Måns Zelmerlöw fulltrúi Svía í Eurovision Atli Ísleifsson skrifar 14. mars 2015 20:50 Måns Zelmerlöw er 28 ára frá Lundi á Skáni. Mynd/Wikipedia Lagið Heroes í flutningi Måns Zelmerlöw verður framlagi Svía í Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. Zelmerlöw bar höfuð og herðar yfir önnur atriði á úrslitakvöldi Melodifestivalen sem fram fór í kvöld. Lagið „Heroes“ er samið af þeim Anton Malmberg Hård af Segerstad, Joy Deb og Linnea Deb. Lagið sigraði með 149 stiga mun sem er sá stærsti í sögu sænsku söngvakeppninnar. Lag ABBA frá árinu 1974, „Waterloo“, átti fyrra metið, 91 stigs munur. Atkvæði ellefu alþjóðlegra dómnefnda giltu til helminga á móti símakosningu þegar framlag Svía var valið. Zelmerlöw er 28 ára söngvari frá Lundi sem sló fyrst í gegn í Idol-keppni Svíþjóðar árið 2005. Hann tók þátt í undankeppni Melodifestivalen árið 2007 og 2009. Árin 2011 til 2013 var hann kynnir í einum vinsælasta sjónvarpþætti Svíþjóðar, Allsång på Skansen, þar sem frægir söngvarar syngja lögin sín og fara fyrir hópsöng á Skansen í Stokkhólmi. Þátturinn er á dagskrá sænska ríkissjónvarpsins á þriðjudagskvöldum yfir sumartímann. Á meðal annarra keppenda í kvöld voru Eric Saade sem var fulltrúi Svía í Eurovision árið 2011 þegar hann hafnaði í þriðja sæti með lagið Popular. Samíski söngvarinn Jon-Henrik Fjällgren lenti í öðru sæti með lagið Jag är fri (Manne Leam Frijje). Söngkonan Mariette lenti í þriðja sæti keppninnar með lagið Don't Stop Believing. Eurovision Tengdar fréttir Eurovision: Sigurvegarinn í Þýskalandi afsalaði sér titlinum Söngkonan Ann Sophie mun verða fulltrúi Þjóðverja í lokakeppni Eurovision í Vínarborg í maí. Andreas Kümmert lenti þó í fyrsta sæti. 6. mars 2015 10:48 Eurovision myndbandið við Unbroken tilbúið Sjáðu myndbandið. 13. mars 2015 17:46 Uppblásnar kynlífsdúkkur í Eurovision? Norðmenn gætu kosið þetta lag alla leið. 13. mars 2015 12:56 Sjáðu framlag Breta í Eurovision Electro Velvet flytur Still In Love With You. 7. mars 2015 22:08 Með hjartað á réttum stað Í kvöld heldur FÁSES Eurovision-karókí á Kringlukránni. 14. mars 2015 09:30 Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Sjá meira
Lagið Heroes í flutningi Måns Zelmerlöw verður framlagi Svía í Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. Zelmerlöw bar höfuð og herðar yfir önnur atriði á úrslitakvöldi Melodifestivalen sem fram fór í kvöld. Lagið „Heroes“ er samið af þeim Anton Malmberg Hård af Segerstad, Joy Deb og Linnea Deb. Lagið sigraði með 149 stiga mun sem er sá stærsti í sögu sænsku söngvakeppninnar. Lag ABBA frá árinu 1974, „Waterloo“, átti fyrra metið, 91 stigs munur. Atkvæði ellefu alþjóðlegra dómnefnda giltu til helminga á móti símakosningu þegar framlag Svía var valið. Zelmerlöw er 28 ára söngvari frá Lundi sem sló fyrst í gegn í Idol-keppni Svíþjóðar árið 2005. Hann tók þátt í undankeppni Melodifestivalen árið 2007 og 2009. Árin 2011 til 2013 var hann kynnir í einum vinsælasta sjónvarpþætti Svíþjóðar, Allsång på Skansen, þar sem frægir söngvarar syngja lögin sín og fara fyrir hópsöng á Skansen í Stokkhólmi. Þátturinn er á dagskrá sænska ríkissjónvarpsins á þriðjudagskvöldum yfir sumartímann. Á meðal annarra keppenda í kvöld voru Eric Saade sem var fulltrúi Svía í Eurovision árið 2011 þegar hann hafnaði í þriðja sæti með lagið Popular. Samíski söngvarinn Jon-Henrik Fjällgren lenti í öðru sæti með lagið Jag är fri (Manne Leam Frijje). Söngkonan Mariette lenti í þriðja sæti keppninnar með lagið Don't Stop Believing.
Eurovision Tengdar fréttir Eurovision: Sigurvegarinn í Þýskalandi afsalaði sér titlinum Söngkonan Ann Sophie mun verða fulltrúi Þjóðverja í lokakeppni Eurovision í Vínarborg í maí. Andreas Kümmert lenti þó í fyrsta sæti. 6. mars 2015 10:48 Eurovision myndbandið við Unbroken tilbúið Sjáðu myndbandið. 13. mars 2015 17:46 Uppblásnar kynlífsdúkkur í Eurovision? Norðmenn gætu kosið þetta lag alla leið. 13. mars 2015 12:56 Sjáðu framlag Breta í Eurovision Electro Velvet flytur Still In Love With You. 7. mars 2015 22:08 Með hjartað á réttum stað Í kvöld heldur FÁSES Eurovision-karókí á Kringlukránni. 14. mars 2015 09:30 Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Sjá meira
Eurovision: Sigurvegarinn í Þýskalandi afsalaði sér titlinum Söngkonan Ann Sophie mun verða fulltrúi Þjóðverja í lokakeppni Eurovision í Vínarborg í maí. Andreas Kümmert lenti þó í fyrsta sæti. 6. mars 2015 10:48
Með hjartað á réttum stað Í kvöld heldur FÁSES Eurovision-karókí á Kringlukránni. 14. mars 2015 09:30