Jaffre Dominique og Melanie Moran eru frá Brittany-héraði í vesturhluta Frakklands. Þau hafa verið hérlendis í fjóra daga og ætla heim á morgun.
„Við komum sérstaklega til þess að vera á Sónar,“ segja þau. Þegar blaðamaður náði tali af þeim voru þau stressuð um að fá ekki armbandið á hátíðina þar sem stutt var í að afgreiðslan myndi loka. Það gekk hins vegar allt upp hjá þeim og þau komust inn.
„Okkur langar að sjá marga listamenn. Paul Kalkbrenner til að mynda. Það eru einnig íslenskir tónlistarmenn sem við kunnum ekki að bera fram nöfnin á.“
Þegar Sónar er ekki í gangi ætla þau að rölta um borgina og sjá hvernig hún lítur út. Þau grunar að hún sé eilítið öðruvísi en heimahérað sitt.
Fólkið á Sónar: Erfitt að bera nöfnin fram

Tengdar fréttir

Sónar playlisti Vísis
Sónar hefst í kvöld. Hér eru nokkrir sem við mælum með að þú lítir á.

Borgarstjórinn lét sig ekki vanta á Sónar
Ljósmyndarar frá Live Project fanga stemmninguna í Hörpunni um helgina.

Fólkið á Sónar: Áhugamaður um elektróníska tónlist
Andreas Helland er norskur ljósmyndar, hjúkrunarfræðingur og áhugamaður um elektróníska tónlist.