Múslimarnir okkar: Frumkvöðull og fimm barna fjölskyldufaðir 2. mars 2015 13:00 Úr þáttunum Múslimarnir okkar. Vísir Ótti virðist hafa grafið um sig í íslensku þjóðfélagi við múslima á Íslandi og hefur það vart farið framhjá þeim sem fylgdust með kommentakerfum á netinu þar sem bersýnilegt er að þessi fámenni hópur manna er litinn hornauga. Eftir uppnámið sem varð í kringum síðustu borgarstjórnarkosningar og deilur um byggingu mosku í Reykjavík ákvað Lóa Pind Aldísardóttir að hefja vinnu við heimildaþætti um múslima á Íslandi. Hún fékk fjórar ólíkar múslimafjölskyldur til liðs við sig og fylgdi hverri þeirra eftir frá snemma að morgni og fram á kvöld. Afraksturinn er sýndur í tveggja þátta heimildaseríu þar sem við skyggnumst inn í líf múslimskra fjölskyldna á Íslandi.Úr þáttunum.VísirÍ fyrri hlutanum kynnumst við fimm barna fjölskylduföður, Nasir og eiginkonu hans Ishrat, en þau eru fædd og uppalin í Pakistan. Þau búa í lítilli blokkaríbúð í Reykjavík ásamt fjórum börnum sínum en sú elsta er farin að heiman og gift Íslendingi sem hefur tekið upp íslamstrú. Fjölskyldan tilheyrir Menningarsetri múslima og Nasir er ákaflega trúaður maður, biður ekki bara fimm sinnum á dag, heldur líka á nóttunni meðan aðrir sofa. Við kynnumst líka Fídu, ungri konu í Reykjanesbæ sem er gift kristnum Íslendingi. Hún er frumkvöðull, rekur sprotafyrirtæki á Ásbrú og segir af einlægni frá erfiðum uppvexti og flótta til Íslands þegar hún var sextán ára gömul.Fyrri hluti Múslimanna okkar er á dagskrá Stöðvar 2 kl. 19:20 í kvöld. Seinni hlutinn verður sýndur viku síðar. Umsjónarmaður er Lóa Pind Aldísardóttir og kvikmyndatöku annaðist Kristinn Þeyr. Múslimarnir okkar Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Ótti virðist hafa grafið um sig í íslensku þjóðfélagi við múslima á Íslandi og hefur það vart farið framhjá þeim sem fylgdust með kommentakerfum á netinu þar sem bersýnilegt er að þessi fámenni hópur manna er litinn hornauga. Eftir uppnámið sem varð í kringum síðustu borgarstjórnarkosningar og deilur um byggingu mosku í Reykjavík ákvað Lóa Pind Aldísardóttir að hefja vinnu við heimildaþætti um múslima á Íslandi. Hún fékk fjórar ólíkar múslimafjölskyldur til liðs við sig og fylgdi hverri þeirra eftir frá snemma að morgni og fram á kvöld. Afraksturinn er sýndur í tveggja þátta heimildaseríu þar sem við skyggnumst inn í líf múslimskra fjölskyldna á Íslandi.Úr þáttunum.VísirÍ fyrri hlutanum kynnumst við fimm barna fjölskylduföður, Nasir og eiginkonu hans Ishrat, en þau eru fædd og uppalin í Pakistan. Þau búa í lítilli blokkaríbúð í Reykjavík ásamt fjórum börnum sínum en sú elsta er farin að heiman og gift Íslendingi sem hefur tekið upp íslamstrú. Fjölskyldan tilheyrir Menningarsetri múslima og Nasir er ákaflega trúaður maður, biður ekki bara fimm sinnum á dag, heldur líka á nóttunni meðan aðrir sofa. Við kynnumst líka Fídu, ungri konu í Reykjanesbæ sem er gift kristnum Íslendingi. Hún er frumkvöðull, rekur sprotafyrirtæki á Ásbrú og segir af einlægni frá erfiðum uppvexti og flótta til Íslands þegar hún var sextán ára gömul.Fyrri hluti Múslimanna okkar er á dagskrá Stöðvar 2 kl. 19:20 í kvöld. Seinni hlutinn verður sýndur viku síðar. Umsjónarmaður er Lóa Pind Aldísardóttir og kvikmyndatöku annaðist Kristinn Þeyr.
Múslimarnir okkar Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira