Útgáfa Aaru´s Awakening fer vel af stað Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2015 14:09 Allar útlínur leiksins eru handteiknaðar. Lumenox Tölvuleikurinn Aaru´s Awakening kom út í vikunni en hann er gerður af íslenska fyrirtækinu Lumenox. Útgáfan mun hafa verið vel af stað og unnið er að því að gefa leikinn út á Playstation og Xbox leikjatölvurnar. „Þetta hefur farið mjög vel af stað,“ segir Jóhann Ingi Guðjónsson um útgáfu leiksins. „Það lítur út fyrir að við séum að ná mjög góðri sölu. Þó við fáum ekki tölur strax lítur þetta mjög vel út.“ Þá segir Jóhann að leikurinn hafi fengið mjög góða dóma erlendis. Þó séu gagnrýnendur stórra miðla enn að spila leikinn og Jóhann segir þá hjá Lumenox vera mjög spennta fyrir hvað komi út úr því. Dómur um leikinn mun birtast á Leikjavísi á næstu misserum. Lumenox mun gefa leikinn út á Playstation þrjú og fjögur og vinna þeir einnig að því að gefa leikinn út á Xbox One leikjatölvu Microsoft. Enn sem komið er, er leikurinn eingöngu fáanlegur á Steam leikjaveitunni fyrir PC tölvur. Allar útlínur leiksins eru handteiknaðar og þykir hann vera einstaklega fallegur. Jóhann segir leikinn vera litaðan á tölvur, en hefði það verið gert með höndum hefði það tekið mjög langan tíma. „Þetta er fyrsti leikur allra sem koma að honum. Þannig að við erum að fara vel yfir það sem allir eru að segja, þá gagnrýnendur og almennir leikjaspilarar. Við reynum að læra sem mest af þessu, því þetta verður ekki síðasti leikurinn okkar,“ segir Jóhann. Leikjavísir Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Tölvuleikurinn Aaru´s Awakening kom út í vikunni en hann er gerður af íslenska fyrirtækinu Lumenox. Útgáfan mun hafa verið vel af stað og unnið er að því að gefa leikinn út á Playstation og Xbox leikjatölvurnar. „Þetta hefur farið mjög vel af stað,“ segir Jóhann Ingi Guðjónsson um útgáfu leiksins. „Það lítur út fyrir að við séum að ná mjög góðri sölu. Þó við fáum ekki tölur strax lítur þetta mjög vel út.“ Þá segir Jóhann að leikurinn hafi fengið mjög góða dóma erlendis. Þó séu gagnrýnendur stórra miðla enn að spila leikinn og Jóhann segir þá hjá Lumenox vera mjög spennta fyrir hvað komi út úr því. Dómur um leikinn mun birtast á Leikjavísi á næstu misserum. Lumenox mun gefa leikinn út á Playstation þrjú og fjögur og vinna þeir einnig að því að gefa leikinn út á Xbox One leikjatölvu Microsoft. Enn sem komið er, er leikurinn eingöngu fáanlegur á Steam leikjaveitunni fyrir PC tölvur. Allar útlínur leiksins eru handteiknaðar og þykir hann vera einstaklega fallegur. Jóhann segir leikinn vera litaðan á tölvur, en hefði það verið gert með höndum hefði það tekið mjög langan tíma. „Þetta er fyrsti leikur allra sem koma að honum. Þannig að við erum að fara vel yfir það sem allir eru að segja, þá gagnrýnendur og almennir leikjaspilarar. Við reynum að læra sem mest af þessu, því þetta verður ekki síðasti leikurinn okkar,“ segir Jóhann.
Leikjavísir Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira