„Talað um fólk eins og það sé raðmorðingjar“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. febrúar 2015 15:40 „Þetta virðist alltaf þurfa að gerast um leið og eitthvað er í gangi. Óskalögin fengu sinn skerf af væli og þetta er árlegt um leið og Eurovision hefst,“ segir söngkonan Unnur Birna Björnsdóttir. Hún söng lagið Piltur og stúlka ásamt Birni Jörundi Friðbjörnssyni, Pétri Erni Guðmundssyni og Hafrúnu Kolbeinsdóttur í undankeppni Eurovision. Unnur birtir á Facebook síðu sinni stöðuppfærslu þar sem hún tjáir sig um þá umræðu sem henni finnst alltaf þurfa að fara í gang í hvert einasta skipti þegar eitthvað á borð við undankeppnina er í gangi.Sjá einnig: Tíst um Söngvakeppnina: Kjólarnir, vindvélin og á skútu til Vínarborgar „Ég hef enn ekki séð neitt ljótt um mig en fólkið sem stóð að þessu fékk sinn skerf af ógeði. Það er í raun ótrúlegt hvernig er talað um fólk. Þetta eru allt persónur með vini og fjölskyldu á bak við sig.“ Hún segir að á úrslitadaginn sjálfan hafi hún og Pétur Örn verið að ræða þetta og Pétur hafi sagt að hann ætlaði ekki að skoða Facebook fyrr en eftir nokkra daga. Hann nennti ekki að lesa allt sem stæði þar. „Það er talað um fólk eins og það sé raðmorðingjar en ekki tónlistarfólk að vinna vinnuna sína. Ég átta mig ekki á því hvað fær fólk til að tala svona. Ég viðurkenni að ég hef skoðanir og ég gagnrýni en ég passa mig upp á að aflífa aldrei nokkurn mann.“ Hún bendir á að fólk geri þetta þegar um er að ræða frægt fólk erlendis frá. Þar sé svo mikil fjarlægð á milli að fólk komist upp með það. Hér sé fjarlægðinni hins vegar ekki til að dreifa. „Margir virðast halda að úr því að við séum í sjónvarpinu þá séum við í einhverri annarri vídd. Staðreyndin er sú að við erum bara í Háskólabíói og það eru meira að segja miklar líkur á að við mætum hvort öðru í Bónus daginn eftir.“ „Það er í lagi að finnast lag vera lélegt eða annað lag betra en fólk má endilega spyrja sig að því hvort það myndi láta þessi orð falla sæi það flytjandann úti á götu. Ég meina, myndirðu segja við einhvern bláókunnugan að þig langi að skjóta þig í hvert skipti sem þú sérð hann?“ Post by Unnur Birna Björnsdóttir. Eurovision Tengdar fréttir Tónlistarfólk í grínsamskiptum á Facebook Pétur Örn Guðmundsson og Unnur Birna Björnsdóttir hafa skemmtilegan húmor og gera létt myndbandagrín að tónlistarbransanum á Facebook. 26. apríl 2014 00:01 Björn Jör í JÖR í "Jöróvísjón“ "Góð jakkaföt auka líkurnar á að manni líði vel á sviðinu í Jöróvísjón.“ 29. janúar 2015 08:30 Björn blikkaði áhorfendur í beinni Ýmislegt komið fram í Söngvakeppninni 14. febrúar 2015 20:27 Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
„Þetta virðist alltaf þurfa að gerast um leið og eitthvað er í gangi. Óskalögin fengu sinn skerf af væli og þetta er árlegt um leið og Eurovision hefst,“ segir söngkonan Unnur Birna Björnsdóttir. Hún söng lagið Piltur og stúlka ásamt Birni Jörundi Friðbjörnssyni, Pétri Erni Guðmundssyni og Hafrúnu Kolbeinsdóttur í undankeppni Eurovision. Unnur birtir á Facebook síðu sinni stöðuppfærslu þar sem hún tjáir sig um þá umræðu sem henni finnst alltaf þurfa að fara í gang í hvert einasta skipti þegar eitthvað á borð við undankeppnina er í gangi.Sjá einnig: Tíst um Söngvakeppnina: Kjólarnir, vindvélin og á skútu til Vínarborgar „Ég hef enn ekki séð neitt ljótt um mig en fólkið sem stóð að þessu fékk sinn skerf af ógeði. Það er í raun ótrúlegt hvernig er talað um fólk. Þetta eru allt persónur með vini og fjölskyldu á bak við sig.“ Hún segir að á úrslitadaginn sjálfan hafi hún og Pétur Örn verið að ræða þetta og Pétur hafi sagt að hann ætlaði ekki að skoða Facebook fyrr en eftir nokkra daga. Hann nennti ekki að lesa allt sem stæði þar. „Það er talað um fólk eins og það sé raðmorðingjar en ekki tónlistarfólk að vinna vinnuna sína. Ég átta mig ekki á því hvað fær fólk til að tala svona. Ég viðurkenni að ég hef skoðanir og ég gagnrýni en ég passa mig upp á að aflífa aldrei nokkurn mann.“ Hún bendir á að fólk geri þetta þegar um er að ræða frægt fólk erlendis frá. Þar sé svo mikil fjarlægð á milli að fólk komist upp með það. Hér sé fjarlægðinni hins vegar ekki til að dreifa. „Margir virðast halda að úr því að við séum í sjónvarpinu þá séum við í einhverri annarri vídd. Staðreyndin er sú að við erum bara í Háskólabíói og það eru meira að segja miklar líkur á að við mætum hvort öðru í Bónus daginn eftir.“ „Það er í lagi að finnast lag vera lélegt eða annað lag betra en fólk má endilega spyrja sig að því hvort það myndi láta þessi orð falla sæi það flytjandann úti á götu. Ég meina, myndirðu segja við einhvern bláókunnugan að þig langi að skjóta þig í hvert skipti sem þú sérð hann?“ Post by Unnur Birna Björnsdóttir.
Eurovision Tengdar fréttir Tónlistarfólk í grínsamskiptum á Facebook Pétur Örn Guðmundsson og Unnur Birna Björnsdóttir hafa skemmtilegan húmor og gera létt myndbandagrín að tónlistarbransanum á Facebook. 26. apríl 2014 00:01 Björn Jör í JÖR í "Jöróvísjón“ "Góð jakkaföt auka líkurnar á að manni líði vel á sviðinu í Jöróvísjón.“ 29. janúar 2015 08:30 Björn blikkaði áhorfendur í beinni Ýmislegt komið fram í Söngvakeppninni 14. febrúar 2015 20:27 Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Tónlistarfólk í grínsamskiptum á Facebook Pétur Örn Guðmundsson og Unnur Birna Björnsdóttir hafa skemmtilegan húmor og gera létt myndbandagrín að tónlistarbransanum á Facebook. 26. apríl 2014 00:01
Björn Jör í JÖR í "Jöróvísjón“ "Góð jakkaföt auka líkurnar á að manni líði vel á sviðinu í Jöróvísjón.“ 29. janúar 2015 08:30