Nýr vildarklúbbur hjá Lax-Á hefur göngu sína Karl Lúðvíksson skrifar 2. mars 2015 11:14 Nú er ekki nema mánuður í að stangveiðitímabilið hefjist og veiðimenn eru í óðaönn að bóka daga fyrir sumarið. Veiðifélögin eru með gott úrval veiðisvæða og þar getur hver fundið veiðisvæði við sitt hæfi. Lax-Á hefur í sömu andrá sett á laggirnar sérstakan Vildarklúbb þar sem meðlimum verður meðal annars boðinn aðgangur að svokölluðum "last minute" veiðileyfum en það eru óseld leyfi þar sem stutt er í veiðidaga, eins leyfi á svæðum sem er verið að kynna þá sérstaklega fyrir meðlimum. Aðgangur að Vildarklúbbinum er ókeypis og meðal þess sem meðlimir fá er fréttabréf frá klúbbnum, regluleg tilboð á veiðileyfum, forgangur á "last minute veiðileyfum" og skemmtikvöld þar sem Lax-Á mun kynna valin veiðisvæði heima og að heiman. Veiðileyfasalar bera sig annars vel en mun meira er bókað en reiknað var með þrátt fyrir slaka veiði í fyrra. Eitthvað er samt eftir af veiðileyfum víða en fastlega má reikna með að einhverjir Íslendingar bíði átekta eftir því að sjá hvernig veiðin fer af stað og ef sumarið byrjar vel má reikna með því að restin af þeim dögum í bestu ánum verði ansi fljótir að fara. Stangveiði Mest lesið Núna er tíminn til að fara á kastnámskeið Veiði Búið að opna fyrir úthlutun til félagsmanna SVFR Veiði Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Veiði Bleikjur í Elliðaánum Veiði Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði Góð opnun í Laxárdalnum Veiði Góðu tímibili lokið í Steinsmýrarvötnum Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Mjög róleg bleikjuveiði í Þingvallavatni Veiði Margir komnir með jólarjúpur í hús Veiði
Nú er ekki nema mánuður í að stangveiðitímabilið hefjist og veiðimenn eru í óðaönn að bóka daga fyrir sumarið. Veiðifélögin eru með gott úrval veiðisvæða og þar getur hver fundið veiðisvæði við sitt hæfi. Lax-Á hefur í sömu andrá sett á laggirnar sérstakan Vildarklúbb þar sem meðlimum verður meðal annars boðinn aðgangur að svokölluðum "last minute" veiðileyfum en það eru óseld leyfi þar sem stutt er í veiðidaga, eins leyfi á svæðum sem er verið að kynna þá sérstaklega fyrir meðlimum. Aðgangur að Vildarklúbbinum er ókeypis og meðal þess sem meðlimir fá er fréttabréf frá klúbbnum, regluleg tilboð á veiðileyfum, forgangur á "last minute veiðileyfum" og skemmtikvöld þar sem Lax-Á mun kynna valin veiðisvæði heima og að heiman. Veiðileyfasalar bera sig annars vel en mun meira er bókað en reiknað var með þrátt fyrir slaka veiði í fyrra. Eitthvað er samt eftir af veiðileyfum víða en fastlega má reikna með að einhverjir Íslendingar bíði átekta eftir því að sjá hvernig veiðin fer af stað og ef sumarið byrjar vel má reikna með því að restin af þeim dögum í bestu ánum verði ansi fljótir að fara.
Stangveiði Mest lesið Núna er tíminn til að fara á kastnámskeið Veiði Búið að opna fyrir úthlutun til félagsmanna SVFR Veiði Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Veiði Bleikjur í Elliðaánum Veiði Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði Góð opnun í Laxárdalnum Veiði Góðu tímibili lokið í Steinsmýrarvötnum Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Mjög róleg bleikjuveiði í Þingvallavatni Veiði Margir komnir með jólarjúpur í hús Veiði