Það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum að strákarnir í Áttunni eru afar uppátækjasamir og ekki er nú öll vitleysan eins hjá þeim. Egill Ploder gæti hins vegar hafa slegið einhverskonar met í síðasta þætti.
Þá ákvað hann að bragða á hárgeli sökum þess hve ógurlega vel það lyktaði. Lyktin minnti víst á Toffee sleikjó og því hlaut bragðið að gera það líka, ekki satt? Því miður fyrir Egil var það ekki svo. Sjón er sögu ríkari.
Áttan er bæði á Instagram og Snapchat og eru duglegir við að setja þangað efni. Þið getið fylgt þeim á slóðinni attan_official á báðum stöðum.
Áttan: Egill Ploder gæðir sér á hárgeli
Tengdar fréttir

Áttan: Atli Hókus sýnir töfrabrögð
Atli Már Haraldsson er lunkinn þegar kemur að því að töfra fram hluti

Áttan: Íslandsmót í snjósundi
Þeir Nökkvi og Egill reyna fyrir sér í gamalli þjóðaríþrótt Íslendinga.