Dómararnir voru allir sammála um að flutningur Öldu hefði verið óaðfinnanlegur. „Alda Dís er náttúrulega stórkostleg söngkona,“ sagði Þorgerður Katrín og Selma Björnsdóttir sagði dívu næstu ára vera að fæðast fyrir augum sínum að flutningi loknum.
Alda býr í Reykjavík og starfar á leikskólanum Laufásborg. Hún hefur verið að læra klassískan söng og einnig stundað einsöngsnám.
Úrslit Ísland Got Talent fara fram 12. apríl á Stöð 2. Hér að neðan má sjá Öldu flytja atriðið sem kom henni áfram í úrslitaþáttinn.