Sport

Basdyreva dæmd úr leik | Aníta með næst besta tímann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Basdyreva stígur út fyrir brautina í þann mund sem hún tekur fram úr Anítu.
Basdyreva stígur út fyrir brautina í þann mund sem hún tekur fram úr Anítu. skjáskot af vef RÚV
Anastasia Basdyreva frá Rússland verður ekki með í úrslitum í 800 metra hlaupi kvenna á EM í frjálsum íþróttum á morgun.

Basdyreva var dæmd úr leik en hún steig út fyrir hlaupabrautina þegar hún tók fram úr Anítu Hinriksdóttur á lokasprettinum í fyrri riðlinum í undanúrslitunum í 800 metra hlaupinu í dag.

Bretar lögðu inn kæru vegna brots Basdyrevu en hin breska Jenny Meadows kom fjórða í mark.

Nú er hins vegar ljóst að Meadows verður með í úrslitahlaupinu á morgun. Það þýðir einnig að Aníta færist upp í 2. sæti undanriðilsins og fer þannig með næst besta tímann inn í úrslitin en hún kom í mark á 2:02,31 mínútum í dag.

Hlaupið í heild sinni má sjá inni á vef RÚV.


Tengdar fréttir

Aníta: Ég vil ná gullinu eins og allar stelpurnar hér

Aníta Hinriksdóttir var tekin í viðtal fyrir heimasíðu evrópska frjálsíþróttasambandsins eftir að íslenska hlaupadrottningin tryggði sér sæti í undanúrslitunum með mjög flottu hlaupi í undanrásum 800 metra hlaups kvenna.

Aníta í úrslit | Kom í mark á 2:02,31

Aníta Hinriksdóttir komst nú rétt í þessu í úrslit í 800 metra hlaupi á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum innanhúss í Prag.

Aníta gæti verið nálægt verðlaunapallinum í Prag

Aníta Hinriksdóttir hefur keppni í dag á sínu fjórða stórmóti fullorðinna. Þjálfarinn Gunnar Páll Jóakimsson er bjartsýnn á gengi hennar á EM í Prag og segir Anítu vera reynslunni ríkari frá fyrri stórmótum sínum.

Aníta tekin í lyfjapróf eftir methlaupið sitt

Aníta Hinriksdóttir setti nýtt Íslands- og Evrópumet í dag þegar hún tryggði sér með glæsibrag sæti í undanúrslitunum í 800 metra hlaupi kvenna á EM innanhúss í Prag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×