Friðrik Dór er klár í slaginn með Maríu Stefán Árni Pálsson skrifar 17. febrúar 2015 10:15 „Þetta var bara lauslega rætt á laugardagskvöldið og ég er alveg opinn fyrir því að fara til Vínar, er það ekki bara frábær borg?,“ segir Friðrik Dór. Honum stendur til boða að syngja bakraddir með Maríu Ólafsdóttur í lokakeppni Eurovision sem fram fer í höfuðborg Austurríkis í maí. Þau sungu hvort sitt lagið eftir þremenningana í StopWaitGo í úrslitaeinvígi Söngvakeppni Sjónvarpsins síðastliðið laugardagskvöld. Þar hafði María betur með laginu Unbroken. „Já já, ég er klár í þetta verkefni en hef samt ekki rætt þetta almennilega við þá í StopWaitGo,“ segir Hafnfirðingurinn Friðrik Dór í samtali við Vísi.Sjá einnig: Gleymdu milljón króna ávísunFram kom í Kastljósi í gær, þar sem rætt var við Ásgeir Orra Ásgeirsson, liðsmann StopWaitGo, og Maríu, að Friðrik myndi hugsanlega koma fram með söngkonunni. Helga Arnardóttir spurði út í sögusagnir um mögulega aðkomu Friðriks í Vín. „Það þyrfti eiginlega að fá það á hreint sem fyrst því við höfum allavega fengið þessa spurningu nokkuð oft núna og það væri forvitnilegt að vita hvort hann væri til í það. Það væri góð kynning fyrir hann,“ sagði Ásgeir Orri um málið. Friðriki standi það svo sannarlega til boða að sögn Ásgeirs. „Vínarborg er víst falleg borg og auðvitað væri ég til í að fara með atriðinu út,“ segir Friðrik Dór. Því virðist fátt koma í veg fyrir það að Friðrik verði á sviðinu í Vínarborg í maí.Sjá einnig: María vann með 15 þúsund atkvæða munEn er Friðrik búinn að jafna sig eftir laugardagskvöldið?Fljótur að jafna sig „Já, ég var nú fljótur að jafna mig. Ég er mikill keppnismaður og bjóst alveg við því að ég myndi fara í gríðarlega mikla fýlu ef ég myndi tapa. En svo gerðist það ekki. Þetta var allt bara svo skemmtilegt og StopWaitGo hópurinn var orðinn svo mikil liðsheild. Ég var bara rosalega ánægður fyrir hönd Maríu.“ Friðrik segir að það hafi verið mjög svo skemmtilegt að taka þátt í svona keppni.„Mér fannst ofboðslega vel að þessu staðið og náttúrulega gaman að það skyldi ganga svona vel. Maður fann fyrir miklum stuðningi og mér fannst einnig gaman að fylgjast með hvað þetta er mikið hitamál fyrir marga.“ Oft á tíðum er litið nokkuð niður á Eurovisionkeppnina og þá sérstaklega í tónlistarbransanum hér á landi en hvað finnst Friðriki um slíka „fordóma“? „Mín regla í lífinu er bara að vera opinn fyrir öllu. Ég held að það sé miklu betra að ákveða ekki neitt fyrirfram og ákveða bara hlutina þegar þeir koma til manns.“Sjá einnig: María Ólafsdóttir fer í Eurovision En hvernig heldur Friðrik að María eigi eftir að standa sig í lokakeppninni?María syngur lagið óaðfinnanlega „Ég held að henni eigi eftir að ganga vel. Lagið hefur fullt af góðum kostum og umfram allt flytur María það óaðfinnanlega og lagið hentar henni ótrúlega vel. Síðan er lagið þannig að það sest dálítið á heilann á manni,“ segir Friðrik Dór. Þetta sé sama melódían nánast allan tímann en sungin áttund ofar í viðlaginu. Því sé ekki skrítið að það setjist á heilann á fólki og kostur sem er gott að hafa í Eurovision. „Því maður hefur bara þrjár mínútur til að stimpla sig inn hjá fólki,“ segir Friðrik og bendir einnig á að lagið sé kraftmikið og fólk eigi eftir að taka eftir því í lokakeppninni. Friðrik hefur mikla trú á laginu. Eurovision Tengdar fréttir María Ólafsdóttir fer í Eurovision Hafði betur gegn Friðriki Dór í einvíginu 14. febrúar 2015 22:09 María Eurovisionfari: „Þetta kom virkilega á óvart" Það var rafmögnuð spenna í Háskólabíói í gærkvöldi þegar tilkynnt var um hvert yrði framlag Íslendinga í Eurovision keppninni en hún fer fram í Austurríki í ár. 15. febrúar 2015 20:00 Friðrik og María saman á sviðinu í Vín? Friðriki Dór stendur formlega til boða að syngja bakraddir í Eurovision með Maríu Ólafs. 17. febrúar 2015 08:00 Vodafone og önnur símafyrirtæki högnuðust um 12 milljónir á Eurovision Alls greiddu áhorfendur 170 þúsund atkvæði í símakosningu sem gefur af sér 22 milljónir í hagnað. 16. febrúar 2015 13:00 María vann með 15.000 atkvæða mun Íslendingar eyddu tæpum 22 milljónum í 170 þúsund atkvæði í símakosningunni. 16. febrúar 2015 10:20 Breyttu texta Maríu í óþökk RÚV María óttaðist að hún myndi rugla saman textum á úrslitakvöldinu. 16. febrúar 2015 11:45 Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
„Þetta var bara lauslega rætt á laugardagskvöldið og ég er alveg opinn fyrir því að fara til Vínar, er það ekki bara frábær borg?,“ segir Friðrik Dór. Honum stendur til boða að syngja bakraddir með Maríu Ólafsdóttur í lokakeppni Eurovision sem fram fer í höfuðborg Austurríkis í maí. Þau sungu hvort sitt lagið eftir þremenningana í StopWaitGo í úrslitaeinvígi Söngvakeppni Sjónvarpsins síðastliðið laugardagskvöld. Þar hafði María betur með laginu Unbroken. „Já já, ég er klár í þetta verkefni en hef samt ekki rætt þetta almennilega við þá í StopWaitGo,“ segir Hafnfirðingurinn Friðrik Dór í samtali við Vísi.Sjá einnig: Gleymdu milljón króna ávísunFram kom í Kastljósi í gær, þar sem rætt var við Ásgeir Orra Ásgeirsson, liðsmann StopWaitGo, og Maríu, að Friðrik myndi hugsanlega koma fram með söngkonunni. Helga Arnardóttir spurði út í sögusagnir um mögulega aðkomu Friðriks í Vín. „Það þyrfti eiginlega að fá það á hreint sem fyrst því við höfum allavega fengið þessa spurningu nokkuð oft núna og það væri forvitnilegt að vita hvort hann væri til í það. Það væri góð kynning fyrir hann,“ sagði Ásgeir Orri um málið. Friðriki standi það svo sannarlega til boða að sögn Ásgeirs. „Vínarborg er víst falleg borg og auðvitað væri ég til í að fara með atriðinu út,“ segir Friðrik Dór. Því virðist fátt koma í veg fyrir það að Friðrik verði á sviðinu í Vínarborg í maí.Sjá einnig: María vann með 15 þúsund atkvæða munEn er Friðrik búinn að jafna sig eftir laugardagskvöldið?Fljótur að jafna sig „Já, ég var nú fljótur að jafna mig. Ég er mikill keppnismaður og bjóst alveg við því að ég myndi fara í gríðarlega mikla fýlu ef ég myndi tapa. En svo gerðist það ekki. Þetta var allt bara svo skemmtilegt og StopWaitGo hópurinn var orðinn svo mikil liðsheild. Ég var bara rosalega ánægður fyrir hönd Maríu.“ Friðrik segir að það hafi verið mjög svo skemmtilegt að taka þátt í svona keppni.„Mér fannst ofboðslega vel að þessu staðið og náttúrulega gaman að það skyldi ganga svona vel. Maður fann fyrir miklum stuðningi og mér fannst einnig gaman að fylgjast með hvað þetta er mikið hitamál fyrir marga.“ Oft á tíðum er litið nokkuð niður á Eurovisionkeppnina og þá sérstaklega í tónlistarbransanum hér á landi en hvað finnst Friðriki um slíka „fordóma“? „Mín regla í lífinu er bara að vera opinn fyrir öllu. Ég held að það sé miklu betra að ákveða ekki neitt fyrirfram og ákveða bara hlutina þegar þeir koma til manns.“Sjá einnig: María Ólafsdóttir fer í Eurovision En hvernig heldur Friðrik að María eigi eftir að standa sig í lokakeppninni?María syngur lagið óaðfinnanlega „Ég held að henni eigi eftir að ganga vel. Lagið hefur fullt af góðum kostum og umfram allt flytur María það óaðfinnanlega og lagið hentar henni ótrúlega vel. Síðan er lagið þannig að það sest dálítið á heilann á manni,“ segir Friðrik Dór. Þetta sé sama melódían nánast allan tímann en sungin áttund ofar í viðlaginu. Því sé ekki skrítið að það setjist á heilann á fólki og kostur sem er gott að hafa í Eurovision. „Því maður hefur bara þrjár mínútur til að stimpla sig inn hjá fólki,“ segir Friðrik og bendir einnig á að lagið sé kraftmikið og fólk eigi eftir að taka eftir því í lokakeppninni. Friðrik hefur mikla trú á laginu.
Eurovision Tengdar fréttir María Ólafsdóttir fer í Eurovision Hafði betur gegn Friðriki Dór í einvíginu 14. febrúar 2015 22:09 María Eurovisionfari: „Þetta kom virkilega á óvart" Það var rafmögnuð spenna í Háskólabíói í gærkvöldi þegar tilkynnt var um hvert yrði framlag Íslendinga í Eurovision keppninni en hún fer fram í Austurríki í ár. 15. febrúar 2015 20:00 Friðrik og María saman á sviðinu í Vín? Friðriki Dór stendur formlega til boða að syngja bakraddir í Eurovision með Maríu Ólafs. 17. febrúar 2015 08:00 Vodafone og önnur símafyrirtæki högnuðust um 12 milljónir á Eurovision Alls greiddu áhorfendur 170 þúsund atkvæði í símakosningu sem gefur af sér 22 milljónir í hagnað. 16. febrúar 2015 13:00 María vann með 15.000 atkvæða mun Íslendingar eyddu tæpum 22 milljónum í 170 þúsund atkvæði í símakosningunni. 16. febrúar 2015 10:20 Breyttu texta Maríu í óþökk RÚV María óttaðist að hún myndi rugla saman textum á úrslitakvöldinu. 16. febrúar 2015 11:45 Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
María Eurovisionfari: „Þetta kom virkilega á óvart" Það var rafmögnuð spenna í Háskólabíói í gærkvöldi þegar tilkynnt var um hvert yrði framlag Íslendinga í Eurovision keppninni en hún fer fram í Austurríki í ár. 15. febrúar 2015 20:00
Friðrik og María saman á sviðinu í Vín? Friðriki Dór stendur formlega til boða að syngja bakraddir í Eurovision með Maríu Ólafs. 17. febrúar 2015 08:00
Vodafone og önnur símafyrirtæki högnuðust um 12 milljónir á Eurovision Alls greiddu áhorfendur 170 þúsund atkvæði í símakosningu sem gefur af sér 22 milljónir í hagnað. 16. febrúar 2015 13:00
María vann með 15.000 atkvæða mun Íslendingar eyddu tæpum 22 milljónum í 170 þúsund atkvæði í símakosningunni. 16. febrúar 2015 10:20
Breyttu texta Maríu í óþökk RÚV María óttaðist að hún myndi rugla saman textum á úrslitakvöldinu. 16. febrúar 2015 11:45