Mortal Kombat X er ógeðslegur leikur - Myndband 1. mars 2015 13:03 Vinirnir Sub-Zero og Scorpion. VÍSIR/NETHERREALM Tíundi leikurinn í Mortal Kombat leikjaseríunni er væntanlegur í apríl. Mortal Kombal X (borið fram ex, ekki 10) gerist 25 árum eftir síðasta leik. Söguþráður hefur ávallt verið áberandi í leikjunum, öfugt á við marga aðra slagsmálaleiki, og NetherRealm Studios heldur uppteknum hætti. Framleiðandinn hefur reglulega birt nýjar stiklur fyrir leikinn og óhætt er að fullyrða að blóðug tölvuleikjaslagsmál hafa aldrei litið betur út en í Mortal Kombat X. Leikurinn fer í sölu 14. apríl næstkomandi en þá munu spilarar kynnast afkomendum þekktra karaktera úr Mortal Kombat-söguheiminum. Þar á meðal Cassie Cage, dóttur Johnny Cage og Sonya Balde ásamt Jacqueline Briggs, dóttur Jax. Smávægilegar breytingar hafa verið gerðar á sjálfri spilun leiksins en sem fyrr er það ofbeldið og limlestingarnar sem vekja mesta athygli. Mortal Kombat X er hrikalega ógeðfelldur leikur. Hér fyrir neðan er stutt sýnishorn og réttast er að vara viðkvæma við. Leikjavísir Mest lesið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Tíundi leikurinn í Mortal Kombat leikjaseríunni er væntanlegur í apríl. Mortal Kombal X (borið fram ex, ekki 10) gerist 25 árum eftir síðasta leik. Söguþráður hefur ávallt verið áberandi í leikjunum, öfugt á við marga aðra slagsmálaleiki, og NetherRealm Studios heldur uppteknum hætti. Framleiðandinn hefur reglulega birt nýjar stiklur fyrir leikinn og óhætt er að fullyrða að blóðug tölvuleikjaslagsmál hafa aldrei litið betur út en í Mortal Kombat X. Leikurinn fer í sölu 14. apríl næstkomandi en þá munu spilarar kynnast afkomendum þekktra karaktera úr Mortal Kombat-söguheiminum. Þar á meðal Cassie Cage, dóttur Johnny Cage og Sonya Balde ásamt Jacqueline Briggs, dóttur Jax. Smávægilegar breytingar hafa verið gerðar á sjálfri spilun leiksins en sem fyrr er það ofbeldið og limlestingarnar sem vekja mesta athygli. Mortal Kombat X er hrikalega ógeðfelldur leikur. Hér fyrir neðan er stutt sýnishorn og réttast er að vara viðkvæma við.
Leikjavísir Mest lesið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira