Sport

Hafdís komst ekki áfram | Endaði í 12. sæti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hafdís Sigurðardóttir.
Hafdís Sigurðardóttir. Vísir/Daníel
Hafdís Sigurðardóttir komst ekki áfram í úrslitin í langstökki kvenna á Evrópumótinu í frjálsum innanhúss í Prag.

Hafdís stökk lengst 6,35 metra og endaði í tólfta sæti í undankeppninni af 22 keppendum. Hafdís átti einnig stökk upp á 6,32 metra og 6,18 metra.

Hafdís var aðeins frá Íslandsmeti sínu sem er upp á 6,47 metra en hún setti það á Reykjavíkurleikunum 17. janúar síðastliðinn.

Hafdís stökk 14 sentímetrum styttra en sú næsta fyrir ofan hana sem var Erica Jarder frá Svíþjóð. Íslandmetið hennar hefði því ekki dugað til að komast upp í ellefta sætið.

Hafdís hefði þurft að stökkva 6,65 metra eða vera meðal þeirra átta efstu til að komast í úrslitin og hún var því nokkuð frá því að komast áfram.

Hin serbneska Ivana Spanovic og hin þýska Sosthene Taroum Moguenara tryggðu sig strax áfram með löngum stökkum en það þurfti stökk upp á 6,53 metra til að komast í áttunda og síðasta sætið inn í úrslitin.


Tengdar fréttir

Okkar fólk á EM í frjálsum í beinni á Vísi

Aníta Hinriksdóttir og þrír aðrir íslenskir keppendur verða í eldlínunni í dag á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum innanhúss sem fram fer í Prag í Tékklandi.

Aníta gæti verið nálægt verðlaunapallinum í Prag

Aníta Hinriksdóttir hefur keppni í dag á sínu fjórða stórmóti fullorðinna. Þjálfarinn Gunnar Páll Jóakimsson er bjartsýnn á gengi hennar á EM í Prag og segir Anítu vera reynslunni ríkari frá fyrri stórmótum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×