Þróun í rétta átt Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 23. febrúar 2015 20:38 Ef þú ætlar að spila hinn frábæra Evolve, notaðu hljóðnemann. VÍSIR/TURTLEROCK Leikjahönnuðirnir hjá Turtle Rock Studios kunna að búa til tölvuleiki. Þeir sönnuðu það með Left 4 Dead, einum besta fjölspilunarleik fyrr og síðar. Áherslan á samskipti spilara er einnig í Evolve en hér gengur framleiðandinn skrefinu lengra. Spilarinn velur milli fjögurra flokka veiðimanna elta skrímslið á fjarlægri plánetu. Flokkarnir eru afar fjölbreyttir. Hver og einn er ómissandi ef markmiðið er að drepa skrímslið. Þannig er samstarf spilara nauðsynlegt. Spilarinn getur síðan valið að stjórna skrímslinu og um leið breytist Evolve í sataníska útgáfu af Pacman. Skrímslið drepur og étur til að komast á næsta stig þróunar. Þegar 3. stigi er náð er skrímslið nánast ósigrandi. Spilunin er frábær og sömuleiðis hönnun umhverfisins og borðanna. Sagan er þó varla til staðar sem er miður og óheyrilegt framboð af niðurhalsefni (DLC) við útgáfu er síðan hálfgerð móðgun við spilara. Stóra vandamálið aftur á móti er mannlegi þátturinn. Afar fáir spilarar nota hljóðnemann, örfáir í raun og um leið hrynja samskipti spilara. Ef þú ætlar að spila hinn frábæra Evolve, notaðu hljóðnemann. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Leikjahönnuðirnir hjá Turtle Rock Studios kunna að búa til tölvuleiki. Þeir sönnuðu það með Left 4 Dead, einum besta fjölspilunarleik fyrr og síðar. Áherslan á samskipti spilara er einnig í Evolve en hér gengur framleiðandinn skrefinu lengra. Spilarinn velur milli fjögurra flokka veiðimanna elta skrímslið á fjarlægri plánetu. Flokkarnir eru afar fjölbreyttir. Hver og einn er ómissandi ef markmiðið er að drepa skrímslið. Þannig er samstarf spilara nauðsynlegt. Spilarinn getur síðan valið að stjórna skrímslinu og um leið breytist Evolve í sataníska útgáfu af Pacman. Skrímslið drepur og étur til að komast á næsta stig þróunar. Þegar 3. stigi er náð er skrímslið nánast ósigrandi. Spilunin er frábær og sömuleiðis hönnun umhverfisins og borðanna. Sagan er þó varla til staðar sem er miður og óheyrilegt framboð af niðurhalsefni (DLC) við útgáfu er síðan hálfgerð móðgun við spilara. Stóra vandamálið aftur á móti er mannlegi þátturinn. Afar fáir spilarar nota hljóðnemann, örfáir í raun og um leið hrynja samskipti spilara. Ef þú ætlar að spila hinn frábæra Evolve, notaðu hljóðnemann.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira