„Ég fékk Sónar miðana í jólagjöf þannig við ákváðum að vera hér í viku,“ segir Heather MacLean en hún er á Sónar hátíðinni ásamt Iain McDonald. Heather og Iain koma frá Glasgow í Skotlandi.
„Við þekkjum ekki margar sveitir en við höfðum heyrt góða hluti af Sónar hátíðunum. Vinir okkar hafa farið á hátíðina í Barcelona en okkur fannst þessi staðsetning betri,“ segir Heather. „Þetta er í raun bara afsökun til þess að heimsækja Ísland.“
Þau hlökkuðu til að sjá Mugison en hápunktur fyrsta kvöldsins hafði verið frammistaða Todd Terje. Annars ætli þau mest megnis að ganga um Hörpu og velja listamenn af handahófi.
„Við komum á þriðjudag og ætlum að vera í viku. Síðustu tvo dagana ætlum við að leigja bíl og keyra um. Taka óvæntar beygjur og plana ekkert. Fara í raun bara eitthvert,” segir Heather. Iain bætir við að hápunkturinn hingað til hafi verið þegar þau gengu út á Gróttu í fyrradag.
„Við eigum eftir að koma aftur til Íslands en næst að sumri til svo við getum borið þetta saman,“ segir Iain að lokum.
Fólkið á Sónar: Munum koma aftur að sumri til
Tengdar fréttir
Sónar playlisti Vísis
Sónar hefst í kvöld. Hér eru nokkrir sem við mælum með að þú lítir á.
Fólkið á Sónar: Erfitt að bera nöfnin fram
Jaffre og Melanie frá Frakklandi komu sérstaklega til að vera á Sónar.
Rafmögnuð stemning á Sónar
Vel á fjórða þúsund manns munu koma saman og skemmta sér á Sónar tónlistarhátíðinni sem fram fer í Hörpu um helgina en henni líkur í kvöld.