragnarsdóttir 8, Marija Gedroit 6, Karen Helga Díönudóttir 4, Gunnhildur Pétursdóttir 4, Agnes Ósk Egilsdóttir 3, Viktoría Valdimarsdóttir 2, Ragnheiður Sveinsdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×